Byggðasafn Ölfuss

Tunglfiskur í ÞorlákshöfnByggðasafn Ölfuss

Byggðasafn Ölfuss er staðsett á Bæjarbókasafni Ölfuss. 
Ekki er sýning allt árið um kring en á hverju sumri er sett upp sýning  í Galleríinu undir stiganum á Bæjarbókasafni Ölfuss.
Hins vegar er hægt að skoða uppstoppaða fiska og önnur sjávardýr í anddyri Ráðhússins allt árið um kring endurgjaldslaust. Þar er meðal annars að finna uppstoppaðan tunglfisk sem var veiddur í Þorlákshöfn árið 2004.

Sveitarfélagið Ölfus er í samstarfi með Byggðasafni Árnesinga, Listasafni Árnesinga og Héraðsskjalasafni Árnesinga. 

Byggðasafn Árnesinga
Hlutverk Byggðasafns Árnesinga er að safna, skrásetja, varðveita og sýna muni er tengjast sögu Árnessýslu. Safnið er í eigu Héraðsnefndar Árnesinga sem er byggðasamlag átta sveitarfélaga í Árnessýslu. Grunnsýning safnsins hefur verið í Húsinu á Eyrarbakka frá árinu 1995. Það sér um rekstur Sjóminjasafnsins á Eyrarbakka, hefur umsjón með munum Þuríðarbúðar á Stokkseyri fyrir Sveitarfélagið Árborg og munum Byggðasafn Ölfuss fyrir Sveitarfélagið Ölfus. Byggðasafn Árnesinga er jafnframt þátttakandi í rekstri Rjómabúsins á Baugsstöðum.
Opnunartíminn er alla daga frá kl. 11-18 frá 1. maí til 30. september. 

Listasafn Árnesinga
Listasafn Árnesinga er staðsett í Austurmörk 21, 810 Hveragerði. Opið er alla daga frá kl. 12-18 frá 1. maí til 30. september. Frá 1. október til 30. apríl er opið fimmtudaga til sunnudaga frá kl. 12-18.

Héraðsskjalasafn Árnesinga
Héraðsskjalasafn Árnesinga er staðsett að Austuvegi 2, 800 Selfossi. Opið er á mánudögum, þriðjudögum, fimmtudögum og föstudögum frá kl. 10-16.
Héraðsskjalasafnið heldur úti stóru ljósmyndasafni á heimasíðu sinni og þar er hægt að skoða ýmsar myndir tengdar Þorlákshöfn og Ölfusi 

X Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?