Árnahellir

ÁrnahellirÁrnahellir í Ölfusi var friðlýstur sem náttúruvætti árið 2002. Hellinum var lokað fyrir almenningi árið 1995 til að verndar dropasteinamyndunum í honum. Hellirinn hefur að geyma einstæðar jarðmyndanir og er hellirinn í flokki örfárra hella á jörðinni sem skarta jafn glæsilegum og ósnortnum hraunmyndunum . Árnahellir er náttúrufyrirbæri á heimsvísu en hellirinn fannst árið 1985.

Árnahellir svo og Jörundur, Híðið og Borgarhellir teljast meðal fegurstu hella landsins vegna litadýrðar.
Árnahellir er á um 20 m dýpi, breidd um 10 metrar og lágt til lofts. Lengd Árnahellis er um 150 m (44. í röð þekktra íslenskra hella). Dropsteinar Árnahellis verða seint taldir en líkja má þeim við frumskóg. Lengstu dropsteinar í Árnahelli eru rúmur metri og er þvermál þeirra um 7 cm. Sumir dropsteinanna eru þaktir gifsi að hluta, allt að 15 mm þykku. Lengstu hraunstráin um 60 cm. Loftið í hellinum er nær allt þakið hraunstráum, 5-10 mm í þvermál. Framandi steintegundir hafa fundist í Árnahelli, m.a. 2 cm langur grænblár steinn, ópall.

Heimild: Umhverfisstofnun

X Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?