Bæjarbókasafn Ölfuss

BokasafnBæjarbókasafn Ölfuss

Hafnarbergi 1
815 Þorlákshöfn
Sími: 480 3830
Netfang: bokasafn@olfus.is  arny@olfus.is

Opnunartímar bókasafnsins eru eftirfarandi:
Mánudagar opið 12:00 - 17:00
Þriðjudagar opið 12:00 - 17:00
Miðvikudagar opið 12:00-17:00
Fimmtudagar opið 12:00-17:00
Föstudagar opið 9:00-13:00

Hægt er að leita að bókum safnsins á slóðinni Bæjarbókasafn Ölfuss til  sjá hvort þær eru til á bókasafninu og hvort þær eru inni.

Bæjarbókasafn Ölfuss er til húsa í Ráðhúsinu í Þorlákshöfn. Þar er leitast við að veita góða og faglega þjónustu. Safnið býr yfir fjölbreyttum safnkosti og skemmtilegu rými fyrir börn og unglinga. Á safninu er hægt að fá lánaðar bækur, tímarit og spil, einnig er hægt að koma og skoða nýjustu dagblöðin ásamt því að nýta tölvu og prentara sem eru á staðnum.

Á bókasafninu er sýningaraðstaða Gallerí undir stiganum þar sem ný sýning er sett upp mánaðarlega.

Þeir sem hafa áhuga á að sýna í sýningaraðstöðunni geta sent tölvupóst á arny@olfus.is eða bokasafn@olfus.is.

Saga Bæjarbókasafns Ölfuss

Bæjarbókasafn Ölfuss er almenningsbókasafn og hóf starfsemi árið 1965. Þá var bókastofninn 119 bækur sem voru arfur frá Lestrarfélagi Þorlákshafnar en það var starfrækt hér á meðan Þorlákshöfn var verstöð.

Bókunum fjölgaði í 209 fyrsta haustið sem það starfaði. Útlán binda voru 242 bindi fyrsta árið. Fimm árum síður voru útlán 1.212 og bækurnar orðnar 876. Áramótin 1990 voru bækurnar 5.786 og 5.083 bindi voru lánuð á árinu. Í lok árs 2004 var safnkostur kominn yfir 27 þúsund.

Á árunum 1977-1982 var rekstur hrepps- og skólabókasafna sameiginlegur og var hreppssafnið í upphafi til húsa í skólanum. Frá árinu 1982 var ákveðið að reka sameiginlegt bóka- og minjasafn sem hlaut nafnið Egilsbúð og var til húsa að Unubakka 4. Frá upphafi hafa þó flestir munir minjasafnsins verið í geymslu og er þar húsnæðisskorti um að kenna. Árið 2002 var bókasafninu komið fyrir í rúmgóðri og bjartri jarðhæð Ráðhúss Ölfuss í Þorlákshöfn. En þá hafði húsið sem áður var félagsheimili verið tekið í gegn og við það byggt.

X Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?