Ráðningargögn

Konur í gönguRáðningargögn

Starfsfólk sem hefur störf hjá Sveitarfélaginu Ölfusi þarf í samráði við yfirmann sinn að skila inn gögnum og upplýsingum til launadeildar.

1.  Nýting persónuafsláttar.
Með breytingum á lögum nr. 45/1987 um staðgreiðslu opinberra gjalda voru skattkort aflögð árið 2016.

Þegar starfsmaður hefur störf hjá Sveitarfélaginu Ölfusi eða breytir nýtingu persónuafsláttar þarf hann að fylla út eyðublaðið  nýting persónuafsláttar og senda á hafdis@olfus.is eða laun@olfus.is eða skila því inn útfylltu á bæjarskrifstofum.

Allar nánari upplýsingar um persónuafslátt má finna á vef ríkisskattstjóra www.rsk.is

2.  Prófskírteini og nám.
Ófaglærðir starfsmenn sem eru ráðnir skv. kjarasamningi FOSS eða Eflingar þurfa að skila inn skírteini vegna stúdentsprófs og/eða annars viðbótarnáms sem lokið er.  Hækkun vegna náms tekur gildi um næstu mánaðarmót eftir að staðfesting berst til launadeildar.

Faglærðir starfsmenn þurfa að skila inn prófskírteinum og leyfisbréfum (þar sem við á) vegna fagnáms.  Hækkun vegna viðbótarnáms tekur gildi um næstu mánaðarmót eftir að staðfesting berst til launadeildar.

3.  Starfsvottorð.
Starfsmenn þurfa að skila inn starfsvottorði sem er staðfesting fyrri vinnuveitanda á starfstíma.  Hafi félagsmaður í FOSS eða Eflingu starfsreynslu frá öðru sveitarfélagi er hún metin, óháð því hvaða starfi hann gegndi þar.  Önnur starfsreynsla er metin ef um er að ræða sambærilegt starf við það starf sem viðkomandi er ráðinn til.

Fyrri starfsreynsla félagsmanna í fagstéttarfélögum er metin.

4.  Séreignarsparnaður.
Þeir starfsmenn sem hyggjast greiða í séreignarsjóð þurfa að skila samningi þar um.  

X Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?