Skólaþjónusta

Skólaþjónusta Ölfuss hefur farsæld barna og fjölskyldna að leiðarljósi í starfi sínu, starfar af fagmennsku í sérhverju verkefni og vinnur að forvörnum sem tryggja farsæld og velferð til framtíðar.

Starfsemi skólaþjónustunnar er bundin í reglugerð um skólaþjónustu sveitarfélaga við leik- og grunnskóla og nemendaverndarráð í grunnskólum nr. 444/2019. Reglugerðin á stoð í 21. og 22. gr. laga um leikskóla nr. 90/2008 og 40. gr. laga um grunnskóla nr. 91/2008, með síðari breytingum. Skólaþjónusta Ölfuss sinnir sérfræðilegum stuðningi við leik- og grunnskóla í sveitarfélaginu skv. reglugerð um hlutverk og markmið skólaþjónustu 2. gr. Jafnframt byggir Skólaþjónusta Ölfuss starfsemi sína á lögum samþættingu þjónustu í þágu farsældar barna nr. 86/2021.

Verkefni skólaþjónustu 

Skólaþjónustan sinnir margþættum verkefnum með það að leiðarljósi að mæta fjölbreyttum þörfum barna, forsjáraðila og starfsfólks skóla og frístundar. Áhersla er lögð á þverfaglegt og gott samstarf bæði við börn og forsjáraðila auk þeirra fagaðila sem koma að þjónustunni.

Hjá skólaþjónustu Ölfuss er lögð áhersla á farsæld í þágu barna, snemmtækan stuðning, lausnaleit, fræðslu og námskeið bæði fyrir börn, foreldra og starfsfólk skóla og frístundar. Stjórnendur í leik- og grunnskóla bera ábyrgð á skipulagi og framkvæmd stoðþjónustu hvers skóla og að málum sé vísað til skólaþjónustu þegar þess gerist þörf.

Helstu þjónustuþættir eru: kennslufræðileg ráðgjöf, talmeinaráðgjöf og framburðarþjálfun, sálfræðiráðgjöf, skimanir og greiningar og stuðningur við starfsþróun í skólum í samstarfi við skólastjórnendur.

Sérfræðingar í skólaþjónustu

Jóhanna M. Hjartardóttir sviðsstjóri fjölskyldu og fræðslusviðs, jmh@olfus.is

Eyrún Hafþórsdóttir deildarstjóri í velferðarþjónustu, eyrun@olfus.is

Guðrún Kristófersdóttir, sálfræðingur

Valdís Magnúsdóttir, kennslufræðileg ráðgjöf

Anna Stefanía Vignisdóttir, talmeinafræðingur

Rafrænar sendingar gagna í gegnum vefgátt Signet Transfer.

Reglugerð um skólaþjónustu sveitarfélaga við leik- og grunnskóla

Lög um samþættingu þjónustu í þágu farsældar barna

Vefur farsældar barna

X Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?