Versalir, menningar- og veislusalir

VersalirVersalir, menningar- og veislusalir eru staðsettir í Ráðhúsi Ölfuss.
Þar eru 2 salir sem hægt er að leigja fyrir fundi, ráðstefnur, veislur, tónleika eða aðra viðburði.

Á staðnum eru skjávarpar, hljóðkerfi, eldhús með leirtaui og áhöldum og borð og stólar fyrir allt að 300 gesti.
Stærri salurinn tekur 250 manns í sæti.
Minni salurinn tekur 90 manns í sæti.
Ef allt húsið er leigt er hægt að hafa 300 manns í sæti.
Einnig er hægt að leigja aðeins anddyrið en þar er hægt að hafa standandi veislu fyrir um 50 manns.

Félagasamtök í Ölfusi fá 40% afslátt af leiguverði á sölum. 
Félagasamtök fá afnot af litla salnum til fundarhalda einu sinni í mánuði án endurgjalds. Þetta á einungis við um fundi, ekki fjáraflanir eða aðra viðburði og er víkjandi fyrir greiðandi kúnnum. 
 Auk þess fá félagasamtök í Ölfusi afnot af Versölum án endurgjalds einu sinni á ári fyrir fjáröflun eða viðburð. Þetta gildir ekki um viðburði þar sem neysla áfengis er leyfð.

Húsvörður er Nicole B.H. Boerman. Hún tekur við fyrirspurnum í síma 852 8383 eða í tölvupósti versalir@olfus.is.   
Bókanir þurfa að berast skriflega í tölvupósti versalir@olfus.is

Reglur Versala 2024

Gjaldskrá Versala 2024

Hægt er að skoða myndir af ýmsum uppstillingum salanna á Facebooksíðu Versala.

X Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?