Heilsustígurinn í Þorlákshöfn

Heilsustígurinn í Þorlákshöfn

Í Þorlákshöfn er heilsustígur með 15 æfingastöðvum og 10 æfingatækjum og er skemmtileg leið til að upplifa bæinn samhliða heilsurækt.

Upphafsstöð heilsustígsins er við íþróttamiðstöðina. Þaðan liggur heilsustígurinn eftir gönguleiðinni framhjá Grunnskólanum í Þorlákshöfn, Leikskólanum Bergheimum og um stíginn sem umlykur íbúðahverfin Berg og Hraun. Þaðan fer hann framhjá ráðhúsinu, Skrúðgarðinum, framhjá grunnskólanum á ný, að dvalarheimili aldraðra og suður fyrir sundlaugina aftur að íþróttamiðstöðinni.

Heilsustígur Þorlákshöfn

Nýtt kort af heilsustígnum er í vinnslu.

X Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?