Gönguleiðir í Ölfusi

Ölfus loftmyndGönguleiðir í Ölfusi

Landslagið í Ölfusi er mjög fjölbreytt sem gerir það kjörið til útivistar. Margar gönguleiðir eru til hvort sem það er í fjallendinu við Hengilssvæðið, í hrauninu, á ströndinni eða bjarginu við sjóinn ættu allir að geta fundið leið sem hentar.
Hér fyrir neðan má finna nokkrar skemmtilegar tillögur:

Reykjadalur og Hengilssvæðið
Reykjadalur og Hengilssvæðið er vinsælasta göngu- og útivistarsvæði í Ölfusi. 
Þar má finna um 125 km af gönguleiðum í mismunandi erfiðleikastigum.
Orkuveita Reykjavíkur hefur stikað gönguleiðir á svæðinu og samantekt frá ON af gönguleiðum.

Eldborgir við LambafellBláfjallaleið
Eldborgir við Lambafell er gönguleið sem liggur bakvið Lambafell að Bljáfjöllum er oft nefnd Bláfjallaleið. Orkuveita Reykjavíkur hefur stikað leiðina, sem er 15,5 km löng.

Litli Meitill og Stóri Meitill
Litli Meitill (467 m) og Stóri Meitill (521 m) eru staðsett í Þrengslunum. Bílastæði er staðsett við minni Litla-Meitils og þaðan er hægt að ganga upp Litla Meitil og yfir á Stóra Meitil.
Einnig er hægt að ganga frá Hveradölum á Stóra Meitil, fara hringinn í kringum gíginn og sömu leið til baka. Sú leið er um 9-10 km.

Eldborgir undir Meitlum
Lagt er við minni Litla Meitils og gengið meðfram fjallinu inn dalinn að Eldborgum.

GeitafellGeitafell
Geitafell (509 m) er andspænis Litla Meitli í Þrengslunum. Gengið er meðfram Sandfelli að Geitafelli og gengið upp þaðan upp hægra megin á fjallinu. Hækkunin er 300m, er um 10 km og tekur 4-5 tíma.
Einnig er hægt að ganga hringinn í kringum Geitafellið og tekur sú ganga um 4 klst og er 11,5 km löng.

Selvogur - Þorlákshöfn
Gönguleiðin frá Selvogi til Þorlákshafnar er um 15 km. Einstakir klettar og útsýni yfir sjóinn einkenna göngleiðina. Fallegt er að ganga á bjarginu meðfram sjónum en gæta skal fyllstu varúðar að fara ekki of nærri.

Hafnarnes
Hafnarnes er útivistarsvæði sunnan við byggðina í Þorlákshöfn. Það koma brimbrettakappar að spreyta sig á öldunum þar en margir telja þetta besti svæði til brimbrettaiðkunar á Íslandi. Útsýnisskífa er staðsett rétt hjá Hafnarnesvita og þaðan er víðsýnt útsýni yfir fjöllin í kring s.s. Ingólfsfjall, Heklu og Eyjafjallajökul. Á góðum degi má einnig sjá yfir til Vestmannaeyja. Hafnarnesviti var byggður árið 1951 og er ljóshæð hans 11 metra yfir sjávarmáli. Ekki er opið fyrir almenning í vitann en allt í kringum vitann eru stórbrotnar klappir sem gaman er að ganga á og dást að ölduganginum.

Skötubót
Fjaran austan við byggðina í Þorlákshöfn er í daglegu tali nefnd Skötubót.  Skötubótin er skemmtilegur staður fyrir útivist, ungir sem aldnir njóta þess að ganga og leika sér í þessari fallegu svörtu sandfjöru sem nær frá Þorlákshöfn að ósum Ölfusár. 

Jósepsdalur
Jósepsdalur er vinsælt útivistarsvæði fyrir jaðarsport en gaman er að ganga inn dalinn. Þónokkrir steinar eru í dalnum, bæði á flatlendinu og í hlíðunum sem vinsælir eru til klettaklifurs.

Ingólfsfjall
Ingólfsfjall(551 m) er staðsett í Ölfusi og er vinsælt útivistarsvæði. Margar gönguleiðir er að finna upp á fjallið og ein þeirra er hjá Alviðru við Sogið. Bílnum er lagt við Alviðru og gengið þaðan upp á Ingólfsfjall. Leiðin er stikuð og nokkur brött.

 

Ferðamálafélag Ölfuss er með skipulagðar gönguleiðir á sumrin og má sjá nánari upplýsingar á viðburðadagatali Ölfuss

X Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?