Hjallakirkja

HjallakirkjaHjalli er bær og kirkjustaður í Ölfusi.

Skafti Þóroddsson (d. 1030) lögsögumaður bjó á Hjalla. Hann var einn vitrasti og lögfróðasti höfðingi landsins á sínum tíma og kemur víða við sögur.

Á Hjalla var Ögmundur Pálsson, síðasti kaþólski biskupinn í Skálholti, handtekinn 2. júní 1541, þar sem hann var gestkomandi hjá Ásdísi systur sinni. Þaðan var hann fluttur til Hafnarfjarðar, settur um borð í skip og siglt með hann af stað áleiðis til Danmerkur. Hann andaðist í hafi.

Að Hjalla í Ölfusi er Ólafskirkja, kennd við Ólaf helga Noregskonung. Katólskar kirkjur voru helgaðar Ólafi helga Noregskonungi.  Núverandi kirkja er byggð og vígð 1928 um haustið.
Arkitekt var Þorleifur Eyjólfsson frá Grímslæk.  Yfirsmiður Kristinn Vigfússon, Eyrarbakka, síðar á Selfossi.


Núverandi kirkja á Hjalla var byggð árið 1928 og vígð 5. nóvember þá um haustið. Kirkjan er úr steinsteypu og fyrsta steinkirkjan sem reist var austanfjalls. Kirkjan á marga gamla gripi, m.a. rósamálaðan predikunarstól með nafni gefandans, Páls Jónssonar klausturhaldara, og ártalinu 1797. Altaristaflan er lítið málverk frá síðustu öld er sýnir upprisu Krists.

Sterk rök eru til þess að kirkja hafi verið á Hjalla frá fyrstu dögum kristni hér á landi. Er hennar fyrst getið í Flóamannasögu sem þeirrar kirkju sem Skafti (Þóroddsson) lét gera fyrir utan lækinn. Katólskar kirkjur voru helgaðar Ólafi helga Noregskonungi. Hjallakirkja var útkirkja frá Arnarbæli og frá Hveragerði.

Messað er í Hjallakirkju 3-5 sinnum á ári. Á jóladag, páskadag, á hvítasunnu og síðsumars og/eða á hausti. Hún var áður sóknarkirkjan í Hjallasókn en deilir þeim heiðri nú með Þorlákskirkju. Hjallakirkja er í Þorlákshafnarprestakalli í Árnesprófastsdæmi.

X Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?