Ferjuflutningar til og frá Þorlákshöfn

Í dag sigla tvær vöruflutningaferjur á vegum Smyril Line Cargo vikulega, allan ársins hring. Önnur siglir frá Þorlákshöfn á mánudögum til Hirtshals í Danmörku og hin á föstudögum til Rotterdam í Hollandi. Báðar ferjurnar hafa viðkomu í Færeyjum. Með þeim er flutningstíminn sá stysti til og frá landinu sem í boði er á SV-horninu í sjóflutningum. Samhliða vöruflutningum hefur löndunarþjónusta aukist sem og önnur þjónusta. Það er því ótvíræður kostur að landa í Þorlákshöfn ferskum fiski beint til útflutnings.

Við hvetjum útgerðir til að kynna sér löndunarþjónustu og útflutningskosti betur með því að senda fyrirspurn á höfn@olfus.is eða í vaktsíma Þorlákshafnar 893 3659.

Mykines í Þorlákshöfn

X Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?