Þjónusta fyrir börn og unglinga

Þjónusta fyrir börn og unglinga

Í Þorlákshöfn er starfandi félagsmiðstöð fyrir unglinga í 5. - 10. bekk.  Helsta starfsemin er:  opið hús, bíóferðir, skautaferðir, sleep over, LAN helgi, PS5 mót, fótboltamót, billjardmót, þythokkímót, klúbbastarf, sundlaugarpartý, þemadiskó, dragkeppni, söngvakeppni, singstar og fleira.

Í grunnskólanum er félagslífið með hefðbundnum hætti.  Diskótek eru haldin jafnt og þétt allan veturinn og eru í umsjón 7. og 10. bekkjar.  Bekkjarkvöld eru í höndum hvers bekks og umsjónarkennara hans.  Mikil vinna er lögð í jólakvöldvökur og árshátíðir.  Á hverju ári er sett upp leikverk með nemendum skólans.  Ýmsar aðrar uppákomur eru í umsjón skólans.

Mikið og öflugt íþróttastarf er á vegum hinna ýmsu íþróttafélaga á staðnum.  Frekari upplýsingar um æfingar og íþróttir fást í Íþróttahúsinu.

Þá er starfandi öflug unglingadeild við  Björgunarsveitina Mannbjörg.

X Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?