Þjónusta fyrir börn og unglinga
Í Þorlákshöfn er starfandi félagsmiðstöð fyrir börn og unglinga í 5. - 10. bekk. Áhersla er lögð á fjölbreytileg viðfangsefni. Unnið er í klúbbum, sértæku hópastarfi, opnu starfi og tímabundnum verkefnum.
Í grunnskólanum er félagslíf nemenda með fjölbreyttum hætti. Nemendaráð skipuleggur ýmsa skemmtilega viðburði ásamt 10. bekk s.s. böll o.fl. Í samvinnu við foreldrafélagið skipuleggja tenglar foreldra að jafnaði tvær samverustundir í hverjum árgangi. Jólakvöldvökur eru haldnar í desember þar sem nemendur stíga á svið, þá er einnig danssýning á vorin. Ýmsar aðrar uppákomur eru í umsjón skólans svo sem listakvöld, Þorpið og fleira.
Mikið og öflugt íþróttastarf er á vegum hinna ýmsu íþróttafélaga á staðnum. Frekari upplýsingar um æfingar og íþróttir fást í Íþróttahúsinu.
Þá er starfandi öflug unglingadeild í Björgunarsveitinni Mannbjörg.