Framkvæmdaleyfi

Framkvæmdaleyfi er leyfi sveitarstjórnar til meiriháttar framkvæmda sem hafa áhrif á umhverfið og breyta ásýnd þess, svo sem breytingar lands með jarðvegi eða efnistöku, og annarra framkvæmda sem falla undir lög um mat á umhverfisáhrifum. 

Framkvæmdaleyfi skal ávallt vera í samræmi við skipulag. Unnt er að veita framkvæmdaleyfi á grundvelli aðalskipulags án deiliskipulagsgerðar eða grenndarkynningar, ef gerð er grein fyrir framkvæmdinni og fjallað ítarlega um hana í aðalskipulaginu. Að öðrum kosti kallar veiting framkvæmdaleyfis á að jafnframt liggi fyrir deiliskipulag af viðkomandi svæði. Í þeim tilvikum sem veiting framkvæmdaleyfis kallar á gerð deiliskipulags getur sveitarstjórn þó veitt framkvæmdaleyfi án deiliskipulagsgerðar að undangenginni grenndarkynningu sé framkvæmdin í samræmi við aðalskipulag hvað varðar landnotkun, byggðamynstur og þéttleika byggðar. 

Sótt er um framkvæmdaleyfi hjá skipulagsfulltrúa viðkomandi sveitarfélags. Um gögn vegna framkvæmdaleyfisumsóknar, sjá 7. gr. reglugerðar um framkvæmdaleyfi.

Gildistími framkvæmdaleyfa er 12 mánuðir frá samþykki sveitarstjórnar.
(Upplýsingar fengnar af vef Skipulagsstofnunar)

Bæjarstjórn Ölfuss samþykkti, þann 26. júlí 2018 á grunni heimildar í skipulagslögum að gefa út framkvæmdaleyfi fyrir breikkun Hringvegar frá Biskupstungnabraut að Kambarótum. Framkvæmdin er í samræmi við Aðalskipulag Ölfuss 2010-2022.

Framkvæmdarleyfi, skýringar Ölfus
Framkvæmdarleyfi, Ölfus undirritað
Svarbréf bæjarstjórnar
Bráðabirgðaleiðir

Framkvæmdaleyfi til handa ON fyrir niðurrennsli til tilraunar í holu HE-55
Framkvæmdaleyfi fylgiskjal yfirlitskort 
Framkvæmdaleyfi með skilyrðum
Framkvæmdaleyfi fylgiskjal frummat

Framkvæmdaleyfi Þorláksskóga 2018
Þorláksskógar_slóðar
Þorláksskógar, Landgræðslu- og skógræktarverkefni á Hafnarsandi, greinagerð.
Þorláksskógar_ákvörðun
2018-06-06 Þorláksskógar framkvæmdaleyfi

Framkvæmdaleyfi til handa Orku náttúrunnar vegna borunar á þremur ferskvatnsholum innan lóðar Kolviðarholl
Framkvæmdaleyfi til handa Pétri B. Guðmundssyni, Hvammi Ölfusi, vegna efnistöku úr Hvammsnámu

Hér má finna umsóknar- og eyðublöð skipulags- og byggingarsviðs

X Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?