Öldungaráð

Öldungaráð Sveitarfélagsins Ölfuss

Eftirtaldir fulltrúar skipa öldungaráðið.

Bettý Grímsdóttir (formaður) (D)
Sigurður Ósmann Jónsson (varaformaður) (D)
Sigrún Theodórsdóttir (B)
Fulltrúi frá Heilbrigðisstofnun Suðurlands

varamenn:

Ásta Halldórsdóttir (D)
Jóhanna M. Ingimarsdóttir (D)
Hjörtur Bergmann Jónsson (B)

Félag eldri borgara í Ölfusi

Halldór Sigurðsson
Þóra Ragnarsdóttir
Ásta Júlía Jónsdóttir

varamenn: 

Ester Hjartardóttir
Sigríður Sveinsdóttir
Guðni Ágústsson

 

Samþykktir fyrir Öldungaráð Sveitarfélagsins Ölfuss

  1. gr. Umboð

Öldungaráð Sveitarfélagsins Ölfuss starfar í umboði bæjarstjórnar með þeim hætti sem nánar er kveðið á um í samþykkt þessari, gildandi samþykkt um stjórn Sveitarfélagsins Ölfuss og eftir því sem lög mæla fyrir um.

 

  1. gr. Verksvið

Öldungaráðið skal vera bæjarstjórn, nefndum og ráðum Sveitarfélagsins Ölfuss til ráðgjafar um málefni og hagsmuni íbúa sveitarfélagsins sem eru 67 ára og eldri. Ráðið skal stuðla að hvers konar upplýsingagjöf og samstarfi Sveitarfélagsins Ölfuss við hagsmunasamtök hópsins, móta stefnu og gera tillögur til bæjarstjórnar sem varðar verksvið þess. Öldungaráð fjallar ekki um málefni einstaklinga. Ráðið er ekki framkvæmdaaðili.

 

  1. gr. Hlutverk og skipan

Í öldungaráði skulu sitja þrír fulltrúar kosnir af bæjarstjórn að loknum bæjarstjórnarkosningum og þrír til vara. Þrír fulltrúar skulu kosnir af Félagi eldri borgara í Ölfusi og þrír til vara. Fulltrúar félagsins þurfa ekki að vera félagsbundnir félaginu. Heilbrigðisstofnun Suðurlands tilnefnir einn fulltrúa. Bæjarstjórn tilnefnir formann ráðsins en öldungaráðið sjálft kýs sér varaformann og skiptir að öðru leyti með sér verkum. Kjörtímabil ráðsins er hið sama og bæjarstjórnar.

Við kosningu í ráðið skal gætt að kynjahlutföllum og aldursdreifingu.

Forstöðumaður Lífsgæðaseturs skal sitja fundi ráðsins og hefur málfrelsi og tillögurétt.

 

  1. gr. Verkstjórn og verkaskipting

Formaður öldungaráðs er í forsvari fyrir ráðið um stefnumótun og ákvarðanir þess eftir því sem við á og hefur, ásamt öðrum fulltrúum í ráðinu, eftirlit með framkvæmd mótaðrar stefnu í málaflokknum.

 

  1. gr. Boðun funda og fundarsköp

Öldungaráðið skal funda að minnsta kosti þrisvar á ári.

Formaður öldungaráðsins boðar til funda, ákveður dagskrá í samráði við aðra fulltrúa ráðsins og stýrir fundum þess. Á dagskrá skulu m.a. tekin mál sem fulltrúar í ráðinu hafa óskað eftir að tekin verði þar fyrir enda séu þau á verksviði ráðsins. Fundir skulu boðaðir með a.m.k. viku fyrirvara og skal dagskrá fylgja fundarboði. Rafræn boðun fundar og útsending fundargagna telst fullgild boðun.

Heimilt er að taka mál til meðferðar í ráðinu þótt ekki sé það tilgreint á útsendri dagskrá en skylt er þá að fresta afgreiðslu þess til næsta fundar sé þess óskað.

Um fundarsköp fer eftir samþykkt um stjórn Sveitarfélagsins Ölfuss eftir því sem við á.

Ráðið getur boðað til fundar einstaka starfsmenn Sveitarfélagsins Ölfuss sem og og aðra þá sem hún telur þörf á hverju sinni. Sviðsstjóri fjölskyldu- og fræðslusviðs og bæjarstjóri hafi seturétt á fundum ráðsins með málfrelsi og tillögurétt.

 

  1. gr. Fundaskipulag og ritun fundargerða

Öldungaráðsfundur skal að jafnaði haldinn fyrir luktum dyrum og er þá óheimilt að greina opinberlega frá ummælum sem fram koma hjá einstökum fundarmönnum.

Öldungaráðið skal halda gerðabók og senda eftirrit fundargerða til bæjarstjórnar jafnóðum. Um ritun fundargerða fer eftir verklagsreglum sveitarfélagsins.

 

  1. gr. Málsmeðferð

Við undirbúning mála og stjórnvaldsákvarðanir skal þess gætt að farið sé að stjórnsýslulögum og verklagsreglum um stjórnsýsluna.

Um hæfi kjörinna fulltrúa og starfsmanna vísast í samþykkt um stjórn Sveitarfélagsins .

 

Samþykkt í bæjarstjórn Sveitarfélagsins Ölfuss þann 27.apríl 2023.

X Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?