Sorphirða og endurvinnsla

Í Sveitarfélaginu Ölfusi eru þrjár flokkunartunnur við hvert heimili. Grá tunna sem er fyrir almennt sorp og í henni er brúnt hólf fyrir lífrænan úrgang, blá tunna fyrir pappír og græn tunna fyrir plast. Málmi, textíl og öðru því sem ekki á heima í þessum tunnum skal skila á gámasvæðið.

Sorphirða á almennu sorpi, lífrænum úrgangi, plasti og blátunnu fer fram þriðju hverja viku í Þorlákshöfn og í dreifbýli Ölfuss. Sjá nánar í sorphirðudagatali hér fyrir neðan.

Íbúum er skylt að hafa gott aðgengi að tunnum t.d. moka snjó frá tunnum þannig að auðvelt sé að losa þær.

Nánari upplýsingar gefur umhverfisstjóri  sími 483-3803 eða 899-0011

Sorphirðudagatal fyrir Ölfus 2023

Móttaka sorps fyrir  Þorlákshöfn og dreifbýli Ölfuss er staðsett við Norðurbakka 6-8
Sími: 483 3817
Opnunartími:
Mánudaga - föstudaga  frá kl. 13:00 - 18:00

Laugardaga frá kl. 12:00 - 16:00

Hægt er að skila flöskum og dósum gegn skilagjaldi á þriðjudögum milli kl. 18:00 og 19:00. Dósaskúrinn er staðsettur á Nesbraut gegnt útsýnisskífunni.

Sveitarfélagið Ölfus er ekki lengur með samning við Íslenska gámafélagið í Hrísmýri Selfossi.  Öllum er þó heimilt að fara með sorp þangað gegn gjaldi.

Vegna nýrra laga um úrgangsmál sem tóku gildi þann 1.janúar 2023 er áætlað að hefja gjaldtöku á gámasvæðinu í Þorlákshöfn í júlí 2023. Markmið þessara nýju laga snýst aðallega um að draga úr myndun úrgangs og stuðla að myndun endurvinnslusamfélags hér á landi.  Hugsunin er að þeir borga sem henda.  Nánari upplýsingar má t.d. finna á vef Umhverfisstofnunar  

Flokkunarleiðbeiningar
Íslenskar leiðbeiningar
English - paper
English - plastic
English - mixed waste
English  - organic house waste
Polski - Papier i tektura
Polski - Opakowania plastikowe
Polski - Odpady mieszane
Polski - Odpady organiczne z gospodarstw domowych

Til að fjarlægja bíla og annað járn hafið samband við Viðar hjá Viddavélum sími: 892-2407

X Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?