Sorphirða og endurvinnsla

Gámasvæðið í Þorlákshöfn 

Í Sveitarfélaginu Ölfusi eru þrjár flokkunartunnur við hvert heimili. Grá tunna sem er fyrir almennt sorp og í henni er brúnt hólf fyrir lífrænan úrgang, blá tunna fyrir pappír og græn tunna fyrir plast og málma.

Sorphirða á almennu sorpi og lífrænum úrgangi fer fram þriðju hverja viku á mánudögum  í Þorlákshöfn og þriðjudögum og miðvikudögum í dreifbýli Ölfuss.
Sorphirða á plasti og blátunnu fer fram þriðju hverja viku á mánudögum í Þorlákshöfn og þriðjudag og miðvikudag í dreifbýli Ölfuss.

Íbúum er skylt að hafa gott aðgengi að tunnum t.d. moka snjó frá tunnum þannig að auðvelt sé að losa þær.

Nánari upplýsingar gefur umhverfisstjóri  sími 483-3803 eða 899-0011

Sorphirðudagatal fyrir Ölfus 2020

Sorphirðudagatal fyrir Ölfus 2021

Móttaka sorps í Þorlákshöfn er staðsett við Hafnarskeið.
Sími: 483 3817
Opnunartími:
Mánudaga - fimmtudaga frá kl. 15:00 - 18:00
Föstudaga frá kl. 13:00 - 18:00 
Laugardaga frá kl. 12:00 - 16:00

Hægt er að skila flöskum og dósum gegn skilagjaldi á þriðjudögum milli kl. 18:00 og 19:00. Dósaskúrinn er staðsettur á Nesbraut gegnt útsýnisskífunni.

Móttaka sorps fyrir dreifbýli Ölfuss er hjá Íslenska Gámafélaginu Hrísmýri Selfossi eða í Þorlákshöfn. 
Íbúar geta valið um hvort þeir fari á Selfoss eða til Þorlákshafnar.
Opnunartími:
Alla virka daga frá kl. 13:00 - 18:00 og
Laugardaga frá kl. 13:00 - 16:00

Hægt er að nálgast gámamiða á Bæjarbókasafni Ölfuss sem er opið virka daga milli kl. 12:30 og 17:30. Hvert heimili fær 10 gámamiða á ári.

Gámasvæði - reglur um miðanotkun

Flokkunarleiðbeiningar
Íslenskar leiðbeiningar
English - paper
English - plastic
English - mixed waste
English  - organic house waste
Polski - Papier i tektura
Polski - Opakowania plastikowe
Polski - Odpady mieszane
Polski - Odpady organiczne z gospodarstw domowych

Til að fjarlægja bíla og annað járn hafið samband við Viðar hjá Viddavélum sími: 892-2407

X Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?