Sorphirða og endurvinnsla

Gámasvæðið í Þorlákshöfn 

Í Sveitarfélaginu Ölfusi eru þrjár flokkunartunnur við hvert heimili. Grá tunna sem er fyrir almennt sorp og í henni er brúnt hólf fyrir lífrænan úrgang, blá tunna fyrir pappír og græn tunna fyrir plast og málma.

Sorphirða á almennu sorpi og lífrænum úrgangi fer fram þriðju hverja viku á mánudögum  í Þorlákshöfn og þriðjudögum og miðvikudögum í dreifbýli Ölfuss.
Sorphirða á plasti og blátunnu fer fram þriðju hverja viku á mánudögum í Þorlákshöfn og þriðjudag og miðvikudag í dreifbýli Ölfuss.

Íbúum er skylt að hafa gott aðgengi að tunnum t.d. moka snjó frá tunnum þannig að auðvelt sé að losa þær.

Sorphirðudagatal fyrir Ölfus 2020

Sorphirðudagatal fyrir Ölfus 2021

Móttaka sorps í Þorlákshöfn er staðsett við Hafnarskeið.
Sími: 483 3817
Opnunartími:
Mánudaga - fimmtudaga frá kl. 15:00 - 18:00
Föstudaga frá kl. 13:00 - 18:00 
Laugardaga frá kl. 12:00 - 16:00

Hægt er að skila flöskum og dósum gegn skilagjaldi á þriðjudögum milli kl. 18:00 og 19:00. Dósaskúrinn er staðsettur á Nesbraut gegnt útsýnisskífunni.

Móttaka sorps fyrir dreifbýli Ölfuss er hjá Íslenska Gámafélaginu Hrísmýri Selfossi eða í Þorlákshöfn. 
Íbúar geta valið um hvort þeir fari á Selfoss eða til Þorlákshafnar.

Opnunartími:
Alla virka daga frá kl. 13:00 - 18:00 og
Laugardaga frá kl. 13:00 - 16:00

Hægt er að nálgast gámamiða á Bæjarbókasafni Ölfuss sem er opið virka daga milli kl. 12:30 og 17:30. Hvert heimili fær 10 gámamiða á ári.

Gámasvæði - reglur um miðanotkun

Flokkunarleiðbeiningar
Íslenskar leiðbeiningar
English - paper
English - plastic
English - mixed waste
English  - organic house waste
Polski - Papier i tektura
Polski - Opakowania plastikowe
Polski - Odpady mieszane
Polski - Odpady organiczne z gospodarstw domowych

Til að fjarlægja bíla og annað járn hafið samband við Viðar hjá Viddavélum sími: 892-2407

X Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?