Sorphirða og endurvinnsla

Sorphirða fer fram aðra hvora viku á mánudögum og þriðjudögum í Þorlákshöfn og þriðjudögum og miðvikudögum í dreifbýli Ölfuss.
Íbúum er skylt að hafa gott aðgengi að tunnu t.d. moka snjó frá tunnu þannig að auðvelt sé að losa hana.

Sorphirðudagatal Ölfuss 2017

Móttaka sorps í Þorlákshöfn er staðsett við Hafnarskeið.
Sími: 483 3817
Opnunartími: Mánudaga - fimmtudaga frá kl. 15:00 - 18:00, föstudaga frá kl. 13:00 - 18:00 og laugardaga frá kl. 13:00 - 16:00

Móttaka sorps fyrir dreifbýli Ölfuss er í Hveragerði að bláskógum 14.
Opnunartími: Alla virka daga frá kl. 16:00 - 18:00 og laugardaga frá kl. 12:00 - 16:00.
Íbúar í dreifbýli Ölfuss fá 12 gámamiða afhenta árlega svo hægt sé að losa sig við sorp án endurgjalds. Hægt er að nálgast miðana á bókasafninu í Hveragerði. Sjá fleiri upplýsingar hér.

Í Sveitarfélaginu Ölfus býðst íbúum að fá blátunnu. Blátunna er sorptunna svipuð þeirri sem nú þegar er við hvert heimili undir almennt sorp, nema að því leiti að hún er með bláu loki til aðgreininigar. Blátunna er ætluð undir pappírsúrgang eins og dagblöð, hvítan prentpappír, sléttan pappa t.d. fernur og morgunkornskassa.
Upplýsingar um blátunnuna

X Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?