Jósepsdalur

Jósepsdalur - K.Sig photographyJósepsdalur er dalverpi suðaustan undir Vífilsfelli á móts við Litlu Kaffistofuna. Jósepsdalur er undir Ólafsskarði en um það var gömul alfaraleið úr Ölfusi til Reykjavíkur. Samkvæmt munnmælum átti tröllkona að hafa búið þar í helli fyrr á öldum.

Þjóðsaga um Jósepsdal hermir að í dalnum hafi búið maður sá er Jósep hét og verið smiður mikill. Hafði hann svo óguðlegan munnsöfnuð, blót og formælingar að bærinn sökk. Út af þeirri sögu orti Grímur Thomsen kvæðið Jósepsdalur og lýsir hann dalnum svo:

Engin börn í berjaheiði
ber þar tína glöð og rjóð,
sjálf hjá dalnum sauðkind sneiðir,
svo er hann gjörsamlega í eyði,
aldrei þangað stökkur stóð.

Í Jósepsdal var skíðaskáli Ármanns og var dalurinn fjölsóttur á vetrum fyrri hluta
20. aldar en það hefur nú lagst af. Í dag er Jósepsdalurinn aðallega notaður sem leiksvæði fyrir torfæruhjól, klettaklifrara og göngufólk. Skemmtilegt er að ganga dalinn á enda og í dalnum er að finna marga steina í hlíðunum sem eru vinsælir til klettaklifurs. 

X Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?