Kjörskrá íbúakosningar

Hverjir mega kjósa?

Rétt til þátttöku í íbúakosningu hafa þeir sem mega kjósa í sveitarstjórnarkosningum, þ.e.:

a) Hver íslenskur, danskur, finnskur, sænskur eða norskur ríkisborgari sem náð hefur 18 ára aldri þegar kosning hefst og á skráð lögheimili í því sveitarfélagi sem íbúakosning fer fram,

b) Erlendur ríkisborgari, annar en greinir í a-lið, ef hann hefur átt skráð lögheimili hér á landi í þrjú ár samfellt fyrir lokadag atkvæðagreiðslu, enda fullnægi hann að öðru leyti skilyrðum a-liðar

 

KJÖRSKRÁ

Kjörskrá fyrir Sveitarfélagið Ölfus vegna íbúakosningar 18. maí- 1.júní 2024 liggur frammi á bæjarskrifstofu Ölfuss, Hafnarbergi 1, Þorlákshöfn, frá og með 3. maí 2024 til 31.maí 2024.

Opnunartími skrifstofu er frá kl.09:00-16:00 mánudaga - fimmtudag og frá kl. 9:00-13:00 á föstudögum.

Bent er á reglugerð nr. 922/2023 um íbúakosningar sveitarfélaga https://island.is/reglugerdir/nr/0922-2023 en þar er að finna hagnýtar upplýsingar um framkvæmd kosninganna. Kjósendur geta einnig kannað hvar þeir eru á kjörskrá á vefslóðinni Hvar á ég að kjósa? | Þjóðskrá (skra.is)

X Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?