
Tónlistarskóli Árnesinga er með aðalstöðvar á Selfossi, en Þorlákshafnardeild er í Grunnskólanum í Þorlákshöfn.
Deildarstjóri í Þorlákshöfn er Gestur Áskelsson
Sími: 480 3850
Vefsíða tónlistarskólans
Tónlistarskóli Árnesinga var stofnaður árið 1955 og hefur deild hans í Þorlákshöfn verið einn kennslustaða frá upphafi. Í byrjun var kennt á ýmsum stöðum í bænum, t.d. í Þorlákskirkju, Kiwanishúsinu og í þó nokkur ár voru aðalstöðvarnar í einbýlishúsi í Lýsubergi.
Árið 1996 fékk skólinn loks nokkur rými í grunnskólanum til notkunar og varð samband tónlistarskólans og grunnskólans miklu sterkara við það. Tónlist hafði alltaf verið mikilvægur þáttur í lífi í Þorlákshafnarbúa, en varð nú hluti af náminu í skólanum, m.a. vegna þess að nemendur fengu að fara í tónlistartíma á skólatíma. Það var óvenjulegt á þeim tíma nema í sveitaskólum þar sem nemendur mættu í skólabílum í skólann.
Skólastjóri: Helga Sighvatsdóttir
Aðstoðarskólastjóri: Jóhann I. Stefánsson
Deildarstjórar: Edit Anna Molnár, Gestur Áskelsson, Guðmundur Kristmundsson, Margrét S. Stefánsdóttir og Vignir Ólafsson
Ritari: Anna Jónsdóttir
Stjórn Tónlistarskóla Árnesinga skipa:
Kjartan Björnsson, formaður (Sveitarfélagið Árborg)
Sveinn Ingi Sveinbjörnsson, ritari (Bláskógabyggð)
Erla Sif Markúsdóttir, varaformaður(Sveitarfélagið Ölfus)