Kotströnd

KotströndKotströnd í Ölfusi er bær og kirkjustaður. Kirkjan á Kotströnd var reist sumarið 1909. Hún er byggð úr timbri, járnklædd og tekur um 200 manns í sæti. Kirkjuna teiknaði Rögnvaldur Ólafsson húsameistari en yfirsmiður var Samúel Jónsson faðir Guðjóns húsameistara.

Í kirkjunni er gömul altaristafla úr Reykjakirkju. Taflan sýnir Jesúm og lærisveinana Pétur, Jakob og Jóhannes. Myndin er eftirmynd eftir Heydech frá 1878. Í kirkjunni eru tvær gamlar klukkur önnur úr Arnarbæliskirkju frá 1644 hin leturlaus frá Reykjakirkju.

Kirkjugarðurinn á Kotströnd þjónar einnig Hveragerðissókn en Hvergerðirnar sóttu kirkju að Kotströnd uns þeir reistu sitt eigið guðshús.

Kirkjugarðinn markar á tvo vegu garður hlaðinn úr grjóti prýðilega vel gerður og skoðunarverður.

X Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?