Raufarhólshellir

Raufarhólshellir

Raufarhólshellir er lengsti hraunhellir á Íslandi utan Hallmundarhrauns og er staðsettur í Leitarhrauni við Þrengslaveg. Hellirinn, sem er 1360 metra langur myndaðist fyrir um 5200 árum í miklu hraungosi.  Á sumum stöðum er hann um 30 metra breiður og lofthæð 10 metrar sem gerir hann að einum víðáttumesta helli á Íslandi. Loftið á hellinum hefur fallið á þremur stöðum sem hleypir fallegri birtu inn í hann. Dropasteinar í hellinum eru nánast horfnir vegna ágangs almennings en áður fyrr var hall fullur af fallegum dropasteinsmyndunum. 

Vegna varðveislu er hellirinn einungis aðgengilegur með leiðsögn.

X Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?