Eldri skipulög í kynningu

Óveruleg deiliskipulagsbreyting fyrir Iðnaðarsvæði I2 Þorlákshafnar.

Skipulags-, bygginga- og umhverfisnefnd samþykkti á 102. fundi sínum 21.03.2019 að fjölga lóðum innan gildandi deiliskipulags á iðnaðarsvæði við Unubakka. Á 103. fundi staðfesti Skipulags-, bygginga- og umhverfisnefndin uppdrátt af svæðinu, 17.04.2019.

Deiliskipulagsbreytingin tekur til Iðnaðarsvæðis Þorlákshafnar frá 26.11.2009 og gildir um lóðir innan Unubakka. Meginmarkmið breytinga er að fjölga lóðum og bjóða fjölbreyttari stærðir fyrir léttan iðnað innan athafnarsvæðis.

Núverandi skipulagsskilmálar lóðar
Innan gildandi skipulags eru tilgreindir helstu skilmálar fyrir hverja lóð fyrir sig. Undir skilmálum vegna Unubakka 23 (13) koma fram breytingar sem gerðar eru frá núverandi ástandi við gildistöku skipulagsins. Heildarstæðr lóðar var 3.174 m2.

Lýsing breytinga á deiliskipulagi
Í breytingu skipulagsins felst að lóðinni verður skipt upp í tvær lóðir. Skilmálar fyrir lóð Unubakka 23 (13) verða að breytingu lokinni:

Unubakki 23 og 23a: 
Byggingarmagn hvorrar lóðarinnar verður: 795 m2
Stærð hvorrar lóðarinnar verður: 1.587 m2
Nýtingarhlutfall verður: 0,50
Vegghæð skal vera allt að: 8,5 metrar
Þakform: Mænis- eða einhallaþak, þakhalli 5-15°

Tengsl við aðalskipulag
Svæðið er skilgreint sem iðnaðarsvæði í aðalskipulagi Ölfus, engar breytingar eru gerðar á notkun lóða með deiliskipulagsbreytingunni og telst því skipulagið vera í samræmi við aðalskipulag.

Ofangreind breyting á deiliskipulagi telst óveruleg og skal málsmeðferð hagað í samræmi við 2.mgr.43.Skipulagslaga nr.123/2010.

Tillögur liggja frammi á bæjarskrifstofum Ölfuss, Hafnarbergi 1, 815 Þorlákshöfn frá 29.4.2019. Athugasemdafrestur fyrir breytingunni eru 4 vikur frá birtingu kynningar á vef sveitarfélagsins Ölfuss: www.olfus.is, frestur rennur út 27.5.2019.
Athugasemdir eða ábendingar skulu vera skriflegar og má skila á bæjarskrifstofur Ölfuss, Hafnarbergi 1, 815 Þorlákshöfn eða á með tölvupósti merkt „DSK Iðnaðarsvæði Þorlákshafnar“.
Þeir sem ekki gera athugasemdir við deiliskipulagið innan tilskilins frests teljast samþykkir því.

Uppdráttur af óverulegri breytingu.
Samþykkt deiliskipulag 2009.

 

Deiliskipulag tekur yfir hluta af jörðinni Fiskalón í Ölfusi fyrir fiskeldi.

Skipulagslýsing var kynnt opinberlega og tillagan send til lögboðinna aðila samkvæmt 2. mgr. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Bæjarstjórn Ölfuss hefur samþykkt að auglýsa tillögu að deiliskipulagi í samræmi við 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Um er að ræða þrjár lóðir, lóð A -Fiskalón L171701 sem liggur beggja vegna Þorlákshafnarvegar. Lóðin er 83.047 m2. Gert er ráð fyrir atvinnuhúsnæði innan byggingarreits fyrir fiskeldi auk kerja og tæknibúnaðar sem tengist starfseminni. Mesta hæð bygginga frá botnplötu má vera 12 m, hæðafjöldi má vera tvær hæðir. Þakhalli frá 1°til 15°. Nýtingarhlutfall allt a- 0,15. Heimilt er að setja allt að 2 m háa netgirðingu umhverfis athafnasvæðið. Aðkoma að lóðunum er frá Þorlákshafnarvegi.

Lóðir B, Fiskalón 3822 m2 og lóð C, Bakrangur 2500 m2, þar má byggja einbýlishús upp á tvær hæðir auk kjallara. Þakhalli frá 1°til 45°. Nýtingarhlutfall 0,25.

Framkvæmdin er háð leyfum samkvæmt skipulagslögum auk laga nr. 80/2012 nr. 71/2008, nr. 9/2009, og nr. 7/1998. Einnig reglugerðum nr. 1170/2015, nr. 798/1999 auk leiðbeiningarrits UST þar um nr. 3/2004.

Minjastofnun bendir á garða sem liggja utan skipulagssvæðis og skulu vera merktir inn á skipulagsuppdrátt. Heilbrigðiseftirlit Suðurlands hefur farið yfir skipulagslýsinguna og tillögu að deiliskipulaginu og gerir ekki athugasemdir við lýsinguna.

Vegagerðin samþykkir ekki krosstengingu á milli lóða sitt hvoru megin við Þorlákshafnarveg, en samþykkir að vegtenging á milli svæða ofan og neðan Þorlákshafnarvegar verði minnst 50 m.

Tillögur liggja frammi á bæjarskrifstofum Ölfuss, Hafnarbergi 1, 815 Þorlákshöfn frá 6. mars 2019 til 17. apríl 2019. Einnig er auglýsingin og tillögur á heimasíðu Ölfus, www.olfus.is. Athugasemdir eða ábendingar skulu vera skriflegar og berast í síðasta lagi 17. apríl 2019 annaðhvort á heimilisfangið Hafnarberg 1, 815 Þorlákshöfn.

Umsögn Minjastofnunar Íslands.

Deiliskipulagsuppdráttur fyrir Fiskalón, seiðaeldisstöð.

F. h. Sveitarfélagsins Ölfuss, Sigurður Ósmann Jónsson

 

Deiliskipulagstillaga fyrir Borgargerði í Ölfusi.

Bæjarstjórn Sveitarfélagsins Ölfuss samþykkti 31. janúar 2019 að auglýsinga tillögu að deiliskipulagi og umhverfisáhrifum fyrir land Borgargerðis í Ölfusi. Landið liggur austan við Hvammsveg nr. 374, samkvæmt 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010

Tillaga hefur áður verið kynnt.

Land Borgargerðis er um 5.4 ha.

Borgargerði, einn byggingarreitur fyrir íbúðarhús og bílgeymsla, 7240 m2, L186452.

Borgargerði 1, tveir byggingarreitir fyrir hesthús og íbúðahús, 9650 m2, L208949.

Borgargerði 2, ekkert mannvirki komið. Byggingareitir fyrir íbúðahús og útihús, 13810 m2, L208950.

Borgargerði 3, þrír byggingarreitir fyrir áhaldahús og gestahús, íbúðahús og útihús, 23667 m2, L208951.

Nýtingarhlutfall er í samræmi við ákvæði í aðalskipulagi eða 0,05 innan lóða og mesta mænishæð frá gólfplötu er 8 m.
Upphaflega er landið tekið úr jörðinni Akurgerði.

Deiliskipulagstillaga Borgargerði

 

Deiliskipulagstillaga fyrir námu í landi Hvamms í Ölfusi.

Bæjarstjórn Sveitarfélagsins Ölfuss samþykkti 31. janúar 2019 að auglýsinga tillögu að deiliskipulagi og umhverfisáhrifum fyrir námur í landi Hvamms í Ölfusi samkvæmt 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Álit Skipulagsstofnunar um mat á umhverfisáhrifum fyrir efnistöku í landi Hvamms liggur fyrir frá 15. október 2012. Gert er ráð fyrir tveimur efnistökusvæðum beggja vegna við Hvammsveg nr. 374 á uppgræddum melum og áætlað að vinna 600.000 m3 á 30 árum.
Svæðið neðan vegar er um 2 ha og þar gert ráð fyrir að taka um 100.000 m3.
Á svæðinu ofan vegar er ráðgert að taka um 500.000 m3.

Teikningar af námusvæðinu, álit Skipulagsstofnunar og matsgögnin eru sýnd á vefnum www.olfus.is á auglýsingartímanum sem deiliskipulagstillagna er í kynningu.
Deiliskipulagstillagan verður til sýnis á bæjarskrifstofum Ölfuss að Hafnarbergi 1, 815 Þorlákshöfn, frá og með 8. febrúar 2019 til og með 22. mars 2019, á skrifstofutíma.

Þeim sem telja sig eiga hagsmuna að gæta er hér með gefinn kostur á að gera skriflegar athugasemdir við deiliskipulagtillöguna.  Frestur til þess að skila þeim inn er til 22. mars 2019
Skila skal athugasemdum inn á bæjarskrifstofur Ölfuss, Hafnarbergi 1, 815 Þorlákshöfn.
Þeir sem ekki gera athugasemdir við deiliskipulagið innan tilskilins frests teljast samþykkir því.

F. h. Sveitarfélagsins Ölfuss,
Sigurður Ósmann Jónsson

Mat á umhverfisáhrifum í landi Hvamms.
Deiliskipulagstillaga fyrir Hvamm.
Greinargerð deiliskipulagstillögu.
Fornleifakönnun vegna tveggja náma í landi Hvamms.

Breytingar á aðalskipulagi Sveitarfélagsins Ölfuss 2010-2022.  

Skipulags- og matslýsing - aðskipulagsbreytingar

Þórustaðir II, stofnfuglabú. Umhverfisskýrsla fyrir breytingar á deiliskipulagi í samræmi við lög um umhverfismat áætlana nr. 105/2006.

Deiliskipulagið sýnir fyrirhugaða uppbyggingu.

Þórustaðir II deiliskipulag
Þórustaðir II umhverfisskýrsla
Þórustaðir II umsögn Heilbrigðiseftirlits Suðurlands

Tillaga að breytingu á Aðalskipulagi Ölfuss, 2010-2022. Vatnsverndarsvæði í suðurhlíðum Lambhagahnjúks.

Bæjarstjórn Ölfuss auglýsir hér með tillögu að breytingu á Aðalskipulagi Ölfuss 2010-2022 samkvæmt 1. mgr. 36. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Gerð er breyting í greinargerð og á sveitarfélagsuppdrætti. Bætt er inn nýju vatnsbóli og grannsvæði stækkað og bætt inn fjarsvæði. Um staðsetningu á nýja vatnsbólinu var unnið með ÍSOR að staðarvali og afmörkun á grannsvæðinu.

Breytingartillagan, greinargerð, umhverfisskýrsla og skýrsla frá ÍSOR verða til sýnis á bæjarskrifstofu Ölfuss, Hafnarbergi 1, 815 Þorlákshöfn frá 11. janúar 2019 til 22. febrúar 2019. 

Þeim sem telja sig eiga hagsmuni að gæta er hér með gefinn kostur á að gera athugasemdir við breytingartillöguna til og með föstudeginum 22. febrúar 2019. Skila skal inn skriflegum athugasemdum á bæjarskrifstofu Ölfuss, Hafnarbergi 1, 815 Þorlákshöfn eða á olfus@olfus.is.

Aðalskipulagsbreytingartillaga á vatnsverndarsvæði í suðurhlíðum Lambhagahnjúks.
Aðalskipulagsbreytingartillaga á vatnsverndarsvæði í suðurhlíðum Lambhagahnjúks - greinagerð.

 

Eldra skipulag sem var í kynningu til 28. janúar 2019.

Deiliskipulagstillaga fyrir Lambhaga í Ölfusi.

Bæjarstjórn Sveitarfélagsins Ölfuss samþykkti 29. nóvember 2018 að auglýsinga tillögu að deiliskipulagi og umhverfisáhrifum fyrir land Lambhaga Ölfusi, vestan við Hvammsveg nr. 374, samkvæmt 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010

Tillaga að uppbyggingu búsins var áður kynnt í dagblöðum og Lögbirtingablaðinu 24. júní til 22. júlí 2009.

Á jörðinni Lambhaga í Ölfusi er rekið alifuglabú. Fyrirhugað er endurnýjun á húsakosti búsins. Markmið með tillögunni að deiliskipulagi er að skilgreina byggingarreiti sem heimilar uppbyggingu að búi með allt að 39.000 fugla auk annarra bygginga. Innan byggingarreits B3 verður byggt allt að 600 m2 alifuglahús ásamt útgarði á þeim stað þar sem matshlutar 03,11 og 13 eru núna og það hús þá rifið. Vestan við hús sem er innan byggingarreitsins, matshluti 12, verða byggð þrjú ný eldishús. Mænishæð á hverju húsi frá gólfplötu er 7 m. Fóðursíló við hvert hús geta verið allt að 8 m á hæð. Vestast innan reitsins verður byggð allt að 300 m2 skemma með mænishæð allt að 7 m. Hámarks byggingarmagn innan reits B3 eru 3600 m2.

Innan byggingarreits B1 er gamalt íbúðarhús sem heimilt er að stækka í allt að 250 m2 og mænishæð allt að 6 m. Byggingarreitur er í 100 m fjarlæðg frá Hvammsvegi nr. 374.

Innan byggingarreits B2 er heimilt að byggja íbúðarhús með bílgeymslu, allt að 300 m2 með hámarks mænishæð 6 m. Minnsta fjarlægð frá eldishúsi að íbúðarhúsi á næstu jörð er um 242 m.

Deiliskipulagstillagan verður til sýnis á bæjarskrifstofum Ölfuss að Hafnarbergi 1, 815 Þorlákshöfn, frá og með 17. desember 2018 til og með 28. janúar 2019, á skrifstofutíma.

Þeim sem telja sig eiga hagsmuna að gæta er hér með gefinn kostur á að gera skriflegar athugasemdir við deiliskipulagtillöguna.  Frestur til þess að skila þeim inn er til 28. janúar 2019

Skila skal athugasemdum inn á bæjarskrifstofur Ölfuss, Hafnarbergi 1, 815 Þorlákshöfn.

Þeir sem ekki gera athugasemdir við deiliskipulagið innan tilskilins frests teljast samþykkir því.

F. h. Sveitarfélagsins Ölfuss, skipulags- og byggingarfulltrúi.

Deiliskipulagstillaga Lambhagi

 

Eldra skipulag sem var í kynningu til 30. júní 2018.

Breyting a Aðalskipulagi Ölfus 2010-2022 fyrir Árbæjarhverfið.

Hér með er auglýst tillaga að breytingu á gildandi aðalskipulagi fyrir Árbæjarhverfið samkvæmt 1. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 m.s.br. Bæjarstjórn samþykkti tillögu að aðalskipulagsbreytingunni þann 29. júní 2017.

  1. Skilgreindur er í aðalskipulagstillögunni fyrir Árbæjarhverfið nýr íbúðareitur, Í3 á jörðinni Árbær IV sem er í allt 78 ha.. Innan hans eru allt að 12 íbúðalóðir á syðsta hluta. Breytingin er í samræmi við þau markmið og leiðir sem koma fram í greinargerð í gildandi aðalskipulagi fyrir Árbæjarhverfið, kafla 5.2.1, íbúðasvæði. Gert er ráð fyrir láreistri byggð á 1-2 hæðum og lágu nýtingarhlutfalli. Um veitur þá er Árbæjarhverfið með sér vatnsveitu, sem einnig tekur á slökkvivatni og hitaveitu. Fráveitukerfið verði byggt upp í samráði við Heilbrigðiseftirlit Suðurlands.

Í umhverfisáhrifum þá skerðist landbúnaðarsvæði við þessa stækkun á íbúðasvæði en aftur á móti mun þéttbýliskjarninn styrkjast með þéttingunni.

  1. Jafnfram er auglýst deiliskipulag fyrir stækkunina skv. 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og umhverfisskýrsla skv. 7. gr. laga um umhverfismat áætlana nr. 105/2006.

Byggingar skulu standa innan byggingarreits. Innan lóða er heimilt að reisa íbúðarhús, bílgeymslu og gestahús. Lóðir eru númeraðar frá 1 upp í 13. Ein lóðin er fyrir hreinsimannvirki. Mænishæð er allt að 8,5 m yfir gólfplötu eða um 9 m frá jarðvegi. Í byggingarlýsingu er farið yfir skilmála varðandi uppbygginguna.

Árbær-IV-02_dlsk

Eldra skipulag sem var í kynningu til 24. nóvember 2017.

Deiliskipulag og greinargerð er varðar reitinn Í8 í aðalskipulagi.

Samkvæmt skipulagslögum, nr. 123/2010 hefur bæjarstjórn Ölfuss samþykkt 31. ágúst 2017 að auglýsa tillögu að deiliskipulagi fyrir reit innan Í8, íbúðasvæði við Hjarðarból samkvæmt 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Á hluta reitsins er staðfest deiliskipulag fyrir 8 íbúðahús.

Fyrir liggur tillaga að deiliskipulagi er sýnir 7 lóðir frá um 3509 til 5002 m2 til að byggja á íbúðahús. Innan svæðisins er heimilt að vera með allt að 15 íbúðahúsalóðir. Aðkoma að nýja svæðinu eru aðkomuleið að gildandi deiliskipulagi og um heimreiðina að Hjarðarbóli og Nautaflötum. Við afgreiðslu á deiliskipulaginu skal setja niður afmörkun fyrir sorp út við heimreiðina að Hjarðarbóli. Fyrir er afmörkun á stað fyrir sorp í gildandi deiliskipulagi sem lóð nr. 7 í kynntu deiliskipulagi skal nýta.

Rammi-Hjarðarból með loftmynd

Eldra skipulag sem var í kynningu til 3. nóvember 2017.

Skipulags- og matslýsing fyrir breytingu á Aðalskipulagi Ölfuss 2010-2022.

Hér er sett fram skipulags- og matslýsing fyrir breytingu á Aðalskipulagi Ölfuss 2010-2022 skv. 1. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Markmið skipulagsvinnunnar er að endurskoða skipulag á hafnar­svæð­inu vegna breyttra forsendna og þróunar á hafnarsvæðinu. Skoðuð verður framtíðaraðkoma að hafnarsvæðinu og fyrirkomulag vegakerfis á norðurhluta svæðisins. Einnig verður skoðuð tenging við Þorlákshafnarveg, breytingar á hafnarmannvirkjum og staðsetning frárennslis. Samhliða aðalskipulags­breytingunni er unnin breyting á gildandi deiliskipulagi fyrir svæðið þar sem m.a. verða skilgreindar nýjar lóðir.

Skipulags- og matslýsing fyrir hafnarsvæðið í Þorlákshöfn.

Deiliskipulag og greinargerð er varðar reitinn sem afmarkast af Vesturbakka, Skarfaskeri, Unubakka og Hraunbakka.
Samkvæmt skipulagslögum, nr. 123/2010 hefur bæjarstjórn Ölfuss samþykkt 31. ágúst 2017 að auglýsa tillögu að deiliskipulagi fyrir reitinn innan Vesturbakka, Skarfaskers, Unubakka og Hraunbakka samkvæmt 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Innan reitsins er m.a. móttöku- og flokkunarstöð sem kemur á lóðirnar Vesturbakka 6 og 8 og geymslusvæði fyrir sveitarfélagið á Unubakka 19.

Móttöku- og flokkunarstöð við Vesturbakka í Þorlákshöfn.

Eldra skipulag sem var í kynningu til 31. ágúst 2017.

Skipulagslýsing fyrir móttöku- og flokkunarstöð við Vesturbakka í Þorlákshöfn. Stöðin nær til lóðanna Vesturbakki nr. 6 og 8 og nr. 19 við Unubakka. Aðkoma að svæðinu er frá Vesturbakka og einnig frá Unubakka inn á lóðina nr. 19. Svæðið sem nota á er tæpur 1. ha að stærð. Í aðalskipulagi er gert ráð fyrir að leita leiða til að bæta fyrirkomulag söfnunar og förgunar úrgangsefna og draga úr urðun á sorpi. Markmið fyrir svæðið eru m.a.: Að tryggja góða þjónustu við íbúa og atvinnufyrirtækin í Þorlákshöfn á sviði flokkunar og förgunar hvers kyns úrgangs. Bestu fáanlegri tækni verði ávalt beitt til að auka endurvinnslu og draga úr mengun frá úrgangi. Lögð verður áhersla á að umgengni og ásýnd svæðisins verði ávallt til fyrirmyndar. Svæðið verður afgirt og vaktað með eftirlitsmyndavélum.

Móttöku- og flokkunarstöð við Vesturbakka í Þorlákshöfn

Eldra skipulag sem var í kynningu til 22. júní 2017

Skipulagslýsing fyrir móttöku- og flokkunarstöð við Vesturbakka í Þorlákshöfn. Stöðin nær til lóðanna Vesturbakki nr. 6 og 8 og nr. 19 við Unubakka. Aðkoma að svæðinu er frá Vesturbakka og einnig frá Unubakka inn á lóðina nr. 19. Svæðið sem nota á er tæpur 1. ha að stærð. Í aðalskipulagi er gert ráð fyrir að leita leiða til að bæta fyrirkomulag söfnunar og förgunar úrgangsefna og draga úr urðun á sorpi. Markmið fyrir svæðið eru m.a.: Að tryggja góða þjónustu við íbúa og atvinnufyrirtækin í Þorlákshöfn á sviði flokkunar og förgunar hvers kyns úrgangs. Bestu fáanlegri tækni verði ávalt beitt til að auka endurvinnslu og draga úr mengun frá úrgangi. Lögð verður áhersla á að umgengni og ásýnd svæðisins verði ávallt til fyrirmyndar. Svæðið verður afgirt og vaktað með eftirlitsmyndavélum.

Móttöku- og flokkunarstöð við Vesturbakka í Þorlákshöfn

Skipulagslýsing fyrir athafnasvæði Fiskalóns, fiskeldisstöðvar, í Ölfusi. Lýsingin nær yfir svæði sem merkt er I8 í aðalskipulagi og skilgreint fyrir fiskeldisstöð. Verið er að stækka þá starfsemi er þegar uppbyggð að Fiskalóni og verður hún beggja vegna við Þorlákshafnarveg og er heildarsvæðið um 9,3 ha og skiptist upp ó þrjár lóðir. Skipulagslýsingin tekur á byggingarmagni, hæð á húsum, nýtingarhlutfalli á lóðum og aðkomu að svæðinu frá Þorlákshafnarvegi. Seiðaeldisstöð hefur verið rekin á svæðinu um áratugaskeið. Með lýsingunni er verið að sýna hvernig hægt er að byggja svæðið upp og efla starfsemina.

Skipulagslýsing fyrir Fiskalón

Skipulagslýsing fyrir íbúðasvæði norðan við Norðurbygg í Þorlákshöfn. Svæðið er innan reits í aðalskipulagi sem nefndur er Í6. Gert er ráð fyrir blöndu af einbýli og rað- og parhúsum á einni hæð. Einnig nær svæðið til þjónustureits sem skilgreindur er V2 í aðalskipulagi. Markmiðið er að mynda fallega og heilstæða íbúðabyggð sem liggur vel í landi og myndar tengsl við núverandi byggð. Að bjóða uppá misstórar lóðir sem taka mið að þörfum bæjarbúa varðandi stærðir og húsagerðir. 

Deiliskipulag íbúðahverfis norðan við Norðurbyggð
Greinagerð deiliskipulags fyrir íbúðasvæði norðan við Norðurbyggð


Skipulagslýsing fyrir íbúðabyggð, Búðahverfið. Fyrir liggur skipulag fyrir svæðið sem samþykkt var 2001. Breytingar hafa verið gerðar á aðalskipulaginu sem minnkaði svæðið, en skipulagið gerði ráð fyrir 228 íbúðum innan svæðisins í einbýlis-, par- og raðhúsum. Uppbygging á svæðinu hefur gegnið hægt og var sú ákvörðun tekin að gera breytingar á nýtingu lóða fyrir par- og raðhús. Þeir byggingareitir sem eru innan lóða breytast ekki og ekki heldur nýtingarhlutfall fyrir lóðir. Heimilt verði að bæta við íbúð innan byggingarreits par- og raðhúsa til að geta boðið fjölbreyttar stærðir íbúða og mætt þörfum þeirra sem eru að kaupa sér íbúðir. 

Deiliskipulag Búðahverfis
Greinagerð deiliskipulags fyrir Búðahverfi

Eldra skipulag sem var í kynningu til 22. júní 2017.

Kynnt er skipulagslýsing fyrir hafnarsvæðið í Þorlákshöfn, breytingu á Aðalskipulagi Ölfuss, 2010-2022 skv. 1. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Einnig er lýsingin fyrir deiliskipulag sem unnið verður á grunni aðalskipulagsins samkvæmt 1. mgr. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Lýsingin tekur til endurskoðunar á skipulagi hafnarsvæðisins vegna breyttra forsenda og þróunar á hafnarsvæðinu. Skoðuð verður framtíðar aðkoma að hafnarsvæðinu og vegakerfisins innan norðurhluta svæðisins. Skoðuð verður tenging við Þorlákshafnarveg, breytingar á hafnarmannvirkjum, staðsetningu fráveitunnar frá bænum og uppbyggingu ferðaþjónustu innan svæðisins. Samhliða aðalskipulagsbreytingunni er unnið nýtt deiliskipulag fyrir svæðið með skilgreiningu á nýjum lóðum. 

Skipulagslýsing hafnarsvæðis

Eldra skipulag sem var í kynningu til 17. maí 2017

Rammaskipulagið tekur til breytinga á Aðalskipulagi Ölfuss, 2010-2022. Breytingin fellst í því að unnin verður rammahluti aðalskipulagsins fyrir eitt svæði innan Þorlákshafnar. Um er að ræða svæði sem kallar á ítarlega stefnu um framtíðarnotkun eða þróun svæðisins. Ramminn setur fram ákveðna uppbyggingarmöguleika. Svæðið afmarkast af Ölfusbraut í vestri, vegi að höfninni að norðan og Egilsbraut að sunnan. Svæðið nær yfir íbúðabyggð, óbyggt athafna-, verslunar- og þjónustusvæði. Miðsvæði og opin svæði. Syðst á milli Reykjabrautar og Egilsbrautar er elsti hluti bæjarins, að mestu byggður frá 1950-1969. Við Selvogsbraut standa raðhús frá árunum 1973-2003. Íbúðarhverfið á milli Skálholtsbrautar og Hjallabrautar er byggt á árunum 1963-1972. Innan svæðisins er að auki miðsvæði Þorlákshafnar og stór óbyggt verslunar- og þjónustusvæði sem og athafnasvæði. Viðfangsefni og markmið með rammaskipulaginu er að skilgreinda forsendur fyrir deiliskipulagsvinnu og þessi þrjú megin viðfangsefni; byggð, íbúasvæði og athafnasvæði. Einnig samgöngur, gangandi-, hjólandi- og akandi umferð, opin svæði, græn svæði, gróðurbelti, garðar o.s. frv. Svæðinu er skipt upp í A, B, C og D og sérstaklega fjallað um hvert svæði fyrir sig. 

 Rammaskipulag - lýsing

Til kynningar er lýsing fyrir deiliskipulag á svæði fyrir móttöku á úrgangi frá heimilum og fyrirtækjum við Vesturbakka. Fyrir liggur samþykkt að kynna lýsingu fyrir deiliskipulag fyrir lóðina Vesturbakka 6 og 8 og Unubakka 19 sem móttökusvæðið verður innan. Svæðið verður girt af og innan þess aðeins móttaka ekki uppsöfnun á hlutum til förgunar. 

 Móttökusvæði - lýsing

Grenndarkynning. Í aðalskipulagi er gert ráð fyrir fjölbýlishúsum á lóðirnar Sambyggð 14 og Sambyggð 14b.  Skipulagið gerðir ráð fyrir að allt að 10 íbúðir geti verið í hvoru húsi og húsin tvær hæðir eins og Sambyggð 16. Kynning fór fram á fjölbýlishúsalóðum við Sambyggð þegar miðbæjarskipulagið var í kynningu. Verið er að úthluta þessum lóðum núna.

 Lóðir fyrir fjölbýlishús - Sambyggð 14 og 14a
DI1707_PI_tillaga.pdf

Gerð er óveruleg breyting á deiliskipulagi fyrir Búðahverfi. Breytingin nær yfir par- og raðhúsalóðir. Heimilt verði að vera með þrjár íbúðir innan byggingarreits þar sem eru parhús og síðan að bæta við einni íbúð við raðhúsin, þannig að þriggja íbúða raðhús geti verið með fjórar íbúðir og þannig viðbót við fjögurra- og fimmíbúða raðhús. Þetta gert svo hægt sé að bjóða minni íbúðir bæði með og án bílgeymslu.

 Breyting á deiliskipulagi í Búðahverfi

Hafnarsvæðið, lýsing fyrir deiliskipulag. Tvær tillögur, tilaga E og F eru til umræðu um breytingu á hafnarsvæðinu.

Hafnarsvæði - lýsing á deiliskipulagi
Hafnarsvæði - tillaga E
Hafnarsvæði - tillaga F

X Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?