Í Þorlákshöfn hefur verið mikil áhersla á barnvæn svæði í öllum hverfum og má finna fjölbreytt leiksvæði fyrir allan aldur. Einnig er fjöldinn allur af grænum svæðum fyrir frjálsan leik.
Leikvelli má finna:
- í Pálsbúð
- í Eyjahrauni: aparóla, rólur, vegasalt, há rennibraut, klifurgrind, körfuboltakarfa, fótboltavöllur

- við Setberg: rólur, vegasalt, lítil rennibraut, þrautabraut, fótboltamark

- við Oddabraut
- Leiksvæði við Grunnskólann í Þorlákshöfn, Egilsbraut: rólur, klifurbraut, kastali, körfuboltavöllur, hjólabrettasvæði.

- Leiksvæði við Leikskólann Bergheima, Hafnarbergi (þegar leikskólinn er lokaður)

- Leiksvæði við Leikskólann Hraunheima, Bárugötu (þegar leikskólinn er lokaður)

- Leiksvæði við Ráðhúsið: ærslabelgur, körfuboltavöllur og leiktæki fyrir þau yngstu.


- Ævintýralandið í Sundlaug Þorlákshafnar
Innilaug með leiktækjum fyrir þau yngstu og glæsilegar rennibrautir á útisvæði fyrir ofurhuga.
