Þjónusta fyrir aldraða

Íbúðir aldraðra
Starfsemi sem rekin er út frá Egilsbraut 9.
Heimaþjónusta - dagdvöl aldraðra - félagsstarf aldraðra.

Félagsþjónusta fyrir aldraða og öryrkja.  Hvað er félagsleg þjónusta?  Sú þjónusta byggir á hjálp til sjálfsbjargar.  Markmiðið er að styrkja og örva einstaklinga svo þeir geti búið við eðlilegt heimilislíf eins lengi og hægt er.

Heimaþjónusta
Starfsmenn í heimaþjónustu annast almenn heimilisstörf svo og innkaup og annað sem mætir persónulegum þörfum einstaklingsins eins og félagslegan stuðning.  Hvatning til samveru inni og úti er mikilvægur þáttur í starfsemi.  Eins er reynt að meta hvaða aðstoð einstaklingurinn þarf hverju sinni.

Dagvist aldraða
Rekin er dagdvöl aldraðra  á Egilsbraut 9.  Dagdvöl er stuðningsúrræði fyrir þá sem búa í heimahúsum og þurfa aðhlynningu yfir daginn.

Markmiðið er að rjúfa félagslega einangrun þeirra og stuðla að því að þeir geti búið lengur heima.

Hver einstaklingur fær hvatningu og hreyfingu eftir getu hvers og eins.

Dagdvölin er opin frá kl. 08:00 - 16:00 alla virka daga.

Eldhús er rekið á dagdvöl, morgunmatur, hádegismatur og síðdegiskaffi.

Eins er hægt að fá heimsendan mat frá dagdvöl.

Upplýsingar um félagslega þjónustu er hjá forstöðumanni Ásrúnu Jónsdóttur sími 483-3614.

 

 

 

X Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?