Þjónusta fyrir aldraða

Yfirlitsmynd ÞorlákshöfnÞjónusta fyrir aldraða

Einstaklingur sem er 67 ára eða eldri skilgreinist sem eldri borgari. Eldra fólk hefur misjafnar þarfir og þurfa ólíkan stuðning og þjónustu. Markið Velferðarþjónustu Ölfuss er að einstaklingur geti búið á sínu eigin heimili eins lengi kostur er.

Eldri borgarar geta sótt sér ráðgjöf hjá Velferðarþjónustu Ölfuss. Félagsleg ráðgjöf er meðal lögbundinna verkefna sveitarfélaga. Allir sem orðnir eru 18 ára og eiga lögheimili í Ölfusi geta leitað ráðgjafar sér að kostnaðarlausu með því að snúa sér til velferðarþjónustu sveitarfélagsins. 

Starfsfólk í Velferðarþjónustu Ölfuss er bundið þagnarskyldu um málefni einstaklinga sem þangað leita. Undantekningu frá þagnarskyldu má einungis gera samkvæmt lagaboði, svo sem ef barni er hætta búin. 

Beiðni um ráðgjöf og viðtal berist í síma 480 3800 eða á netfangið velferd@olfus.is 

Stuðningsþjónusta

Í Sveitarfélaginu Ölfusi er veitt fjölbreytt stuðningsþjónusta fyrir aldraða, bæði inni á heimilum og utan þeirra. Markmið stuðningsþjónustunnar er að efla einstaklinga til sjálfshjálpar og gera þeim kleift að búa sem lengst á eigin heimili við sem eðlilegastar aðstæður. Þjónustan miðar að því að fólk geti búið í sjálfstæðri búsetu sem lengst.  Reglur um stuðningsþjónustu hjá Sveitarfélaginu Ölfusi

Stuðningsþjónustan er veitt frá íbúðakjarna að Egilsbraut 9, íbúðum aldraðra. Í boði er aðstoð við heimilisþrif, félagslegur stuðningur og hvatning í formi innlits, innlit um kvöld og helgar og aðstoð við innkaup. Þar er rekið mötuneyti og hægt er að fá heimsendan mat.

Mötuneytið, Egilsbraut 9

Opið er í hádeginu alla virka daga og um helgar frá kl. 11:30 – 13:00.
Lokað er á stórhátíðardögum.
Við viljum leggja okkar að mörkum til draga úr matarsóun og óskum eftir að þjónustuþegar skrái sig fyrirfram ef óskað er eftir að koma í mat.

Heimsendur matur er ætlaður þeim sem af heilsufarsástæðum geta hvorki annast matseld sjálfir né komist ferða sinna hjálparlaust. 

Dagdvöl fyrir aldraða

Dagdvölin Von er rekin að Egilsbraut 9. Dagdvölin er stuðningsúrræði fyrir einstaklinga sem búa í heimahúsum og þurfa aðstoð og aðhlynningu yfir daginn. Markmið dagdvalar er að þeir sem þangað koma geti búið lengur heima og jafnframt að rjúfa félagslega einangrun. Þjónustan er einstaklingsmiðuð og tekur tillit til þarfa hvers og eins. Dagdvölin er opin frá kl. 08:30-15:00 alla virka daga.

Umsókn um dagdvöl

Virkni og vellíðan

Sveitarfélagið Ölfus býður eldra fólki uppá gjaldfrjálsa líkamsþjálfun í samstarfi við Færni sjúkraþjálfun

  • Líkamsþjálfun: Mán kl.10:00 og fim kl. 9:30 | 9unni | Hjörtur S. Ragnarsson sjúkraþjálfari, hjortur@faerni.is 
  • Líkamsþjálfun: Þri og fös | kl.10:00 | Íþróttahús | Hjörtur Ragnarsson sjúkraþjálfari
  • Sund: Gjaldfrjáls aðgangur allt árið | Sundlaugin í Þorlákshöfn, Hafnarberg 41

Þjónusta í boði hjá einkaaðilum gegn gjaldi:

  • Færni sjúkraþjálfun: opin alla virka daga | Íþróttamiðstöð | Hjörtur S. Ragnarsson sjúkraþjálfari, hjortur@faerni.is , sími 696 3546.
  • Slitgigtarskólinn: Þri og fim | kl.10-11 | Íþróttahús | thorfridur8787@gmail.com 

  • Einkaþjálfun /spinning /þrektímar: Í Ræktinni í íþróttamiðstöð Þorlákshafna| Nánari upplýsingar s. 4803890

  • Vatnsleifimi: Sundlaugin í Þorlákshöfn | umsjón: Ester Hjartardóttir s. 6974400

  • Hatha jóga: Jógahornið| umsjón: Sóley Einarsdóttir s. 8623422

  • Golfnámskeið á sumrin: | umsjón: Ingvar Jónsson PGA golfkennari s. 8999820

     

  • Fótaaðgerðarfræðingur kemur aðra hvora viku á Egilsbraut 9 og getur fólk bókað tíma í síma 483 3614.

 

Félagsstarf aldraðra

Virk þátttaka í félagsstarfi lífgar upp á daginn og getur stuðlað að betri andlegri, líkamlegri og félagslegri heilsu. Félagsstarfið er skipulagt af Félagi eldri borgara í Ölfusi í samvinnu við forstöðumann. Starfið fer að miklu leyti fram á Egilsbraut 9.

Sjá stundaskrá fyrir veturinn 2024-2025

Snjómokstursþjónusta fyrir aldraða

Mokstursþjónusta fyrir eldri borgara og öryrkja er við sérstakar aðstæður framkvæmdar samkvæmt umsókn til félagsþjónustunnar.

Sjá nánari upplýsingar um rafræna umsókn hér

Þessari þjónustu verður ekki sinnt fyrr en að forgangi 1 og 2 er lokið eða samkvæmt ákvörðun verkstjóra. 

Garðaþjónusta fyrir aldraða/öryrkja

Sveitarfélagið Ölfus niðurgreiðir garðslátt/garðaþjónustu til eldri borgara og örorkulífeyrisþega með
lögheimili í Sveitarfélaginu Ölfusi yfir sumarmánuðina.
Markmiðið er að koma til móts við ellilífeyris- og örorkulífeyrisþega sem eru með 75% örorku og geta
ekki hjálparalaust hirt lóðir sínar og nefnast því þjónustuþegar.

Sjá nánari upplýsingar um reglur 

Umsókn má finna í íbúagátt

Heilbrigðisþjónusta

Heilsugæslustöðin í Þorlákshöfn
Selvogsbraut 24 - 815 Þorlákshöfn
sími: 432-2440
Heilsugæslustöðin er opin virka daga frá kl. 8-16:00
Skráning í símatíma heimilislæknis og hjúkrunarfræðings.

Sjá nánari upplýsingar hér

Heimahjúkrun frá HSU

Beiðni um heimahjúkrun og heimaþjónustu getur komið frá sjúklingi sjálfum, aðstandendum, sjúkrahúsum eða öðrum stofnunum. Hjúkrunarfræðingar ásamt fagaðila frá félagsþjónustu aldraðra meta þörf einstaklings fyrir heimahjúkrun. Heimahjúkrun er fyrir þá sem búa heima og þurfa reglulega þjónustu, til dæmis vegna sjúkdóma eða í kjölfar veikinda og slysa. Sjá nánari upplýsingar hér

Færni og heilsumat

Matið er faglegt, einstaklingsbundið mat á þörfum einstaklinga fyrir varanlega búsetu á hjúkrunar- og dvalarheimilum. Um er að ræða staðlað mat ásamt skilgreindum upplýsingum frá heilbrigðis- og félagsþjónustu og svæðisskrifstofu málefna fatlaðra auk læknabréfa frá læknum viðkomandi eftir því sem við á. Sjá nánari upplýsingar hér 

Tannlæknaþjónusta í Þorlákhöfn og nágrenni

Sjá upplýsingar um tannlæknaþjónustu

Félagslegar leiguíbúðir fyrir eldri borgara

Með leiguíbúð aldraðra er átt við félagslegt leiguhúsnæði sem sérstaklega er ætlað öldruðum. Í Ölfusi eru leiguíbúðirnar á Níunni, Egilsbraut 9.
Leiguíbúðir aldraðra eru ætlaðar þeim sem þurfa aðstoð og stuðning til að geta búið á eigin heimili, sbr. 1. gr. laga nr. 125/1999, um málefni aldraðra. Um leiguíbúð aldraðra er fjallað í IV. kafla í reglum um félagslegt húsnæði, sjá hér. Í fylgiskjali 3, bls. 18, í reglunum má finna matsviðmið sem Fagteymi húsnæðismála tekur mið af þegar umsóknir eru metnar. 

Umsókn má finna hér.

 

 

Upplýsingar um þjónustu fyrir aldraða má nálgast í síma 483 3614 eða í tölvupósti á netfangið kolbrun@olfus.is 

X Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?