Sumarnámskeið

Boðið er upp á fjölbreytt og skemmtileg námskeið á sumrin og finna vonandi allir eitthvað við sitt hæfi.

Það verður fjör í sumar !

Sumarnámskeið 2024

Nokkur námskeið til viðbótar eru í undirbúningi og verða kynnt þegar þau verða tilbúin.

Njótum sumarsins, verum örugg og leikum saman

Mikilvægt er að allir taki höndum saman og hugi að öryggismálum í sumarleikjum. Trampolín eru nokkuð algeng í görðum og er brýnt að foreldrar ítreki fyrir börnum að sýna aðgát og að öryggisnet séu uppsett. Munum líka eftir hjálmunum í sumar, hvort sem við erum á hjóli, hestbaki, línuskautum eða brettum.

Góðar samverustundir fjölskyldunnar búa til góðar minningar

Reynslan hefur sýnt að foreldrar sem taka virkan þátt í lífi barna sinna eru besta forvörnin. Samvera foreldra og barna er afar mikilvæg og gefast mörg tækifæri til slíkra stunda á sumrin. 

X Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?