Frisbígolf

Frisbígolf

Við hlið Þorláksvallar er níu holu frisbígolfvöllur sem tekin var í notkun sumarið 2018.  Hægt er að fá lánaða frisbígolfdiska og fá allar nánari upplýsingar í Íþróttamiðstöðinni.

Folf er spilað líkt og hefðbundið golf nema með frisbídiskum.

Leikreglur eru mjög einfaldar.  Talin eru köstin sem tekur að koma disknum í körfuna og takmarkið er að fara allar brautir í sem fæstum köstum.  Fyrsta kast er tekið af merktum teig og er það næsta tekið þar sem diskurinn liggur og þarf sá fótur sem er nær körfu að vera þar sem diskurinn lá.

Skipta má um diska á milli kasta.  Sá spilari sem lengst er frá körfu tekur fyrsta kast.  Tillitsemi er stór hluti af leiknum.  Sanngjarnt er að mótspilari þinn fái að kasta án truflunar, það sama myndir þú vilja.

Ekki kasta fyrr en þú ert viss um að flug disksins og lending hans trufli ekki hina spilarana eða fólk sem er á svæðinu.

Góða skemmtun.

X Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?