Dýrahald

Í 11. grein reglugerðar um velferð gæludýra stendur:

Merking og skráning.

Umráðamanni hunda, katta og kanína er skylt að auðkenna öll dýr innan 12 vikna aldurs með einstaklingsörmerki skv. alþjóðlegum ISO-staðli. Samtímis skal örmerkjanúmerið skráð í miðlægan gagnagrunn sem er samþykktur eða rekinn af Matvælastofnun. Umráðamanni ber að tryggja að upplýsingarnar séu réttar á hverjum tíma. Umráðamaður ber allan kostnað af merkingu og skrán­ingu dýra sinna.

Hundar og kettir sem fara út skulu frá fjögurra mánaða aldri bera hálsól með merki þar sem fram koma eigendaupplýsingar svo sem nafn og símanúmer umráðamanns.

Hundar
Hundahald er bannað í Sveitarfélaginu Ölfusi að undanteknum þarfahundum á lögbýlum og sérþjálfuðum leiðsögu- eða hjálparhundum sem þeir einstaklingar þurfa á að halda sem eru blindir eða fatlaðir á annan máta Sveitarstjórn Ölfuss er heimilt að veita einstaklingum búsettum í sveitarfélaginu undanþágu til hundahalds að uppfylltum skilyrðum í samþykkt þessari. Óheimilt er að veita undanþágu til hundahalds í fjölbýlishúsum nema fylgt sé ákvæðum 33. gr. a - 33. gr. c í lögum nr. 26/1994, um fjöleignarhús, sbr. lög nr. 40/2011

Umsókn um leyfi til hundahalds(íbúagátt)
Samþykkt um hundahald frá 2011

Hundagerði er staðsett fyrir norðan Ísnet í áttina að golfvellinum.    Kort
Hægt er að kaupa lífræna hundapoka á bæjarskrifstofum Ölfuss, 50 stk eru á 500 kr.

Kettir
Kattahald er bannað í þéttbýlisstöðunum (skilgreining á þéttbýli samkv. 1. kafla 1.3 skipulagsreglugerðar nr. 400/1998) í Sveitarfélaginu Ölfusi.
Bæjarstjórn er heimilt að veita lögráða einstaklingum, sem búa í sveitarfélaginu undanþágu frá og leyfi til kattahalds. Leyfið er bundið við nafn og heimilisfang einstaklings og óheimilt er að framselja það. Leyfið er einnig bundið við þann kött sem sótt er um heimild fyrir hverju sinni. Samþykkt þessi hefur það að markmiði að stuðla að því að umráðamenn katta fari vel með ketti sína, sjái til þess að þeir lendi ekki á flækingi, valdi ekki nágrönnum óþægindum eða tjóni og til verndar fuglalífi í sveitarfélaginu.

Umsókn um leyfi til kattahalds(íbúagátt)
Samþykkt um kattahald

Sími dýraeftirlitsmanns er: 898-2807 

X Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?