Öryggisúttekt

Þegar mannvirki er tekið í notkun skal gerð úttekt á öryggi þess og hollustuháttum. Óheimilt er að flytja inn í mannvirki eða taka það í notkun nema það uppfylli öryggis- og hollustukröfur og öryggisúttekt hafi farið fram. Unnt er að beita þvingunarúrræðum (t.d. stöðvun framkvæmda eða notkunar, lokun eða álagningu dagsekta) ef vanrækt er að láta öryggisúttekt fara fram. Í 3.8. kafla byggingarreglugerðar eru ítarleg ákvæði um hvaða gögnum þarf að skila vegna öryggisúttektar. 

Hér má finna ýmsar leiðbeiningar Mannvirkjastofnunar vegna byggingarreglugerðar og eldvarna í byggingum.

Hverjir geta óskað eftir öryggisúttekt?
Byggingarstjóri fyrir hönd eiganda mannvirkis og eftir atvikum eigandi þess geta óskað eftir henni.

Framkvæmd úttektar
Byggingarfulltrúi í samráði við beiðenda ákveður úttektartíma. Viðstaddir úttektina, auk byggingarfulltrúa og fulltrúa slökkviliðs, skulu vera byggingarstjóri og þeir iðnmeistarar og hönnuðir sem þess óska eða byggingarstjóri eða byggingarfulltrúi hafa boðað. Byggingarstjóri skal jafnframt leggja fram frumrit eða afrit samþykktra uppdrátta sem nota skal við úttektina.

Vottorð um öryggisúttekt
Fullnægi bygging þeim öryggiskröfum sem gerðar eru gefur byggingarfulltrúi út vottorð sem hann afhendir byggingarstjóra eða eiganda. Niðurstöðu úttektar skráir byggingarfulltrúi í málakerfi sitt.

Hér má finna umsóknar- og eyðublöð skipulags- og byggingarsviðs

X Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?