Jarðskjálftar

Jarðskjálftar

Viðbrögð við jarðskjálfta

Fólk sem er innandyra þegar jarðskjálftar verða á að:

 • Fara í opnar dyr eða út í horn burðarveggja og standa þar
 • Forðast háreist húsgögn
 • Gæta að börnum og sýna stillingu
 • Forðast vanhugsaðar aðgerðir

Fólk sem er utandyra þegar jarðskjálftar verða á að:

 • Forðast háar byggingar, raflínur og grjóthrun úr hlíðum fjalla
 • Leita stystu leiða á opin svæði
 • Þeir sem eru í bifreið skulu stöðva hana á svæðum án hrunhættu
 • Sofa ekki undir óstyrktum hlöðnum milliveggjum

Hafa ávallt á vísum stað eftirfarandi hluti:

 • Slökkvitæki
 • Rafhlöðuljós og ferðaviðtæki með auka rafhlöðum
 • Sjúkrakassa og helstu verkfæri, s.s. hamar, sög, tangir, skrúfjárn, skóflu og kúbein

Varnir vegna jarðskjálfta

 • Festa vel stór og þung húsgögn við burðarveggi
 • Festa stórar ljósakrónur í lokaðri lykkju
 • Hafa þyngstu hlutina neðst í hillum
 • Geyma eldfim efni í traustum lokuðum ílátum

Ef vá ber að höndum og hættuástand ríkir verða leiðbeiningar um æskileg viðbrögð almennings gefnar um útvarp og sjónvarp ef kostur er. 

Munum að við búum í landi náttúruhamfara. Sýnum fyllstu aðgætni og fyrirhyggju í samskiptum okkar við náttúruöflin.

Nánari upplýsingar um almannavarnir, viðbrögð og rannsóknir

Almannavarnadeild Ríkislögreglustjórinn
Rauðakross Íslands
Rannsóknamiðstöðin í jarðskjálftaverkfræði

X Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?