Galleríið undir stiganum

Í Bæjarbókasafni Ölfuss er að finna, Galleríið undir stiganum, notalegt sýningarrými þar sem list og handverk fá að njóta sín. Galleríið hýsir fjölbreyttar sýningar allt árið – málverk, ljósmyndir, hönnun og skapandi verkefni. Hér fá heimamenn og listafólk af Suðurlandi tækifæri til að kynna verk sín og skapa lifandi menningarumhverfi.

Markmið gallerísins er að vera opinn og aðgengilegur vettvangur fyrir skapandi starfsemi, þar sem gestir upplifa nýjar hugmyndir í hlýlegu umhverfi bókasafnsins.

Komdu og njóttu listarinnar – það er alltaf eitthvað nýtt undir stiganum

X Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?