Frístundastyrkur

Breytingar hafa orðið á þeim slóðum sem notast þarf við við að sækja um frístundastyrk. Í stað olfus.felog.is eru komnar þrjár nýjar slóðir.

Þór Þorlákshöfn er með sportabler.com/shop/umfthor þessi slóð á þá við um allar deildir umf. Þórs

Knattspyrnufélagið Ægir er með www.sportabler.com/shop/kfaegir þessi slóð er fyrir Knattspyrnufélagið Ægir

Ölfus er með www.sportabler.com/shop/olfus þessi slóð er fyrir styrktarþjálfun og Reiðskólann á Bjarnastöðum.

Ef iðkandi með lögheimili í Sveitarfélaginu Ölfusi stundar íþrótt sína í félögum utan sveitarfélagsins t.d. Hveragerði, Selfossi, Reykjavík eða á öðrum sveitarfélögum þá þarf að fara inn á heimasíðu viðkomandi félags sem iðkandinn æfir í og skrá sig þar til að getað nýtt frístundastyrkinn.

 

Nánari upplýsingar er hægt að nálgast hjá viðkomandi félagi/deild.

X Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?