|  | |  | 
| | 1. 2010010 - Gjaldskrár Sveitarfélagsins Ölfuss 2021 |  |
 | Bæjarstjórn samþykkir gjaldskrár vegna ársins 2021. |  |  |  |  | 
 | 
| | 2. 2007002 - Fjárhags- og framkvæmdaáætlun Sveitarfélagsins Ölfuss 2021-2024. |  |
 | Bæjarstjórn samþykkir fjárhagsáætlun fyrir árin 2021 til 2024. |  |  |  |  | 
 | 
| | 3. 2004041 - Lántökur 2020 |  |
 | Bæjarstjórn Sveitarfélagsins Ölfuss samþykkir hér með á bæjarstjórnarfundi sínum þann 15. desember 2020 að taka lán hjá Lánasjóði sveitarfélaga að höfuðstól allt að kr. 73.000.000 með lokagjalddaga árið 2034 í samræmi við fyrirliggjandi lánsumsókn hjá sjóðnum. Bæjarstjórn samþykkir að til tryggingar láninu (höfuðstól, uppgreiðslugjaldi auk vaxta dráttarvaxta og kostnaðar) standa tekjur sveitarfélagsins sbr. heimild í 2. mgr. 68. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011 nánar tiltekið útsvarstekjum sínum og framlögum til sveitarfélagsins úr Jöfnunarsjóði sveitarfélaga.
 Er lánið tekið til fjármögnunar á vatnsveitum sveitarfélagsins sem felur í sér að vera verkefni sem hefur almenna efnahagslega þýðingu sbr. 3. gr. laga um stofnun opinbers hlutafélags um Lánasjóð sveitarfélaga nr. 150/2006.
 
 Jafnframt er Elliða Vignissyni kt.280469-5649 veitt fullt og ótakmarkað umboð til þess f.h. Sveitarfélagsins Ölfuss að undirrita lánssamning við Lánasjóð sveitarfélaga sbr. framangreint sem og til þess að móttaka, undirrita og gefa út og afhenda hvers kyns skjöl, fyrirmæli og tilkynningar sem tengjast lántöku þessari þ.m.t. beiðni um útborgun láns.
 
 |  |  |  |  | 
 | 
| | 4. 2012019 - Ósk um óbindandi álitsgjöf á mögulegum efnatökusvæðum |  |
 | Bæjarstjórn þakkar erindið og lýsir sig jákvæða í garð fyrirhugaðra framkvæmda að gefnum fyrirvara um umhverfisleg áhrif. 
 Bæjarstjórn leggur áherslu á að við kostamat sé fyrst og fremst horft til áframhaldandi nýtingar á þeim svæðum sem þegar hafa verið nýtt til vinnslu jarðefna þó ekki sé á þessu stigi talið rétt að útiloka neinn af þeim kostum sem nefndir eru.
 
 
 |  |  |  |  | 
 | 
| | 5. 2002040 - Hálendisþjóðgarður |  | Bæjarstjórn Sveitarfélagsins Ölfuss ítrekar fyrri afstöðu og lýsir andstöðu við fyrirhugaðan hálendisþjóðgarð. Bæjarstjórn fellst ekki á það skipulag að stjórnsýsla svæðisins verði færð frá lýðræðislega kjörnum fulltrúum sveitafélaga, til félagasamtaka og embættismanna. Umsjón, rekstur og ákvörðunartaka er varða eignir sveitarfélaga á hálendinu munu færast úr höndum sveitarstjórna og íbúa sveitarfélagsins til fulltrúa annarra sveitarfélaga, félagasamtaka og embættismanna. 
 Bæjarstjórn Sveitarfélagsins Ölfuss gerir athugasemd við að ekki liggi fyrir greining og samanburður á rekstri þjóðgarða annars vegar og þjóðlendna hins vegar. Aldrei í ferlinu hefur af hálfu umhverfisráðherra verið bent á vankanta núverandi kerfis þjóðlendulaganna hvort sem litið er til þjóðhagslegrar hagkvæmni eða náttúruverndar. Því má leiða líkur að því að raunverulegur tilgangur með stofnun hálendisþjóðgarðs og Þjóðgarðastofnunar sé að færa völd yfir stórum hluta landsins á fáar hendur, ráðherra og embættismanna. Bæjarstjórn telur það ekki góða þróun að sífellt fleiri ákvarðanir er varða hagsmuni og samfélagsgerð sveitarfélaga séu háðar samþykki embættismanna og starfsmanna ríkisstofnana.
 
 Þá telur bæjarstjórn að það sé langt frá því að vera skynsamlegt að stofnaðar verði nýjar ríkisstofnanir af þessari stærðargráðu á þeim tímum sem við nú lifum. Ætla má að stofnun þjóðarðs á hálendinu og ný ríkisstofnun, Þjóðgarðastofnun, útheimti gríðarlega fjármuni ef vel á að vera og það verður að teljast gagnrýnivert að ekki liggi fyrir ítarleg fjármálaáætlun er varðar málefnið. Í skýrslu þverpólitísku nefndarinnar kom fram að ítarleg fjármögnunaráætlun sem taki til uppbyggingar og reksturs innviða þyrfti að fylgja frumvarpi um þjóðgarðinn, bæjarstjórn hefur ekki séð slíka áætlun. Þá verður það að teljast umhugsunarvert að á sama tíma og mikill rekstrarvandi blasir við núverandi þjóðgörðum telji ráðuneytið sem fer með málaflokkinn það skynsamlegt setja tæp 40% af Íslandi undir slíkt rekstrarform.
 Þá bendir bæjarstjórn á að fjölmörg ný svæði hafa verið friðlýst á sl.árum sem kalla á mikið fjármagn. Mikilvægt er að þeim friðlýsingum fylgi nægt fjármagn ef friðlýsingin á að þjóna tilgangi sínum.
 
 Bæjarstjórn Sveitarfélagsins Ölfuss leggst því alfarið gegn stofnun þjóðgarðs á hálendinu.
 |  |  |  |  | 
 | 
| | 6. 1706010 - DSK Norðurhraun |  |
 | Niðurstaða nefndarinnar samþykkt. |  |  |  |  | 
 | 
| | 7. 2012022 - DSK Hafnarskipulag - breyting deiliskipulagi |  |
 | Niðurstaða nefndarinnar samþykkt. |  |  |  |  | 
 | 
| | 8. 2002002 - DSK 5000 tonna fiskeldi - Landeldi ehf. við Laxabraut 21-25 |  |
 | Niðurstaða nefndarinnar samþykkt. |  |  |  |  | 
 | 
| | 9. 2012011 - ASK Breytt landnotkun - Stóra-Saurbæjarsvæðið og Gata |  |
 | Niðurstaða nefndarinnar samþykkt. |  |  |  |  | 
 | 
 | |  | 
| | 10. 2012001F        - Bæjarráð Ölfuss - 340 |  |
 | 1. 2011002 - Lista- og menningarsjóður Ölfuss úthlutun 2020. Niðurstaða nefndarinnar staðfest. 2. 2012005 - Skipan fulltrúa í faghóp um stafræn málefni og kostnaðarþátttaka í verkefninu. Niðurstaða nefndarinnar staðfest.
 3. 2012004 - Fasteignamat iðnaðarhúsnæðis í Sveitarfélaginu Ölfusi. Niðurstaða nefndarinnar staðfest.
 4. 2012002 - Áskorun varðandi aðstöðumál í frjálsum íþróttum. Til kynningar.
 5. 1704002 - Lagafrumvörp Beiðni Alþingis um umsögn. Til kynningar.
 
 Fundargerðin lögð fyrir í heild sinni og hún staðfest.
 |  |  |  |  | 
 | 
| | 11. 2011002F        - Framkvæmda- og hafnarnefnd - 12 |  |
 | 1. 1910068 - Fjárhags og fjárfestingaráætlun Hafnarsjóðs Þorlákshafnar 2020-2024. Niðurstaða nefndarinnar staðfest. 2. 2007002 - Fjárhags- og framkvæmdaáætlun Sveitarfélagsins Ölfuss 2021-2024. Niðurstaða nefndarinnar staðfest.
 3. 2010018 - Endurnýjun girðingar í Selvogi. Niðurstaða nefndarinnar staðfest.
 4. 2006005 - Aðgengi að lóð Hafnarskeið 10-12. Niðurstaða nefndarinnar staðfest.
 5. 1810031 - Þorlákshöfn - viðhaldsdýpkanir. Til kynningar.
 6. 2011004 - Viljayfirlýsing. Niðurstaða nefndarinnar staðfest.
 7. 1901020 - Dráttarbátur Þorlákshöfn. Til kynningar.
 8. 1911008 - Verklegar framkvæmdir. Til kynningar.
 
 Fundargerðin lögð fyrir í heild sinni og hún staðfest.
 |  |  |  |  | 
 | 
| | 12. 2012003F        - Framkvæmda- og hafnarnefnd - 13 |  |
 | 1. 1905015 - Fundargerðir Siglingaráðs. Til kynningar. 2. 2012013 - Stækkun hafnarinnar í Þorlákshöfn. Niðurstaða nefndarinnar staðfest.
 3. 2010010 - Gjaldskrár Sveitarfélagsins Ölfuss 2021. Niðurstaða nefndarinnar staðfest.
 4. 2011014 - Nýtt geymslusvæði fyrir gáma. Niðurstaða nefndarinnar staðfest.
 5. 2012014 - Snjómokstur og hálkueyðing. Til kynningar.
 6. 2007002 - Fjárhags- og framkvæmdaáætlun Sveitarfélagsins Ölfuss 2021-2024. Niðurstaða nefndarinnar staðfest.
 7. 2009054 - Viðhaldsáætlun fasteigna sveitarfélagsins 2021. Til kynningar.
 8. 2012017 - Útboð á jarðvegstipp við Bolöldur. Niðurstaða nefndarinnar staðfest.
 
 Fundargerðin tekin fyrir í heild sinni og hún staðfest.
 |  |  |  |  | 
 | 
| | 13. 2012004F        - Afgreiðslunefnd byggingarfulltrúa - 19 |  |
 | 1. 2012008 - Umsókn um lóð - Þurárhraun 8. Niðurstaða nefndarinnar staðfest. 
 Fundargerðin borin upp og hún staðfest.
 |  |  |  |  | 
 | 
| | 14. 2011005F        - Skipulags- og umhverfisnefnd - 14 |  |
 | 1. 2002002 - DSK fiskeldi - Landeldi ehf. við Laxabraut 21-25. Tekið fyrir sérstaklega. 1. 1610015 - ASK og DSK Deili- og aðalskipulagsbreyting, Riftún. Niðurstaða nefndarinnar staðfest.
 2. 2012022 - DSK Hafnarskipulag - breyting deiliskipulagi. Tekið fyrir sérstaklega.
 3. 1706010 - DSK Norðurhraun. Tekið fyrir sérstaklega.
 4. 2012011 - ASK Breytt landnotkun - Stóra-Saurbær 3 - Hjarðarból - Gata. Tekið fyrir sérstaklega.
 5. 2012001 - Lóð fyrir fjarskiptamastur - Gata í Selvogi. Niðurstaða nefndarinnar staðfest.
 6. 2004005 - DSK Borgargerði - stofnun tveggja lóða. Niðurstaða nefndarinnar staðfest.
 7. 2011038 - Hveradalir - uppskipting á landi.Niðurstaða nefndarinnar staðfest.
 8. 2011030 - Göngu, hjóla og reiðvegir í og við Árbæjarhverfi.Niðurstaða nefndarinnar staðfest.
 9. 2012015 - Sögusteinn - umsókn um skiptingu lands. Niðurstaða nefndarinnar staðfest.
 10. 2006013 - Umsókn um framkvæmdaleyfi vegna efnistöku í Sandfelli. Niðurstaða nefndarinnar staðfest.
 11. 2011028 - Hveragerði-Umsögn um aðal- og deiliskipulagsbreytingu. Niðurstaða nefndarinnar staðfest.
 12. 2011033 - Umsögn um breytingu á aðalskipulagi v Gufuaflsvirkjun á Foldahálsi Grímsnes- og Grafningshreppur. Niðurstaða nefndarinnar staðfest.
 13. 1903032 - Landsskipulagsstefna, umsögn um lýsingu. Niðurstaða nefndarinnar staðfest.
 14. 2011031 - Bolaölduvirkjun. Til kynningar.
 15. 2007002 - Fjárhags- og framkvæmdaáætlun Sveitarfélagsins Ölfuss 2021-2024. Til kynningar.
 16. 2012004F - Afgreiðslunefnd byggingarfulltrúa - 19. Niðurstaða nefndarinnar staðfest.
 
 Fundargerðin tekin fyrir í heild sinni og hún staðfest.
 
 |  |  |  |  | 
 | 
| | 15. 2012002F        - Fjölskyldu- og fræðslunefnd - 42 |  |
 | 1. 2006063 - Fræðslumál: Hjallastefnan-Bergheimar, kynning á Hjallastefnunni. Til kynningar. 2. 2007002 - Fjárhags- og framkvæmdaáætlun Sveitarfélagsins Ölfuss 2021-2024. Til kynningar.
 
 Fundargerðin lögð fyrir í heild sinni og hún staðfest.
 |  |  |  |  | 
 | 
 | |  | 
| | 16. 2011020 - Aðalfundur Bergrisans 2020 |  |
 | Lögð fram til kynningar. |  |  |  |  | 
 | 
| | 17. 1607014 - Skóla og velferðarmál Fundargerðir skólaþjónustu og velferðarnefndar Árnesþings. |  |
 | Lögð fram til kynningar. |  |  |  |  | 
 | 
| | 18. 1701026 - Brunamál: Fundargerðir stjórnar Brunavarna Árnessýslu |  |
 | Lögð fram til kynningar. |  |  |  |  | 
 | 
| | 19. 1602012 - Samstarf sveitarfélaga: Fundargerðir stjórnar SASS. |  |
 | Lögð fram til kynningar. |  |  |  |  | 
 | 
| | 20. 1601020 - Hreinlætismál Fundargerðir stjórnar Sorpstöðvar Suðurlands. |  |
 | Lagt fram til kynningar. |  |  |  |  | 
 | 
| | 21. 1605028 - Samstarf sveitarfélaga Fundargerðir Héraðsnefndar Árnesinga. |  |
 | Lögð fram til kynningar. |  |  |  |  | 
 |