Fundargerðir

Til bakaPrenta
Skipulags-, bygginga- og umhverfisnefnd - 108

Haldinn í Ráðhúsi Ölfuss,
24.10.2019 og hófst hann kl. 08:15
Fundinn sátu: Hrafnhildur Árnadóttir varaformaður,
Björn Kjartansson aðalmaður,
Vilhjálmur Baldur Guðmundsson 1. varamaður,
Eiríkur Vignir Pálsson formaður,
Hildur María H. Jónsdóttir aðalmaður,
Sigurður Jónsson embættismaður, Davíð Halldórsson umhverfisstjóri, Sigmar Björgvin Árnason skipulags- og byggingarfulltrúi, Kristinn Pálsson starfsmaður skipulags,-bygg.- og umhverfissviðs.
Fundargerð ritaði: Kristinn Pálsson, Verkefnastjóri skipulagsmála


Dagskrá: 
Almenn mál
1. 1910036 - Sambyggð 10 umsókn um byggingarleyfi
Sótt er um byggingarleyfi fyrir breytingum utanhúss. Klæða á fjölbýlið að utan samkv. lýsingu frá Trésmiðju Heimis.
Afgreiðsla: Samþykkt
2. 1909052 - Umsókn um stofnun lóðar Hjarðarból lóð 1
Vegagerðin sækir um stofnun lóðar vegna stækkunar Suðurlandsvegar. Lóðin er stofnuð úr landi, Hjarðarból lóð 1, landn. 222536. Spildan er í tvennu lagi, annars vegar 14.248 fm spilda vegna breikkunar Hringvegar 1 og hins vegar 1.112 fm spilda vegna breikkunar Hvammsvegar. Heildarstærð vegsvæðisins er 15.360 fm., landeigandi Grasnytjar ehf.
Afgreiðsla: Samþykkt
3. 1909053 - Umsókn um stofnun lóðar Hjarðarból lóð 2
Vegagerðin sækir um stofnun lóðar vegna stækkunar Suðurlandsvegar. Lóðin er stofnuð úr landi, Hjarðarból lóð 2, landn. 222537. Heildarstærð vegsvæðisins er 22.340 fm., landeigandi Grasnytjar ehf.
Afgreiðsla: Samþykkt
4. 1910031 - Framkvæmdarleyfi fyrir nýjum háspennustreng meðfram Laxabraut
Rarik sækir um framkvæmdarleyfi fyrir nýjum háspennustreng meðfram Laxabraut. Með nýjum streng verður aukið öryggi um afhendingu rafmagns til Fiskeldisfyrirtækja með hringtengingu. Einnig verður lögð niður loftlína sem er á svæðinu.
Afgreiðsla: Samþykkt
6. 1910028 - Riftún - Framkvæmdaleyfi, borhola
Elín Björg Ragnarsdóttir sækir um, f.h. 101 Atvinnuhúsnæðis ehf., framkvæmdaleyfi vegna tilraunborana eftir heitu vanti í landi Riftúns (L204632). Unnið er skv. gögnum frá ÍSOR, sem kannað hefur jarðhita á svæðinu.
Um er að ræða þrjár 800-1.500 metra rannsóknarholur um 400-600 metra frá Þorláshafnarvegi (38).
ÍSOR annast borun ásamt Ræktunarsambandi Flóa og Skeiða hf.

Afgreiðsla: Samþykkt með fyrirvara um að öll gögn uppfylli reglur um framkvæmdarleyfi.
7. 1910009 - ASK Mýrarsel
Landeigendur Mýrarsels 8 (L203921), Mýrarsels 9 (L203922), Mýrarsels 10 (L203923), Mýrarsels 11 (L203924), Mýrarsels 12 (L203925), Mýrarsels 14 (L203926), Mýrarsels 16 (L203927) og Kvistir L171759 sækja um breytingu á aðalskipulagi Ölfuss 2010-2022 þar sem óskað er eftir að landbúnaðarlandi verði breytt í íbúðarsvæði og breytingu á deiliskipulagi Mýrarsels þar sem frístundabyggð verði breytt í íbúðarsvæði.
Núverandi skipulag gerir áð fyrir 9 íbúðarhúsum, eftir breytingu verða 15 hús innan svæðisins.
Með erindi liggja gögn fyrir breytingu að aðal- og deiliskipulagi unnin af Landmótun.

Afgreiðsla: Fresta
8. 1711030 - DSK - Selvogsbraut 41, stækkun húss
Skv. samþykktum SBU fór deiliskipulagsuppdráttur og skuggavarp í grenndarkynningu með sérstökum sendibréfum. Fjögur bréf/undirskriftarlistar bárust frá íbúum nærliggjandi húsa í hverfinu. Sæmundur leggur inn nánari lýsingu framkvæmdar og uppdrátt.
Afgreiðsla: Vegna innsendra athugasemda óskar SBU eftir nánari útfærslum frá umsækjanda.
9. 1903025 - Deiliskipulag 9-an
Fyrir liggur deiliskipulagsuppdráttur frá ASK arkitektum. Uppdráttur er deiliskipulagsbreyting fyrir Egilsbraut 9 og fjölgun íbúða við Sunnu- og Mánabraut. Um er að ræða 10 nýjar lóðir fyrir rað- og parhús, samtals 20-24 íbúðir ásamt viðbyggingu við dvalarheimilið. Ný gata "Vetrarbraut" bætist við vestan núverandi byggðar. Byggingarreitur viðbyggingar dvalarheimilisins er sýndur. Þjónustuíbúðir eru ráðgerðar í 1. hæðar húsi, vestast og syðst á lóðinni.
Uppdráttur er frá 1.10.2019.

Afgreiðsla: Samþykkt að deiliskipulagið fari í lögboðið auglýsingar- og kynningarferli.
10. 1706001 - Skipulag - Árbær IV
Landeigandi af Árbæ IV (L171662) leggur til samþykktar.
Aðalskipulagsbreyting á svæðinu var samþykkt 11.04.2019 þegar landbúnaðarland var gert að íbúðarhúsalandi. Breytt aðalskipulag heimilar 10-17 íbúðir á 10 ha.
Deiliskipulag sýnir 11 lóðir við nýja götu, Bæjarstíg, við Árbæjarveg vestri. Innan skipulagsins eru 10 hús og ein lóð undir opið svæði og skráðar fornminjar á svæðinu.
Brunavarnir Árnesinga tryggja slökkvivatn og þjónustu, skv. gögnum. Íbúðarhúsin munu hljóta neysluvatn úr vatnsveitunni "Seilu".

Afgreiðsla: Vitnað er til afgreiðslu fundar 83 frá 15.06.2017 að landeigandi geri grein fyrir veitum; fráveitumálum, neyslu- og slökkvivatn innan svæðisins á formlegan og með fullnægjandi hætti í samvinnu við sveitarfélagið.
12. 1909051 - DSK Kinn L212149
Hlynur Sigurbergsson óskar eftir að fá að vinna breytingu á deiliskipulagi fyrir Kinn til að byggja létt gróðurhús yfir ræktarland. Umsögn fjarlægðartakmarkana Vegagerðarinnar liggja fyrir. Meðfylgjandi gögn sýna áætlanir.
Afgreiðsla: Samþykkt
13. 1908026 - Vesturbakki 6
Handhafi lóðar að Vesturbakka 6 óskar eftir að byggja kjallara undir húsið vegna stöðu lóðarinnar.
Meðfylgjandi gögn sýna fyriráætlanir.

Afgreiðsla: Samþykkt með fyrirvara um breytingar á skipulagi fyrir bakka sem er í vinnslu.
14. 1902043 - Kirkjugarður Þorlákskirkju
Vegna fyrirhugaðra skipulagsgagna, frá Hlín Sverrisdóttur, af nýju deiliskipulagi fyrir kirkjugarð Þorlákshafnarkirkju er þörf á að sameina lóðirnar áður en skipulag getur hlotið samþykkt.

Kirkjugarðurinn er flokkaður sem svæði til sérstakra nota (U8). Í aðalskipulaginu segir um svæði U8. Núverandi kirkjugarður er um 1.600 m2 að stærð en tekið er frá rúmt svæði til suðurs eða um 1.000 m2 til stækkunar í náinni framtíð. Svæði Þorlákskirkju er flokkaður undir svæði fyrir þjónustustofnanir. Í aðalskipulaginu segir um svæði kirkjunnar S3: Þorlákskirkja er staðsett í jaðri byggðarinnar og mun þjóna bæjarbúum áfram.

Afgreiðsla: Frestað
17. 1901031 - Deiliskipulag, Gljúfurárholt land 9
Skipulagsstofnun sendir athugasemdir í bréfi dagsettu 10. október 2019, vegna innsendrar tillögu að deiliskipulagi í Gljúfurárholti landi 9. Taka þarf afstöðu til athugasemda.
Afgreiðsla: Taka þarf á ábendingum Skipulagstofnunar, laga uppdrætti og auglýsa að nýju
18. 1901030 - Deiliskipulag, Gljúfurárholt land 8
Skipulagsstofnun sendir athugasemdir í bréfi dagsettu 10. október 2019, vegna innsendrar tillögu að deiliskipulagi í Gljúfurárholti landi 9. Taka þarf afstöðu til athugasemda.
Afgreiðsla: Taka þarf á ábendingum Skipulagstofnunar, laga uppdrætti og auglýsa að nýju
Fundargerð
15. 1908002F - Afgreiðslunefnd byggingarfulltrúa - 6
Lagt fram
16. 1909005F - Afgreiðslunefnd byggingarfulltrúa - 7
Lagt fram
Mál til kynningar
5. 1610015 - Aðalskipulagsbreyting, Riftún
Franz Jezorski, fyrir hönd 101 Atvinnuhúsa, óskar eftir að kynna fyrir Skipulagsnefnd Ölfuss hugmyndir af framtíðaruppbyggingu á Riftúni.
Afgreiðsla: Hugmyndir kynntar
 
Gestir
Franz Jezorski - 09:35
11. 1510019 - Skipulag - Skíðaskálann í Hveradölum
Skipulagsstofnun sendi ákvörðun sína um matsáætlun vegna uppbyggingar á ferðaþjónustu í Hveradölum, bréfið er dagsett 9.10.2019.
Í samræmi við 8. gr. laga um mat á umhverfisáhrifum hefur Skipulagsstofnun farið yfir framlagða tillögu Hveradala ehf. að matsáætlun ásamt þeim umsögnum sem borist hafa stofnuninni og viðbrögðum framkvæmdaraðila við þeim. Skipulagsstofnun fellst á tillögu framkvæmdaraðila að matsáætlun með eftirfarandi athugasemdum.

Afgreiðsla: Lagt fram.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 11:00 

Til bakaPrenta
X Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?