Fundargerðir

Til bakaPrenta
Bæjarráð Ölfuss - 318

Haldinn í Ráðhúsi Ölfuss,
26.11.2019 og hófst hann kl. 15:45
Fundinn sátu: Grétar Ingi Erlendsson formaður,
Steinar Lúðvíksson varaformaður,
Þrúður Sigurðardóttir aðalmaður,
Sandra Dís Hafþórsdóttir sviðsstjóri.
Fundargerð ritaði: Sandra Dís Hafþórsdóttir, sviðsstjóri


Dagskrá: 
Almenn mál
1. 1602017 - Fjármál Fjárhagsupplýsingar Sveitarfélagið Ölfus 2019.
Fyrir bæjarráði lá afrit af rekstraryfirliti frá 01.01.2019-31.10.2019 til kynningar.
Samanburður við sama tímabil í fyrra sýnir að skatttekjur hækka um rúm 8% á milli ára eða um 134,5 milljónir.
Gjöld vegna félagsþjónustu hækka um 12% á milli ára, fara úr 217 milljónum í 243 milljónir og fræðslu- og uppeldismál hækka um 2,9% og fara úr 753 milljónum í 775 milljónir.
2. 1907011 - Fjárhags- og framkvæmdaáætlun Ölfuss 2020-2023
Fjárhags- og framkvæmdaáætlun Sveitarfélagsins Ölfuss fyrir árin 2020-2023
Fyrir bæjarráði lágu drög að fjárhagsáætlun sveitarfélagsins 2020-2023.
Farið var yfir forsendur og helstu liði áætlunarinnar og samþykkt samhljóða að vísa henni til fyrri umræðu í bæjarstjórn.
3. 1911016 - Styrkbeiðni - hreinsunarátak 2020.
Beiðni kvenfélagsins Bergþóru um styrk vegna hreinsunarátaks í maí 2020.
Fyrir bæjarráði lá erindi frá Kvenfélaginu Bergþóru í Ölfusi þar sem óskað var eftir stuðningi til að standa fyrir hreinsunarátaki í dreifbýlinu. Óskað er eftir 70.000 kr. styrk til að mæta útlögðum kostnaði.

Bæjarráð þakkar Kvenfélaginu Bergþóru þann samfélagslega áhuga sem fram kemur í erindinu. Ráðið samþykkir styrkbeiðnina og vísar henni til gerðar fjárhagsáætlunar fyrir næsta ár.
4. 1911027 - Lista- og menningarsjóður úthlutun 2019
Í október var auglýst eftir umsóknum í Lista- og menningarsjóð Sveitarfélagsins Ölfuss. Umsóknarfrestur rann út 8.nóvember sl. og bárust 4 umsóknir.
Fyrir bæjarráði lágu fjórar umsóknir um framlög úr lista- og menningarsjóði Ölfuss.

1. Hörður Skúlason sækir um 100.000 kr. styrk til gerðar stuttmyndar við kvikmyndaskóla.
Bæjarráð hafnar styrkbeiðninni þar sem hún uppfyllir ekki þær kröfur sem gerðar eru til umsókna í Lista- og menningarsjóð Ölfuss.

2. Skólalúðrasveit Grunnskólans í Þorlákshöfn sækir um 150.000 kr. styrk til að mæta hluta kostnaðar við fyrirhugaða þátttöku í lúðrasveitamóti skólalúðrasveita á Ítalíu.
Bæjarráð samþykkir styrkbeiðnina.

3. Lúðrasveit Þorlákshafnar sækir um 200.000 kr. styrk til að mæta kostnaði við jólatónleikana "Jól við hafið" sem haldnir verða í Íþróttamiðstöðinni.
Bæjarráð samþykkir styrkbeiðnina.

4. Leikfélag Ölfuss sækir um 400.000 kr.styrk vegna leikstjóralauna fyrir sýninguna Kleinur.
Bæjarráð samþykkir styrkbeiðnina.
5. 1810027 - Götulýsing í Þorlákshöfn.
Fyrir fundinum lá verksamningur um götulýsingu-útskipti á lömpum.
Fyrir bæjarráði lá afrit af verksamningi við Rafvör ehf. um útskiptingu á ljósastaurum í Bergunum í Þorlákshöfn að verðmæti 1.906.216 kr.

Bæjarráð samþykkir samninginn fyrir sitt leyti.
Mál til kynningar
6. 1908040 - Gjaldskrár Sveitarfélagsins Ölfuss 2020.
Drög að gjaldskrá Þorlákshafnarhafnar til kynningar.
Fyrir bæjarráði lá gjaldskrá Þorlákshafnar sem áður hefur fengið samþykki Framkvæmda- og hafnastjórnar.

Bæjarráð þakkar kynninguna.
7. 1704002 - Lagafrumvörp Beiðni Alþingis um umsögn.
Til kynningar.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 16:45 

Til bakaPrenta
X Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?