Fundargerðir

Til bakaPrenta
Skipulags- og umhverfisnefnd - 101

Haldinn í Ráðhúsi Ölfuss,
27.10.2025 og hófst hann kl. 14:00
Fundinn sátu: Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir 1. varamaður,
Hjörtur S. Ragnarsson varaformaður,
Guðlaug Einarsdóttir aðalmaður,
Vilhjálmur Baldur Guðmundsson aðalmaður,
Hrönn Guðmundsdóttir aðalmaður,
Guðmundur Oddgeirsson áheyrnarfulltrúi,
Sigurður Steinar Ásgeirsson skipulagsfulltrúi,
Kristina Celesova embættismaður.
Fundargerð ritaði: Sigurður Steinar Ásgeirsson, Skrifstofu- og verkefnastjóri


Dagskrá: 
Almenn mál
1. 2510057 - Merkjalýsing - Uppskipting landeignar - Sandbakki DRE
Lagt er fram merkjalýsing - uppskipting landeignar - Sandbakki DRE. Merkjalýsing þessi er unnið skv. gildandi deiliskipulagi fyrir hafnarsvæðið í Þorlákshöfn, dags. B.deild augl. 26/10/2020 og gildandi aðalskipulagi Sveitarfélagsins Ölfuss 2020-2036. Stofna á lóðina Sandbakki DRE, stærð 25,0 m2 úr jörðinni Þorlákshöfn (L171822), jörðin er ekki með skráða stærð í fasteignaskrá HMS en minnkar nú um það sem því nemur. Enginn matshluti og engar kvaðir eru á lóðinni.
Afgreiðsla skipulags- og umhverfisnefndar: Samþykkt
2. 2510071 - Vegaúrbætur vegna vindmylluflutninga
Vorið 2026 hyggjast Landsvirkjun flytja til landsins vindmyllur til uppsetningar í Vaðölduveri. Vindmyllurnar verða fluttar til landsins í gegnum Þorlákshafnarhöfn en vegna stærðar vindmylluspaðanna er nauðsynlegt að ráðast í ýmsar vegaúrbætur til undirbúnings flutningnum, auk þess sem nauðsynlegt verður að fjarlægja nokkur skilti meðan á flutningi stendur.
Afgreiðsla skipulags- og umhverfisnefndar: Erindi samþykkt.
3. 2510075 - Hafnarsandur 2 - Stækkun lóðar vegna tengivirkis
Lögð er fram deiliskipulagsbreyting vegna tengivirkis Landsnets að Hafnarsandi 2. Til stendur að stækka tengivirkið vegna tilkomu nýs 132 kv jarðstrengs sem tengir Þorlákshöfn inn á netið.
Afgreiðsla skipulags- og umhverfisnefndar: Nefndin beinir því til bæjarstjórnar að skipulagsfulltrúa verði falið að auglýsa tillöguna í samræmi við 1. málsgrein 41. greinar skipulagslaga nr. 123/2010.
4. 2510003 - Hrókabólsvegur 1 - aukið nýtingarhlutfall Hjarðarból DSKbr
Lögð er fram breyting á deilikskipulagi Hjarðarbóls - lóð 1. Breytingin varðar lóðina Hrókabólsveg 1 og felur í sér stækkun byggingarreits og aukningu nýtingarhlutfalls svo það verði í samræmi við núgildandi aðalskipulag Ölfuss.
Afgreiðsla skipulags- og umhverfisnefndar: Nefndin beinir því til bæjarstjórnar að skipulagsfulltrúa verði falið að auglýsa tillöguna í samræmi við 1. málsgrein 41. greinar skipulagslaga nr. 123/2010.
5. 2504133 - Hvoll í Ölfusi - nýtt deiliskipulag
Skipulagið var auglýst og bárus nokkrar athugasemdir. Skipulagshöfundur hefur nú brugðist við athugasemdum og leggur fram uppfært skipulag.
Afgreiðsla skipulags- og umhverfisnefndar: Nefndin beinir því til bæjarstjórnar að skipulagsfulltrúa verði falið að ganga frá málinu í samræmi við 1. málsgrein 42. grein skipulagslaga nr. 123/2010.
6. 2510076 - Spóavegur 13 - óveruleg deiliskipulagsbreyting
Lögð er fram óveruleg deiliskipulagsbreyting fyrir Spóaveg 13 úr landi Kjarrs. Breytingin felst í því að stofnuð er tæplega 1 ha. lóð sem nefnist Spóavegur 13.
Afgreiðsla skipulags- og umhverfisnefndar: Nefndin beinir því til bæjarstjórnar að skipulags og byggingarfulltrúum verði heimilað að samþykkja breytinguna og ganga frá málinu í samræmi við 3. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
7. 2510077 - Golfklúbbur Þorlákshafnar - stækkun æfingarsvæðis
Golfklúbbur Þorlákshafnar leggur fram beiðni um heimild til að slétta jarðveg umhverfis æfingarsvæði klúbbsins til að stækka það og bæta við æfingarholum. Stefnt verður að því að nýta efni sem fellur til við húsbyggingar í jarðvinnuna til að halda kostnaði fyrir klúbbinn í lágmarki.
Afgreiðsla skipulags- og umhverfisnefndar: Nefndin fellst á beiðnina, með þeim fyrirvara að umrætt svæði er á skipulagssvæði hafnarinnar og kemur til með að víkja fyrir hafnarstarfsemi á næstu 10 - 15 árum.
8. 2510078 - Alvarlegar athugasemdir vegna fráveitumála í Hveragerði og áhrifa á íbúa í Ölfusi
Borist hefur erindi frá íbúum Ölfuss sem búa í nágrenni við Hveragerðisbæ. Í erindinu er gerðar alvarlegar athugasemdir við fráveitumál í Hveragerði og mengun sem stafar af fráveitustöð sveitarfélagsins. Mengunin hefur þegar valdið umtalsverðum fiskdauða í ánni auk þess sem mikil lyktmengun stafar af fráveitunni sem berst til íbúasvæða umhverfis Hveragerði. Í erindinu er lögð fram krafa um að ráðist sé í aðgerðir strax, enda ástandið með öllu óviðundandi. Undir erindið rita 40 íbúar.
Afgreiðsla skipulags- og umhverfisnefndar: Nefndin tekur undir alvarleika málsins og ljóst að það hefur áhrif á daglegt líf margra íbúa eins og sjá má á fjölda undirskrifta við erindið. Nefndin felur skipulagsfulltrúa og starfsmönnum sveitarfélagsins að hafa samband við Hveragerðisbæ og Heibrigðiseftirlit Suðurlands og gæta hagsmuna íbúa Ölfuss í málinu.
9. 2510079 - Merkjalýsing - Uppskipting landeignar - Arnarvík, Álftavík, Fálkavík, Hrafnavík, Kríuvík
Lagt er fram merkjalýsing - uppskipting landeignar - Arnarvík, Álftavík, Fálkavík, Hrafnavík og Kríuvík. Merkjalýsing þessi er unnið skv. gildandi deiliskipulagi fyrir Vesturbyggð í Þorlákshöfn - áfangi 2 og 3, dags. B.deild augl. 05/01/2024 með síðari breytingum, dags. B.deil augl. 10/12/2024 og gildandi aðalskipulagi Sveitarfélagsins Ölfuss 2020-2036. Stofna á lóðir: Arnarvík - 9 lóðir, Álftavík - 4 lóðir, Fálkavík - 4 lóðir, Hrafnavík - 6 lóðir, Kríuvík - 9 lóðir úr jörðinni Þorlákshöfn (L171822), jörðin er ekki með skráða stærð í fasteignaskrá HMS en minnkar nú um það sem því nemur.
Afgreiðsla skipulags- og umhverfisnefndar: Samþykkt
10. 2510080 - Hafnarsandur 2 - stækkun tengivirkis - Óv. ASKbr
Lögð er fram óveruleg breyting á aðalskipulagi Ölfuss. Breytingin snýr að lóðinni Hafnarsandi 2 en þar er nýtingarhlutfall aukið til að rúma stækkun tengivirkisins.
Afgreiðsla skipulags- og umhverfisnefndar: Nefndin beinir því til bæjarstjórnar að skipulagsfulltrúa verði falið að ganga frá málinu í samræmi við 2. málsgr. 36. gr. skipulagslaga nr 123/2010.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 16:00 

Til bakaPrenta
X Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?