Fundargerðir

Til bakaPrenta
Framkvæmda- og hafnarnefnd - 34

Haldinn í Ráðhúsi Ölfuss,
21.11.2022 og hófst hann kl. 08:15
Fundinn sátu: Eiríkur Vignir Pálsson formaður,
Grétar Ingi Erlendsson varaformaður,
Erla Sif Markúsdóttir aðalmaður,
Sigfús Benóný Harðarson 1. varamaður,
Ása Berglind Hjálmarsdóttir aðalmaður,
Elliði Vignisson bæjarstjóri,
Fundargerð ritaði: Sigmar B Árnason, Sviðstjóri og byggingarfulltrúi


Dagskrá: 
Almenn mál
1. 2211006 - Gjaldskrár Sveitarfélagsins Ölfuss 2023
Fyrir nefndinni lágu drög að gjaldskrá hafnarinnar fyrir árið 2023 til samþykktar, almennt er þar um að ræða 9,3% hækkun líkt og í öðrum gjaldskrám sveitarfélagsins.
Afgreiðsla: Nefndin samþykkir tilgreinda gjaldskrárhækkun.
2. 2208040 - Fjárhags- og framkvæmdaáætlun Sveitarfélagsins Ölfuss 2023-2026
Fyrir nefndin lágu drög að fjárhags- og framkvæmdaáætlun ársins 2023 til kynningar. Þar kemur ma. fram að áætlað sé að nýframkvæmdir við höfnina á næsta ári verði 1.849 milljónir og hluti hafnarinnar þar af 656 milljónir. Þá er fyrirhugað að framkvæma fyrir 423 milljónir árið 2024, 325 milljónir árið 2025 og 289 milljónir árið 2026. Heildarframkvæmdarkostnaður er áætlaður 5,6 milljarðar.

Afgreiðsla: Nefndin samþykkir áætlunina fyrir sitt leyti.
3. 2211009 - Fjárhagsáætlun hafnarinnar 2023-2026
Fyrir nefndinni lágu drög að fjárhagsáætlun hafnarinnar fyrir árið 2023. Um er að ræða ófullgerð drög í vinnslu þar sem enn á td. eftir að setja inn fjárfestingar og þar af leiðandi lántökur og afskriftir. Því liggja niðurstöðutölur ekki enn fyrir.
Afgreiðsla: Nefndin vísar fjárhagsáætlun til áframahaldandi vinnslu og fyrri umræðu í bæjarstjórn.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 09:15 

Til bakaPrenta
X Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?