Fundargerðir

Til bakaPrenta
Fjölskyldu- og fræðslunefnd - 5

Haldinn í Ráðhúsi Ölfuss,
16.11.2022 og hófst hann kl. 15:00
Fundinn sátu: Sigríður Vilhjálmsdóttir formaður,
Hjörtur S. Ragnarsson 2. varamaður,
Guðlaug Einarsdóttir aðalmaður,
Hrafnhildur Lilja Harðardóttir aðalmaður,
Hlynur Logi Erlingsson aðalmaður,
Sigrún Berglind Ragnarsdóttir áheyrnarfulltrúi,
Ólína Þorleifsdóttir skólastjóri,
Helena Helgadóttir leikskólastjóri,
Svala Ósk Sævarsdóttir áheyrnarfulltrúi,
Harpa Vignisdóttir áheyrnarfulltrúi,
Fundargerð ritaði: Sigríður Vilhjálmsdóttir, formaður fræðslunefndar


Dagskrá: 
Almenn mál
1. 2210001 - Beiðni um breytingu á skóladagatali 2022-2023
Beiðni frá skólastjóra um breytingu á skóladagatali 2022-2023 vegna námsferðar starfsfólks til Belgíu í maí 2023. Á núverandi skóladagatali eru starfsdagar vegna ferðarinnar skráðir föstudagur 19. maí og mánudagur 22. maí. Óskað er eftir því að færa starfsdaginn mánudaginn 22. maí fram til miðvikudagsins 17. maí. Málið var tekið fyrir á síðasta fundi nefndarinnar en því frestað vegna mögulegra breytinga.
Breytt skóladagatal 2022-2023 lagt fram til samþykktar.

Samþykkt samhljóða.
2. 1602028 - Grunnskólinn í Þorlákshöfn: Skýrsla skólastjóra.
Skólastjóri greindi frá helstu þáttum í starfi skólans undanfarnar vikur, s.s. rithöfundaheimsóknum innan verkefnisins Skáld í skólum, viðburðaríkri Þollóween viku með kökukeppni, smásagnakeppni, búningadegi, böllum, draugahúsum o. fl. Þá upplýsti skólastjóri um kynnisferð nemenda í 10. bekk í Menntaskólann á Laugarvatni. Þá unnu nemendur persónulegar vinakveðjur sem bornar voru út í hvert hús bæjarins í tilefni af degi gegn einelti. Upplýsti skólastjóri um þátttöku starfsmannaí Mini-menntabúðum sem tókust vel til en þar miðla kennarar þekkingu og færni sín á milli. Á meðal þeirra mála og viðburða sem eru framundan hjá skólanum eru Skólaþing allra nemenda í tilefni af Degi mannréttinda barna, og munu niðurstöður þingsins nýtast við vinnu að nýrri skólastefnu sveitarfélagsins. Þá verður haldið upp á 60 ára afmæli grunnskólans á þessu skólaári, og er fyrirhugað að halda uppi dagskrá af því tilefni fimmtudaginn 23. mars 2023.

Nefndin þakkar kynninguna.
3. 2211020 - Leikskólinn Bergheimar - vinnureglur nemendaverndarráðs
Leikskólastjóri kynnti fyrir ráðinu nýjar vinnureglur nemendaverndarráðs leikskólans, en hlutverk þess er að vera vettvangur þar sem aðilar þjónustukerfa koma saman með það að markmiði að geta gripið inn í mál barns og veitt snemmtækan stuðning í markvissu samstarfi með öðrum sem koma að skólagöngu og lífi barns. Í ráðinu sitja fulltrúar leikskólastjóra eða sérkennslustjóra, skólaþjónustu, heilsugæslu, félagsþjónustu, barnaverndar ef ástæða er til og síðan aðrir fulltrúar ef tilefni er til.

Nefndin þakkar kynninguna
4. 1602030 - Leikskólinn Bergheimar: Skýrsla skólastjóra.
Leikskólastjóri greindi frá helstu þáttum í starfi leikskólans undanfarnar vikur, s.s. þátttöku í þollóween með búningadegi og heimsókn elsta árgangsins í Versali þar sem hlýtt var á Hrekkja-Jazz tónleika. Skólaheimsóknir eru farnar af stað og gefast vel. 5-6 nemendur fara á milli og taka þátt í því sem verið er að gera á hvorum stað. Þá upplýsti leikskólastjóri um þátttöku starfsmanna í Hjallaráðstefnudeginum í október þar sem unnið var í vinnustofum. Greindi leikskólastjóri líka frá frekara skólasamstarfi milli leik- og grunnskóla sem er fólkið í heimsókn nemenda af miðstigi grunnskólans inn á leikskólann, en það samstarf fer vel af stað. Leikskólastjóri greindi frá skipan í nemendaverndarráð leikskólans og hlutverki þess samkvæmt vinnureglum um ráðið. Að endingu vildu leikskóla- og sérkennslustjórar koma á framfæri áhyggjum af því að ekki hafi verið auglýst eftir talmeinafræðingi til að vinna með þeim talmeinafræðingi sem starfar við leikskólann, en staðan nú er sú að nemendur leikskólans eru ekki að fá þann tíma sem þeim hefur verið úthlutað í framburðarþjálfun.

Nefndin þakkar kynninguna og tekur undir áhyggjur leikskólastjórnenda af því að ekki hafi tekist að ráða talmeinafræðing þrátt fyrir fjárheimild, og hvetur til þess að starfið verði auglýst á ný sem fyrst.

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 15:24 

Til bakaPrenta
X Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?