Fundargerðir

Til bakaPrenta
Bæjarráð Ölfuss - 455

Haldinn í fjarfundi,
04.12.2025 og hófst hann kl. 12:15
Fundinn sátu: Grétar Ingi Erlendsson formaður,
Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir aðalmaður,
Hrönn Guðmundsdóttir aðalmaður,
Sandra Dís Hafþórsdóttir sviðsstjóri,
Fundargerð ritaði: Sandra Dís Hafþórsdóttir, sviðsstjóri
Berglind Friðriksdóttir áheyrnarfulltrúi H-lista boðaði forföll.


Dagskrá: 
Almenn mál
1. 2511079 - Lista og menningarsjóður Ölfuss - umsóknir 2025
Sveitarfélagið Ölfus auglýsti eftir umsóknum um styrki úr lista- og menningarsjóði Ölfuss. Fimm umsóknir bárust.

Markmið sjóðsins er:
- Að efla hvers konar menningarstarfsemi og list í sveitarfélaginu.
- Að veita styrki til sérstakra verkefna á sviði lista- og menningarmála er tengjast sveitarfélaginu á einn eða annan hátt.

Til úthlutunar eru kr. 1.385.000

Bæjarráð samþykkir að styrkja eftirfarandi verkefni sem öll rúmast innan reglna sjóðsins:

Skáldakvöld á aðventu í Ölfusi: 150.000 kr
Opnunargarðtónleikar bæjarhátíðar: 535.000 kr.
Lúðrasveit Þorlákshafnar, teiknimyndatónleikar: 700.000 kr.

Samþykkt samhljóða.
2. 2512038 - Beiðni um styrk
Erindi frá ADHD samtökunum þar sem óskað er eftir styrk að fjárhæð 100-500 þúsund sem myndi nýtast til fræðslu fyrir íbúa og/eða starfsfólk sveitarfélagsins.
Bæjarráð getur því miður ekki orðið við beiðninni þar sem hún rúmast ekki innan fjárhagsáætlunar.

Samþykkt samhljóða.
3. 2510086 - Vetrarþjónusta í Ölfusi 2025-þéttbýlið
Samningur um vetrarþjónustu í þéttbýli til staðfestingar.
Bæjarráð samykkir samninginn og felur bæjarstjóra að undirrita hann fyrir hönd sveitarfélagsins.

Samþykkt samhljóða.

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 12:30 

Til bakaPrenta
X Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?