Fundargerðir

Til bakaPrenta
Bæjarstjórn Ölfuss - 322

Haldinn í Ráðhúsi Ölfuss,
02.11.2023 og hófst hann kl. 16:30
Fundinn sátu: Gestur Þór Kristjánsson forseti bæjarstjórnar,
Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir 1. varaforseti,
Grétar Ingi Erlendsson bæjarfulltrúi,
Erla Sif Markúsdóttir bæjarfulltrúi,
Gunnsteinn R. Ómarsson 1. varamaður,
Vilhjálmur Baldur Guðmundsson bæjarfulltrúi,
Ása Berglind Hjálmarsdóttir bæjarfulltrúi,
Elliði Vignisson bæjarstjóri,
Sandra Dís Hafþórsdóttir sviðsstjóri,
Fundargerð ritaði: Sandra Dís Hafþórsdóttir, sviðsstjóri
Í upphafi fundar leitaði forseti eftir athugasemdum við fundarboðið. Athugasemd kom frá bæjarfulltrúum B- og H-lista og lagði Ása Berglind Hjálmarsdóttir fram eftirfarandi bókun fyrir þeirra hönd:

Við viljum gera athugasemd um að mál sem við fulltrúar H og B lista lögðum fram fyrir dagskrá bæjarstjórnarfundar, um kynningu Brimbrettafélagsins, hafi ekki verið sett á dagskrá fundarins. Félagið óskaði sjálft eftir því að fá að koma sínum sjónarmiðum á framfæri á næsta fundi bæjarstjórnar í tölvupósti dagsettum 16. október, en var ekki svarað sem varð til þess að fulltrúar H og B lista lögðu erindið fram sem mál fyrir fundinn. Nýleg fordæmi eru fyrir því að hagsmunaaðilar séu með kynningu á fundi bæjarstjórnar Ölfuss. Samkvæmt 27. gr. Sveitarstjórnarlaga um rétt til að bera upp mál segir: Sveitarstjórnarmaður á rétt á að tekið verði á dagskrá sveitarstjórnarfundar hvert það málefni sem sérstaklega varðar hagsmuni sveitarfélagsins eða verkefni þess. Í 10. gr. í samþykktum sveitarfélagins segir einnig að á dagskrá bæjarstjórnarfunda skal m.a. taka fyrir mál sem bæjarfulltrúar óska eftir að tekin verði á dagskrá.

Gestur Þór Kristjánsson tók til máls og lagði fram eftirfarandi bókun fyrir hönd bæjarfulltrúa D-lista:

Álits Guðjóns Bragasonar lögfræðings var leitað og í því kemur fram að um rétt sveitarstjórnarmanna til að fá mál tekið á dagskrá segi í 1. mgr. 27. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011:
,,Sveitarstjórnarmaður á rétt á að tekið verði á dagskrá sveitarstjórnarfundar hvert það málefni sem sérstaklega varðar hagsmuni sveitarfélagsins eða verkefni þess." Ágreiningslaust er að það mál sem er tilefni erindisins verði tekið á dagskrá fundar bæjarstjórnar. En af umræddu lagaákvæði leiðir ekki að bæjarfulltrúi hafi jafnframt rétt til að ákveða hvort gestir verði boðaðir á fund til að gera grein fyrir afstöðu sinni í tilteknu máli.

Ása Berglind Hjálmarsdóttir tók til máls og lagði fram eftirfarandi bókun fyrir hönd bæjarfulltrúa B- og H-lista:

Í áliti frá Önnu Kristínu Agnarsdóttur segir að ein af skyldum sveitarstjórnar sé að gæta að almennum hagsmunum íbúa sveitarfélagsins, sbr. 2. málsl. 2. mgr. 24. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011. Neitun til handa sveitarstjórnarmanni og fulltrúa almennings til þess að bera upp málefni á dagskrá á bæjarstjórnarfundi brýtur gegn ákvæði 1. mgr. 27. gr. sveitarstjórnarlaga þar sem skýrt er kveðið á um að sveitarstjórnarmaður á rétt á að tekið verði til umfjöllunar, og á dagskrá sveitarstjórnarfundar, hvert það málefni sem sérstaklega varðar hagsmuni sveitarfélagsins eða verkefni þess. Sömuleiðis gætir slík neitun ekki jafnræðis skv. 11. gr. eða meðalhófs skv. 12. gr. stjórnsýslulaga nr. 37/1993. Ekki verður því séð að neitun formanns bæjarstjórnar standist lög.

Elliði Vignisson tók til máls.


Dagskrá: 
Almenn mál
1. 1806017 - Kosning í nefndir og ráð Sveitarfélagsins Ölfuss.
Breyting á fulltrúum D-lista í framkvæmda- og hafnarnefnd og fjölskyldu- og fræðslunefnd.
Eiríkur Vignir Pálsson hefur beðist lausnar sem formaður framkvæmda- og hafnarnefndar. Lagt er til að Guðbergur Kristjánsson taki sæti Eiríks og verði jafnframt formaður nefndarinnar.
Samþykkt samhljóða.

Einnig er lagt til að Davíð Arnar Ágústsson taki sæti sem aðalmaður í fjölskyldu- og fræðslunefnd í stað Guðbergs Kristjánssonar og að Haraldur Guðmundsson verði varamaður í sömu nefnd.
Samþykkt samhljóða.
2. 2310072 - Veiting prókúru til sviðsstjóra fjármála- og stjórnsýslusviðs
Bæjarstjóri óskar eftir heimild til að veita sviðsstjóra fjármála- og stjórnsýslusviðs prókúru fyrir Sveitarfélagið Ölfus sbr. heimild í 51.gr. samþykkta Sveitarfélagsins Ölfuss.
Bæjarstjórn samþykkir að veita sviðsstjóra fjármála- og stjórnsýslusviðs prókúru fyrir Sveitarfélagið Ölfus sbr. heimild í 51.gr. samþykkta Sveitarfélagsins Ölfuss.

Samþykkt samhljóða.
3. 2306049 - DSK Breyting á skipulagi hafnarsvæðis - landfylling
Breyting á deiliskipulagi hafnarsvæðis hefur verið auglýst og komu ábendingar frá Umhverfisstofnun auk nokkurra athugasemda frá brimbrettaiðkendum þar á meðal frá Brimbrettafélaginu.
Einnig fékk skipulagsfulltrúi spurningu frá Skipulagsstofnun sem benti á að skoða þyrfti hvort senda ætti inn matsspurningu vegna framkvæmdarinnar, hvort framkvæmdin væri í samræmi við aðalskipulag og bent að að spurning væri hvort landfyllingin væri á friðlýstu svæði.
Hafnarnefnd hefur fjallað um málið og ályktað að einungis sé þörf á um helmingi þeirrar landfyllingar sem fyrirhuguð var. Þannig þurfi hún að ná 70 metra til suðurs frá Suðurvarargarði en ekki 140 metra í átt að útsýnisskífunni eins og fyrirhugað var í upphaflegri tillögu sem var auglýst.
Í viðhengi er tillaga að svari til brimbrettaiðkanda, svar skipulagsfulltrúa til Skipulagsstofnunnar og minnisbréf sem viðbrögð við ábendingum Umhverfisstofnunar.

Afgreiðsla nefndar: Sigurður Áss Grétarsson, ráðgjafi sveitarfélagsins í hafnarmálum, mætti á fundinn og gerði grein fyrir ýmsum hliðum málsins, meðal annars þeim fjárhagslegu.

Nefndin beinir því til bæjarstjórnar að skipulagsfulltrúa verði falið að ganga frá málinu í samræmi við 1. málsgrein 42. greinar skipulagslaga nr. 123/2010 m.s.br.
Nefndin vil árétta að tillagan er í samræmi við aðalskipulag. Einnig liggur fyrir jákvætt svar við matsspurningu frá því þegar Suðurvarargarður var lengdur og færður, nýlega sem enn er í fullu gildi, en þá var úrskurðað að framkvæmdin þyrfti ekki að fara í umhverfismat. Einnig er áréttað að framkvæmdin kemur hvergi nærri friðlýstu svæði.

Skipulagsfulltrúa falið að svara framkomnum athugasemdum í samræmi við tillögur í viðhengi.

Málið borið upp til atkvæða og greiddu þrír fundamenn D-lista atkvæði fyrir samþykki þess að fyrirliggjandi tillaga yrði send til samþykktar Skipulagsstofnunnar. Hrönn Guðmundsdóttir fulltrúi B-lista greiddi atkvæði gegn tillögunni og Vilhjálmur Baldur Guðmundsson fulltrúi B-lista sat hjá.

Nefndin í heild sinni hvetur Brimbrettafélagið til þess að opna viðræður við sveitarfélagið um bætta aðkomu niður í fjöruna.

Ása Berglind Hjálmarsdóttir tók til máls og lagði fram eftirfarandi tillögu fyrir hönd B- og H-lista:

Af virðingu við náttúruna og framtíðarkynslóðir þá leggjum við til að hætt verði við þessa umdeildu framkvæmd og landfylling endurhönnuð í samstarfi við Brimbrettafélagið.
Bæjarfulltrúar B- og H-lista

Tillaga Ásu Berglindar var sett í atkvæðagreiðslu og hún felld með 4 atkvæðum bæjarfulltrúa D-lista. Bæjarfulltrúar B- og H-lista greiddu atkvæði með tillögunni.

Grétar Ingi Erlendsson tók til máls og lagði fram eftirfarandi tillögu fyrir hönd bæjarfulltrúa D-lista:

Bent er á að skv. nýsamþykktu aðalskipulagi Ölfuss sem samþykkt var einróma í bæjarstjórn Ölfuss og staðfest hjá Skipulagsstofnun 17.11.22 er umrætt svæði sem landfyllingin kemur á skilgreint sem V (vötn, sjór og ár) í aðalskipulagi, þar kemur fram að „heimilaðar séu breytingar á viðleguköntum og sjóvarnargörðum í samræmi við aðliggjandi landnotkun á landi og/eða deiliskipulags.“

Aðliggjandi landnotkun er skilgreind sem H (hafnir) í aðalskipulagi, þar kemur fram að heimilt sé:
*Að stækka höfnina svo hægt verði að taka á móti stærri skipum en nú er mögulegt.
*Að efla starfsemi tengda sjósókn og flutningum á sjó.
*Að tryggja fyrirtaks aðstöðu fyrir flutningastarfsemi og aðra hafnsækna starfsemi.
*Að tryggja nægjanlegt framboð rúmra lóða fyrir hafnsækna starfsemi.

Komið hefur fram að tillaga um landfyllingu á svæði V er í samræmi við aðalskipulag. Einnig liggur fyrir jákvætt svar við matsspurningu frá því þegar Suðurvarargarður var lengdur og færður nýlega, sem enn er í fullu gildi, en þá var úrskurðað að framkvæmdin þyrfti ekki að fara í umhverfismat. Einnig er áréttað að framkvæmdin kemur hvergi nærri friðlýstu svæði.

Rétt er að hafa hugfast að fagnefndir sveitarfélagsins hafa ítrekað rætt þetta mál. Málið var upphaflega kynnt í framkvæmda- og hafnarnefnd 21.júní sl. þar sem því var visað í skipulagsferil án mótatkvæða. Umhverfis- og skipulagsnefnd afgreiddi málið einnig frá sér einróma og samþykkti að skipulagsfulltrúa yrði falið að auglýsa tillöguna 5. júlí sl. Það var svo staðfest af bæjarráði 20. júlí enn og aftur án mótatkvæða eða bókunar. Eftir það kom málið ásamt athugasemdum og málamiðlunartillögum til umfjöllunar á fundum fagnefnda nú síðast í umhverfis- og skipulagsnefnd 30. okt. og þar áður framkvæmda- og hafnarnefnd 18. okt. Þær fundargerðir eru einmitt til staðfestingar hér á fundi bæjarstjórnar í dag. Málið hefur því fengið vandlega umfjöllun og rýningu.

Eitt af því sem komið hefur fram í umfjöllun um málið er það álit hafnarverkfræðings sem hefur unnið að og stýrt endurbótum á höfninni að fyllingin muni ekki hafa nein áhrif á öldufar sunnan við útsýnispall. Endurkast sé óverulegt vegna grjótgarðs og muni endurkastast í átt að suðurvaragarði en ekki til baka.

Í nýlegum svörum hans til félags brimbrettafólks segir m.a.:
„Landfyllingin mun ekki hafa áhrif á öldufar á "brimbrettasvæðinu" og þar með á "brimbrettaölduna". Það er ekki neinn vafi í mínum huga að "brimbrettaaaldan" verður ekki fyrir áhrifum af þessum aðgerðum enda fer landfyllingin bara út að stórstraumsfjöruborði þannig að hún verður öll í "fjörunni" og fjaran við útsýnispallinn nær mun lengra út. Það er minn einlægur ásetningur að eyðileggja ekki þessa öldu fyrir brimbrettaiðkendum og ef það væri minnsti vafi um það í mínum huga þá hefði ég ekki lagt þetta til."

Þá er að lokum bent á að það er ekki tilviljun að ráðist er í þessa uppfyllingu á þessum stað við hlið nýs viðlegukants sem tekið getur á móti allt að 200 m. löngum skipum en í dag er eingöngu hægt að taka á móti 140 m löngum skipum. Þótt uppfyllingin sé ekki stór þá verður þar til mikilvægt athafnarsvæði sem nýtist til þjónustu þessara skipa. Komi til þess að þarna verði til byggingalóðir, sem enn er með öllu óvíst fara þær lóðir til úthlutunar samkvæmt reglum hjá sveitarfélaginu.

Með þetta í huga leggjum við til að ákvörðun fagnefndarinnar verði staðfest og að skipulagsfulltrúa verði falið að ganga frá málinu í samræmi við 1. málsgrein 42. grein skipulagslaga nr. 123/2010 m.s.br.

Ákvörðun þessa teljum við best tryggja heildarhagsmuni íbúa sveitarfélagsins.
Bæjarfulltrúar D-lista.

Gunnsteinn Ómarsson tók til máls og lagði fram eftirfarandi bókun fyrir hönd bæjarfulltrúa B- og H-lista:

Með þessari aðgerð er verið að skemma eða jafnvel eyðileggja einstaka náttúruperlu og verðmætt svæði sem gæti orðið gríðarlega verðmætt til framtíðar. Það eru fáir staðir í sveitarfélaginu og á landinu öllu sem eru jafn einstakir af náttúrunnar hendi eins og sá sem hér um ræðir. Hér er verið að fórna meiri hagsmunum fyrir minni og rökin fyrir þessari framkvæmd eru ekki nógu sterk.
Bæjarfulltrúar B- og H-lista

Tillaga Grétars lögð í atkvæðagreiðslu og hún samþykkt með 4 atkvæðum bæjarfulltrúa D-lista, bæjarfulltrúar B- og H- lista greiddu atkvæði gegn tillögunni.

4. 2309060 - DSK Thor Fiskeldi við Keflavík
Landslag leggur fram beiðni fyrir hönd fiskeldisstöðvarinnar Thor landeldi ehf. þar sem óskað er eftir heimild til að hefja vinnu við gerð deiliskipulags fyrir nýja fiskeldisstöð vestan Þorlákshafnar.

Einnig er lögð fram skipulags- og matslýsing deiliskipulags stöðvarinnar. Áform eru um uppbyggingu á fiskeldisstöð fyrir lax, bleikju eða regnbogasilung.

Í lýsingunni koma fram helstu áherslur við deiliskipulagsgerðina og upplýsingar um forsendur og stefnu og fyrirhugað skipulagsferli.

Afgreiðsla nefndar: Heimild veitt til að hefja deiliskipulagsgerð. Nefndin beinir því til bæjarstjórnar að skipulagsfulltrúa verði falið að auglýsa skipulagslýsinguna í samræmi við 40 gr. skipulagslaga nr. 123/2010 m.s.br.

Niðurstaða nefndarinnar staðfest.
5. 2210005 - DSK Eima - Deiliskipulag í landi Eimu i Selvogi
Á fyrri fundi nefndarinnar í september var samþykkt að heimila að unnið yrði skipulag í landi Eimu í Selvogi sem heimilaði tvö íbúðarhús og þrjár frístundalóðir. Nú er lagt fram skipulag í samræmi við það. Er þetta í samræmi við heimildir aðalskipulags fyrir landbúnaðarsvæði. Neysluvatn kemur frá borholu í landinu og liggur borskýrsla fyrir. Skipulagshöfundurinn hefur leitast við að húsin verði "stakstæð" sem er í samræmi við byggðarmynstrið í Selvogi.

Afgreiðsla nefndar: Nefndin beinir því til bæjarstjórnar að skipulagsfulltrúa verði falið að auglýsa tillöguna í samræmi við 1. málsgrein 41. greinar skipulagslaga nr. 123/2010 m.s.br.

Niðurstaða nefndarinnar staðfest.
6. 2310007 - Viðbygging - Ingólfsskáli
Sótt er um að leyfi til að byggja við Ingólfsskála aftanverðan þar sem staðið hafa gámar sem mynda gang milli eldhúss og veitingastaðar. Eigandi óskar eftir að fá að grenndarkynna tillögu sem hann hefur látið vinna. Búið er að setja af stað deiliskipulagsvinnu en ekkert deiliskipulag er í gildi fyrir svæðið.
Viðbygging er um 130 fermetrar en Ingólfsskáli er nálægt 1000 fermetrar að stærð þannig að um er að ræða um 13% stækkun á honum. Þegar byggt verður við húsið verða gámarnir fjarlægðir.

Afgreiðsla nefndar: Nefndin beinir því til bæjarstjórnar að skipulags- og byggingarfulltrúum verði heimilað að samþykkja breytinguna og ganga frá málinu í samræmi við 3. málsgrein 43. greinar skipulagslaga nr. 123/2010 m.s.br. Lóðarhafi þarf að sækja um byggingarleyfi og að skila öllum áskildum teikningum til byggingarfulltrúa í samræmi við byggingarreglugerð. Áskilið er samþykki eiganda Hvamms.

Niðurstaða nefndarinnar staðfest.
7. 2310027 - DSK Deiliskipulag Hafnarsandur 2 spennistöð L171864
Verkfræðistofan EFLA leggur fram deiliskipulag fyrir spennistöðvarlóðina Hafnarsandur 2 sem er rétt vestan við Þorlákshöfn. Skilgreindur er byggingarreitur og settir skilmálar fyrir frekari uppbyggingu á lóðinni vegna aukinna flutninga á raforku sem fyrirhuguð er til fiskeldistöðva First Water og Geo Salmo. Aðalskipulagsbreyting vegna jarðstrengja frá spennistöðinni að stöðvunum er í auglýsingaferli um þessar mundir.

Afgreiðsla nefndar: Nefndin beinir því til bæjarstjórnar að skipulagsfulltrúa verði falið að auglýsa tillöguna í samræmi við 1. málsgrein 41. greinar skipulagslaga nr. 123/2010 m.s.br

Niðurstaða nefndarinnar staðfest.
8. 2103042 - DSK Þórustaðanáma
Heilbrigðiseftirlit Suðurlands og Umhverfisstofnun gerðu athugasemdir á auglýsingatíma við deiliskipulag Þórustaðanámu. Nú hefur tillagan verið uppfærð til samræmis og borist hefur staðfesting frá Heilbrigðiseftirlitinu að svo sé.

Af umhverfissjónarmiðum er ekki talin ástæða til að verða við ábendingu Umhverfistofnunar um stækka námusvæðið gegn því að dýpt þess verði minnkuð. Bætt er við eftirfarandi kafla í greinargerð kafla 4.1.4 sem fjallar um ásýnd og frágang til að mæta annarri ábendingu Umhverfisstofnunnar:
Við lok vinnslu eða verði starfsemi hætt skal fjarlægja öll mannvirki og skila svæðinu snyrtilegu og þannig að ekki sé óþarfa hraunhætta. Frágangi efnistökusvæðis eftir vinnslu skal þannig háttað að því svæði sem hefur verið raskað skal gert að falla aftur að nærumhverfi sínu og að það líkist sem mest landformum í nærumhverfinu. Svæðið verður aðlagað að núverandi landi og gengið frá yfirborði í samræmi við umhverfið í kring. Gert er ráð fyrir að náman verði unnin í vinnslufláa 1:1 niður í botn námunnar, þ.e. fyrir hvern metra frá jaðri að miðju efnistökusvæðis er grafinn einn metri niður. Að vinnslu lokinni kemur þá til með að vera eftir V-laga gil í fjallinu með hlíðar í sambærilegum halla og aðliggjandi hlíðar beggja vegna við námuna. Á svæðinu er að finna laust yfirborðsefni sem nota skal við frágang að svo miklu leyti sem hægt er. Forðast skal skarpar línur við frágang.
Landmótun og viðeigandi uppgræðsla skal fara fram að vinnslu lokinni. Vinna skal samkvæmt landmótunaráætlun og bent er á vefsíðuna namur.is varðandi vinnslu og frágang svæðis.

Afgreiðsla nefndar: Nefndin beinir því til bæjarstjórnar að skipulagsfulltrúa verði falið að ganga frá málinu í samræmi við 1. málsgrein 42. greinar skipulagslaga nr. 123/2010 m.s.br.

Niðurstaða nefndarinnar staðfest.
9. 2201034 - DSK deiliskipulag sumarhúsalóðar Suða í Selvogi
Vegagerðin gerði athugasemd við deiliskipulag Suðu í Selvogi á auglýsingartíma. Hefur uppdráttum verið breytt þannig að nú eru fjarlægðir milli vegtenginga í samræmi við óskir stofnunarinnar og þær hafa verið málsettar. Að auki hefur byggingarreitur verið færður fjær vegi svo nýjar byggingar verða lengra frá vegbrún en 50 metrar. Eldra hús er innan þeirra marka en það er byggt áður en núverandi skipulagslög og skipulagsreglugerð tóku gildi.

Afgreiðsla nefndar: Nefndin beinir því til bæjarstjórnar að skipulagsfulltrúa verði falið að ganga frá málinu í samræmi við 1. málsgrein 42. greinar skipulagslaga nr. 123/2010 m.s.br. Nefndin telur að þær breytingar sem gerðar hafa verið á skipulaginu séu ekki þess eðlis að auglýsa skuli það aftur.

Niðurstaða nefndarinnar staðfest.
10. 2310025 - DSK Hellisheiðarvirkjun - Breyting 18 á deiliskipulagi vegna niðurdælingar Carbfix
Landslag, fyrir hönd Orkuveitu Reykjavíkur, sækir um að gera óverulega breytingu á deiliskipulagi Hellisheiðarvirkjunar. Tilgangur breytingarinnar er að taka af öll tvímæli um heimildir Carbfix til að dæla koltvísýringi og brennisteinsvetni í jörðu. Þessi niðurdæling breytir efnunum í stein en þetta er ferli sem er nú þegar í gangi í berginu en segja má að niðurdælingin flýti því. Myndast bergtegundin silfurberg við þess aðgerð. Eingöngu er um staðbundið koldíoxíð að ræða.

Afgreiðsla nefndar: Nefndin beinir því til bæjarstjórnar að skipulagsfulltrúa verði falið að auglýsa tillöguna í samræmi við 2. málsgrein 43. greinar og 3. málsgrein 44. greinar skipulagslaga nr. 123/2010 m.s.br.
Skipulagsnefnd vil árétta að breytingin er það óveruleg að hún varðar einungis hagsmuni umsækjanda og sveitarfélagsins og því verður hún ekki kynnt fyrir nágrönnum í samræmi við 2. málsgrein 44. greinar sömu laga.

Niðurstaða nefndarinnar staðfest.
11. 2210012 - DSK Raufarhólshellir - breyting á deiliskipulagi
Verkfræðistofan EFLA leggur fram endurskoðaða tillögu deiliskipulags sem fjallar um uppbyggingu við Raufarhólshelli. Tillagan hefur verið auglýst og komu athugasemdir sem brugðist var við og fjallað um í nefndinni á 44. fundi í janúar.
Nú hefur skipulagshöfundur breytt tillögunni þannig að allt skólp verður fjarlægt af svæðinu.

Afgreiðsla nefndar: Nefndin beinir því til bæjarstjórnar að skipulagsfulltrúa verði falið að ganga frá málinu í samræmi við 1. málsgrein 42. greinar skipulagslaga nr. 123/2010 m.s.br.

Niðurstaða nefndarinnar staðfest.
12. 2310036 - DSK íbúðar- og frístundalóðir ofan vegar Riftún L171796
Landeigandi í Riftúni leggur fram deiliskipulagstillögu fyrir frístundasvæði sem skilgreint er í aðalskipulagi á landinu Riftún. Einnig eru skilgreindir byggingarreitir fyrir 3 ný íbúðarhús á svæðinu i samræmi við heimildir aðalskipulags um uppbyggingu á landbúnaðarlandi. Þar sem tvö íbúðarhús eru á svæðinu fyrir verða 5 íbúðarhús á svæðinu auk þeirra 9 frístundalóða sem skipulagið heimilar.

Afgreiðsla nefndar: Nefndin beinir því til bæjarstjórnar að skipulagsfulltrúa verði falið að auglýsa tillöguna í samræmi við 1. málsgrein 41. greinar skipulagslaga nr. 123/2010 m.s.br.
Landeigandi þarf að bæta málsetningar, afla samþykkis eiganda lands L171797 og bæta þarf við kvöð um aðkomu að borholu á uppdrátt. Skila þarf staðfestingu á öflun neysluvatns áður en tillagan verður auglýst.

Niðurstaða nefndarinnar staðfest.
13. 2310067 - DSK Landeldi - skipulagslýsing fyrir tvö ný deiliskipulög - Laxabraut 15-27 L228680
EFLA leggur fram skipulagslýsingu fyrir framtíðaruppbyggingu á lóðum Landeldis að Laxabraut 15-27. Hugmyndin er að á svæðinu verði tvö deiliskipulög. Í gildi er deiliskipulag fyrir Laxabraut 21-25 sem verður fellt úr gildi þegar nýja skipulagið tekur gildi.

Afgreiðsla nefndar: Nefndin beinir því til bæjarstjórnar að skipulagsfulltrúa verði falið að auglýsa skipulagslýsinguna í samræmi við 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 m.s.b.

Niðurstaða nefndarinnar staðfest.
14. 2111029 - DSK Ólafsskarð Skæruliðaskáli
Skipulag fyrir Skæruliðaskálann í Ólafsskarði hefur verið auglýst og sent Skipulagsstofnun sem gerði lítils háttar athugasemdir sem skipulagshöfundur hefur brugðist við á þeim uppdrætti sem lagður er fram. Þessi töf varð til þess að skipulagið "rann út á tíma", því meira en ár er nú liðið síðan athugasemdafrestur í lok auglýsingartíma rann úr og því þarf að auglýsa það aftur.

Afgreiðsla nefndar: Nefndin beinir því til bæjarstjórnar að skipulagsfulltrúa verði falið að auglýsa tillöguna í samræmi við 1. málsgrein 41. greinar skipulagslaga nr. 123/2010 m.s.br.

Afgreiðsla: Niðurstaða nefndarinnar staðfest.
Fundargerðir til staðfestingar
15. 2309009F - Skipulags- og umhverfisnefnd - 59
Fundargerð 59.fundar skipulags- og umhverfisnefndar frá 04.10.20223 til staðfestingar.

1. 2310007 - Viðbygging - Ingólfsskáli. Tekið fyrir sérstaklega.
2. 2309060 - DSK Thor Fiskeldi við Keflavík. Tekið fyrir sérstaklega.
3. 2210005 - DSK Eima - Deiliskipulag í landi Eimu i Selvogi. Tekið fyrir sérstaklega.
4. 2104019 - Hveradalir - skipting lóða. Niðurstaða nefndarinnar staðfest.
5. 2309055 - Umsókn um framkvæmdaleyfi vegna endurnýjunar lagna og aukinnar vatnstöku. Niðurstaða nefndarinnar staðfest.
6. 2309053 - Stofnun landsins Reykjakot beitiland úr jörðinni Reykjakot L171794. Niðurstaða nefndarinnar staðfest.
7. 2309052 - Breyting á afmörkun lands Reykjakot land L172341. Niðurstaða nefndarinnar staðfest.
8. 2309054 - Sundabraut umsögn um matsáætlun. Niðurstaða nefndarinnar staðfest.
9. 2309056 - Jarðstrengir að fiskeldisstöðvum umsögn um matsspurningu. Niðurstaða nefndarinnar staðfest.

Fundargerðin tekin fyrir í heild sinni og hún staðfest.
16. 2310003F - Fjölskyldu- og fræðslunefnd - 14
Fundargerð fjölskyldu- og fræðslunefndar frá 18.10.2023 til staðfestingar.

1. 2310024 - Deildarstjóri velferðarþjónustu - kynning. Til kynningar.
2. 2310015 - Uppbygging skólaþjónustusvæða í landshlutanum. Niðurstaða nefndarinnar staðfest.
3. 2112015 - Skólastefna Sveitarfélagsins Ölfuss. Til kynningar.
4. 2310031 - Fjárhagsáætlun 2024 - kynning. Til kynningar.

Fundargerðin tekin fyrir í heild sinni og hún staðfest.
17. 2310002F - Skipulags- og umhverfisnefnd - 60
Fundargerð 60.fundar skipulags- og umhverfisnefndar frá 18.10.2023 til staðfestingar.

1. 2310027 - Deiliskipulag Hafnarsandur 2 spennistöð L171864. Tekið fyrir sérstaklega.
2. 2310042 - Stofnun lóðar úr landinu Bakkahlíð L233300. Niðurstaða nefndarinnar staðfest.
3. 2310025 - Hellisheiðarvirkjun - Breyting 18 á deiliskipulagi vegna niðurdælingar Carbfix. Tekið fyrir sérstaklega.
4. 2310028 - DSK deiliskipulag Hlíðarendi L171724. Niðurstaða nefndarinnar staðfest.
5. 2309035 - ASK Meitlar og Hverahlíð II - Aðalskipulagsbreyting vegna rannsóknaboranna. Niðurstaða nefndarinnar staðfest.
6. 2302017 - DSK Meitlar deiliskipulag vegna rannsóknarborhola í Meitlum á Hellisheiði. Niðurstaða nefndarinnar staðfest.
7. 2302023 - ASK og DSK Litla Sandfell breyting á aðalskipulagi og deiliskipulag. Niðurstaða nefndarinnar staðfest.
8. 2103042 - DSK Þórustaðanáma. Tekið fyrir sérstaklega.
9. 2201034 - DSK deiliskipulag sumarhúsalóðar Suða í Selvogi. Tekið fyrir sérstaklega.
10. 2310019 - Thor Landeldi - umsókn um nýtingu borhola á lóð. Niðurstaða nefndarinnar staðfest.
11. 2310018 - Reykir L171792 umsókn um framkvæmdaleyfi vegna borhola. Niðurstaða nefndarinnar staðfest.
12. 2310029 - Umsókn framkvæmdasjóður ferðamannastaða. Niðurstaða nefndarinnar staðfest.
13. 2309056 - Jarðstrengir að fiskeldisstöðvum umsögn um matsspurningu. Niðurstaða nefndarinnar staðfest.
14. 2308048 - Fyrrum Suðurlandsvegur - ný skilti. Niðurstaða nefndarinnar staðfest.
15. 2310026 - Reykjavik aðalskipulagsbreyting skotæfingasvæði. Niðurstaða nefndarinnar staðfest.

Fundargerðin tekin fyrir í heild sinni og hún staðfest.
18. 2310004F - Framkvæmda- og hafnarnefnd - 44
Fundargerð 44.fundar framkvæmda- og hafnarnefndar frá 18.10.2023 til staðfestingar.

1. 2309057 - Breyting á akstursleið innan hafnarsvæðis. Niðurstaða nefndarinnar staðfest.
2. 2206077 - Gatnagerð - Vesturbyggð. Niðurstaða nefndarinnar staðfest.
3. 2306027 - Landfylling suðvestan við Suðurvarargarð. Niðurstaða nefndarinnar staðfest.
4. 2109002 - Stækkun hafnarinnar Áfangi 1. Suðurvarargarður og Suðurvararbryggja. Til kynningar.
5. 2301017 - Framkvæmdaráætlun 2022-23. Til kynningar.

Fundargerðin tekin fyrir í heild sinni og hún staðfest.
19. 2310006F - Íþrótta- og tómstundanefnd - 41
Fundargerð 41.fundar íþrótta- og tómstundanefndar frá 18.10.2023 til staðfestingar.

1. 2310008 - Erindi frá knattsp.félaginu Ægi. Til staðfestingar.

Nefndin samþykkti á fundi sínum að skipaður verði þriggjamanna stýrihópur til að hefja undirbúning að byggingu á fjölnotaíþróttahúsi með áherslu á að bæta æfingaaðstöðu til iðkunar knattspyrnu yfir vetrarmánuðina. Nefndin felur stýrihópnum að skoða sérstaklega hagkvæmar lausnir svo sem loftborið hús. Þá skoði stýrihópurinn einnig æskilegar staðsetningar og skili tillögum þar um. Nefndin felur stýrihópnum einnig að meta og forgangsraða þeim atriðum sem fjallað er um í erindi formanns Ægis.

Bæjarstjórn samþykkir að skipa Gest Þór Kristjánsson, Eirík Vigni Pálsson og Vilhjálm Baldur Guðmundsson sem nefndarmenn í stýrihópnum.
Liður 1 lagður í atkvæðagreiðslu og samþykktur samhljóða.

2. 2310016 - Upplýsingar frá deildum Þórs vegna fjárhagsáætlunar 2024. Niðurstaða nefndarinnar staðfest.
3. 2310046 - Tillaga að ungmennaráði 2023-2024. Niðurstaða nefndarinnar staðfest.
4. 2310047 - Erindi Golfklúbbs Þorlákshafnar. Niðurstaða nefndarinnar staðfest.
5. 2310048 - Umsóknir í afreks- og styrktarsjóð Ölfuss. Niðurstaða nefndarinnar staðfest.

Fundargerðin tekin fyrir í heild sinni og hún staðfest.
20. 2310005F - Bæjarráð Ölfuss - 406
Fundargerð 406.fundar bæjarráðs frá 19.10.2023 til staðfestingar.

1. 2308047 - Beiðni um endurnýjun á viljayfirlýsingu vegna Hnjúkamóa 2 og 4. Til kynningar.
2. 2308041 - Fjárhags- og framkvæmdaáætlun Sveitarfélagsins Ölfuss 2024-2027. Niðurstaða nefndarinnar staðfest.
3. 2309059 - Ósk um breyttan opnunartíma þjónustumiðstöðvar. Niðurstaða nefndarinnar staðfest.
4. 2310030 - Breytingar á snjómokstursreglum í dreifbýli. Niðurstaða nefndarinnar staðfest.
5. 2310034 - Tilkynning um fyrirhugaða niðurfellingu hluta Hvolsvegar í Ölfusi. Niðurstaða nefndarinnar staðfest.
6. 2310045 - Beiðni um viðauka - ljóskastarar. Niðurstaða nefndarinnar staðfest.
7. 2310035 - Beiðni um styrk - Strókur. Niðurstaða nefndarinnar staðfest.
8. 2310041 - Beiðni um styrk - Aflið. Niðurstaða nefndarinnar staðfest.
9. 2310044 - Jafnvægisvogin 2023. Til kynningar.
10. 2310043 - Ágóðahlutagreiðsla 2023 Brunabótafélag Íslands. Til kynningar.
11. 1704002 - Lagafrumvörp Beiðni Alþingis um umsögn. Til kynningar.

Fundargerðin tekin fyrir í heild sinni og hún staðfest.
21. 2310010F - Skipulags- og umhverfisnefnd - 61
Fundargerð 61.fundar skipulags- og umhverfisnefndar frá 30.10.2023 til staðfestingar.

1. 2310067 - DSK Landeldi - skipulagslýsing fyrir tvö ný deiliskipulög - Laxabraut 15-27 L228680. Tekið fyrir sérstaklega.
2. 2310036 - DSK íbúðar- og frístundalóðir ofan vegar Riftún L171796. Tekið fyrir sérstaklega.
3. 2210012 - DSK Raufarhólshellir - breyting á deiliskipulagi. Tekið fyrir sérstaklega.
4. 2210009 - Hjarðarból - umsókn um stöðuleyfi - gámur með vindhverfli. Niðurstaða nefndarinnar staðfest.
5. 2207032 - DSK Þrastarvegur 1. Niðurstaða nefndarinnar staðfest.
6. 2307033 - Kæra vegna kröfu um deiliskipulag Þóroddsstaðir 2C. Niðurstaða nefndarinnar staðfest.
7. 2305017 - Þóroddsstaðir 2 - stofnun og sameining lóða. Niðurstaða nefndarinnar staðfest.
8. 2309053 - Stofnun landsins Reykjakot beitiland úr jörðinni Reykjakot L171794. Niðurstaða nefndarinnar staðfest.
9. 2307015 - Sandhóll uppskipting og stofnun lands L17177-98. Niðurstaða nefndarinnar staðfest.
10. 2203007 - Erindi um þrengingu og hraðskilti í Setbergi. Niðurstaða nefndarinnar staðfest.
11. 2306002 - Girðingar við Vesturbakka. Niðurstaða nefndarinnar staðfest.
12. 2310019 - Thor Landeldi - umsókn um nýtingu borhola á lóð. Niðurstaða nefndarinnar staðfest.

Bæjarstjórn staðfestir afstöðu skipulagsnefndar og þar með þann skilning Thor landeldi ehf. sé sem leigutaka að lóðum nr. 35, 37, 39 og 41 við Laxabraut í Þorlákshöfn, að nýta borholur sem eru merktar eru nr. FS-05, FF-02, FS-02, FS-01, FF-04, FS-04 og FS-03. Nýtingin yrði í samræmi við gildandi leigusamning um ofangreindar lóðir. Hreinsun borholanna og nýting yrði á kostnað og áhættu Thor landeldi ehf. sem og að tryggja umferð fótgangandi með því að brúar lagnir sem frá borholunum kunna að liggja og tryggja þar með að umferð gangandi verði ekki fyrir röskun vegna framkvæmdanna.

13. 2306049 - DSK Breyting á skipulagi hafnarsvæðis - landfylling. Tekið fyrir sérstaklega.

Fundargerðin tekin fyrir í heild sinni og hún staðfest.
22. 2310009F - Stjórn vatnsveitu - 15
Fundargerð 15.fundar stjórnar vatnsveitunnar frá 24.10.2023 til staðfestingar.

1. 2310050 - Vatnsveita dreifbýli - uppbygging á vatnsbólum Ölfusborgir og Berglind. Niðurstaða nefndarinnar staðfest.

Fundargerðin tekin fyrir í heild sinni og hún staðfest.
23. 2310011F - Afgreiðslunefnd byggingarfulltrúa - 55
Fundargerð 55.fundar afgreiðslunefndar byggingarfulltrúa frá 30.10.2023 til kynningar.

1. 2310057 - Umsókn um byggingarheimild eða -leyfi - Klettamói 3 - Flokkur 2
2. 2310056 - Umsókn um byggingarheimild eða -leyfi - Hnjúkamói 4 - Flokkur 2
3. 2310054 - Umsókn um byggingarheimild eða -leyfi - Hnjúkamói 6 - Flokkur 2
4. 2310063 - Umsókn um byggingarheimild eða -leyfi - Gyðugata 1-3-5 - Flokkur 2
5. 2310064 - Umsókn um byggingarheimild eða -leyfi - Klettagljúfur 15 - Flokkur 2
6. 2310055 - Umsókn um byggingarheimild eða -leyfi - Laxabraut 19 - Flokkur 1
7. 2310068 - Umsókn um lóð Bárugata 21
8. 2310062 - Umsókn um lóð Selvogsbraut 43
9. 2310061 - Umsókn um lóð Selvogsbraut 43
10. 2310060 - Umsókn um lóð Selvogsbraut 43
11. 2310059 - Umsókn um lóð Selvogsbraut 43
12. 2310058 - Umsókn um lóð Selvogsbraut 43
13. 2310053 - Umsókn um lóð Selvogsbraut 43
14. 2310052 - Umsókn um stöðuleyfi

Fundargerðin í heild sinni lögð fram til kynningar.
Fundargerðir til kynningar
24. 1701026 - Brunamál Fundargerðir stjórnar Brunavarna Árnessýslu
Fundargerð 11.fundar stjórnar Brunavarna Árnessýslu frá 12.09.2023, 12.fundar frá 28.09.2023 og 13.fundar frá 03.10.2023 til kynningar.
Lagt fram til kynningar
25. 1603005 - Samstarf sveitarfélaga Fundargerðir stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga
Fundargerð 934.fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga frá 29.09.2023 og 935.fundar frá 16.10.2023 til kynningar.

Lagt fram til kynningar
26. 1611032 - Almannavarnir Fundargerðir almannavarnarnefndar Árnessýslu
Fundargerð 3.fundar framkvæmdaráðs Almannavarna Árnessýslu frá 28.09.2023 til kynningar.
Lagt fram til kynningar
27. 1701032 - Fræðslumál Fundagerðir stjórnar Tónlistarskóla Árnesinga.
Fundargerð 208.fundar stjórnar Tónlistarskóla Árnesinga frá 15.09.2023 og 209.fundar frá 28.09.2023 til kynningar.
Lagt fram til kynningar
28. 1603010 - Málefni fatlaðs fólks Fundargerðir stjórnar Bergrisans.
Fundargerðir 62.fundar stjórnar Bergrisans bs. frá 28.08.2023 og 63.fundar frá 18.09.2023 til kynningar.
Lagt fram til kynningar
29. 2009052 - Fundargerðir Heilbrigðisnefndar Suðurlands
Fundargerð 231.fundar heilbrigðisnefndar Suðurlands frá 05.10.2023 til kynningar.
Lagt fram til kynningar
30. 1602012 - Samstarf sveitarfélaga Fundargerðir stjórnar SASS.
Fundargerð 601.fundar stjórnar SASS frá 06.10.2023 og 602.fundar frá 25.10.2023 til kynningar.
Lagt fram til kynningar
31. 1601020 - Hreinlætismál Fundargerðir stjórnar Sorpstöðvar Suðurlands.
Fundargerð 320.fundar stjórnar Sorpstöðvar Suðurlands frá 25.10.2023 til kynningar.
Lagt fram til kynningar
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 17:30 

Til bakaPrenta
X Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?