Fundargerðir

Til bakaPrenta
Stjórn vatnsveitu - 1

Haldinn í fjarfundi,
21.04.2021 og hófst hann kl. 08:15
Fundinn sátu: Grétar Ingi Erlendsson aðalmaður,
Eiríkur Vignir Pálsson aðalmaður,
Guðmundur Oddgeirsson aðalmaður,
Sigmar Björgvin Árnason sviðsstjóri.
Fundargerð ritaði: Sigmar B Árnason, Sviðsstjóri/byggingarfulltrúi


Dagskrá: 
Almenn mál
1. 2008031 - Stofnun stjórn fyrir vatnsveitu
Erindisbréf stjórnar vatnsveitu lagt fram til kynningar og drög af verklagsreglum lagðar fram
Afgreiðsla: Stjórn vatnsveitu þakkar fyrir kynninguna og felur vatnsveitustjóra að fullgera verklagsreglur og leggja fram á næsta fundi til samþykktar.
2. 2102020 - DSK Akurholt II
Gísli R. Runólfsson fyrir hönd Kot eignarhaldsfélags ehf
óska hér eftir að tengjast vatnsveitunni Berglindi inná landið Akurholt 2 Ölfusi sem er nú í deiliskipulagsferli.

Afgreiðsla: Vatnsveitustjórn felur sviðstjóra að koma athugasemdum við umsókn um tengingu við Berglindi þar sem krafa um slökkvivatn er umfram getu vatnsveitunar miða við það byggingarmagn sem deiliskipulag gerir ráð fyrir.
3. 2104020 - Akurholt - stofnun 4 lóða
Runólfur Gíslason óskar hér eftir að tengjast vatnsveitunni Berglindi inná landið Akurholt Ölfusi sem er nú í deiliskipulagsferli. Tillaga af lagnaleið liggur fyrir samkv. drögum af deiliskipulagi unnið af verkfræðistofunni Bölti ehf.
Afgreiðsla: Vatnsveitustjórn felur sviðstjóra að koma athugasemdum við umsókn um tengingu við vatnsveitu Ölfus.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 9:30 

Til bakaPrenta
X Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?