Fundargerðir

Til bakaPrenta
Skipulags- og umhverfisnefnd - 93

Haldinn í Ráðhúsi Ölfuss,
07.05.2025 og hófst hann kl. 08:15
Fundinn sátu: Geir Höskuldsson formaður,
Björn Kjartansson 2. varamaður,
Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir 1. varamaður,
Vilhjálmur Baldur Guðmundsson aðalmaður,
Hrafnhildur Hlín Hjartardóttir 1. varamaður,
Guðmundur Oddgeirsson áheyrnarfulltrúi,
Sigurður Steinar Ásgeirsson skipulagsfulltrúi,
Fundargerð ritaði: Sigurður Steinar Ásgeirsson, Skrifstofu- og verkefnastjóri


Dagskrá: 
Almenn mál
1. 2504132 - Umsókn um framkvæmdaleyfi fyrir tilraunaborholum - kynning á fundi
Fulltrúar Carbfix munu koma fyrir fundinn og kynna áform um að bora rannsóknarborholur norðan af Þorlákshöfn. Umsókn um framkvæmdaleyfi fyrir framkvæmdinni er í vinnslu og mun koma fyrir nefndina á næstu vikum.
Afgreiðsla skipulags- og umhverfisnefndar: kynnt á fundinum.
2. 2504135 - Verkefni framundan í dreifbýli Ölfuss
Fulltrúar frá Veitum munu mæta á fundinn og kynna þau verkefni sem eru á döfinni o.fl.
Afgreiðsla skipulags- og umhverfisnefndar: kynnt á fundinum.
3. 2501047 - Merkjalýsing - Samsett aðgerð - Auðsholt (L171670)
Lagt er fram merkjalýsing - samsett aðgerð - Auðsholt og Auðsholtshjáleiga. Merkjalýsing þessi er unnið skv. gildandi aðalskipulagi Sveitarfélagsins Ölfuss 2020-2036. Í gildi er deiliskipulag fyrir fjórar lóðir á jörðinni Auðsholt, dags. B.deild augl. 28.4.2022. Merkjalýsing þessi er um afmörkun á jörðum Auðsholt (L171670) og Auðsholtshjáleigu (L171673).
Afgreiðsla skipulags- og umhverfisnefndar: Samþykkt
4. 2501048 - Merkjalýsing - Samsett aðgerð - Auðsholtshjáleiga (L171673)
Lagt er fram merkjalýsing - samsett aðgerð - Auðsholt og Auðsholtshjáleiga. Merkjalýsing þessi er unnið skv. gildandi aðalskipulagi Sveitarfélagsins Ölfuss 2020-2036. Í gildi er deiliskipulag fyrir fjórar lóðir á jörðinni Auðsholt, dags. B.deild augl. 28.4.2022. Merkjalýsing þessi er um afmörkun á jörðum Auðsholt (L171670) og Auðsholtshjáleigu (L171673).
Afgreiðsla skipulags- og umhverfisnefndar: Samþykkt
5. 2401047 - Þorkelsgerði 2C, nýtt DSK
-Endurkoma, endurauglýst þar sem 12 mánuðir eru liðnir frá lokum auglýsingarfrests.
Lagt er fram nýtt deiliskipulag fyrir spilduna Þorkelsgerði 2c. Í skipulaginu felst að landinu er skipt upp í 4 lóðir, eina íbúðarhúsalóð og 3 frístundahúsalóðir.

Afgreiðsla skipulags- og umhverfisnefndar: Nefndin beinir því til bæjarstjórnar að skipulagsfulltrúa verði falið að auglýsa tillöguna í samræmi við 1. málsgrein 41. greinar skipulagslaga nr. 123/2010.
6. 2504103 - Erindi varðandi reiðleiðir og skipulag í Ölfusi
Hestamannafélagið Háfeti leggja fram erindi er varðar reiðleiðir í kringum þéttbýli Þorlákshafnar. Þess er farið á leit að sú aðstaða sem hefur tapast vegna framkvæmda verði endursköpuð.
Afgreiðsla skipulags- og umhverfisnefndar: Nefndin harmar að skipulag hafi þrengt að hestamönnum eins og orðið hefur og tekur erindinu fagnandi.

Tillaga Háfeta að leiðum samþykkt. Nefndin vill benda á að skoða þurfi í samræmi við framtíðar skipulag reiðleiðina út í Nes. Leið nr. 2 (hvít) liggur á svæði sem mun að öllum líkindum byggjast upp í framtíðinni. Nefndin leggst ekki gegn því að þar verði lögð reiðleið en vill þó benda á að hún gæti þurft að víkja á næstu 5 árum.
7. 2504105 - Merkjalýsing - Samsett aðgerð - Víkursandur
Lagt er fram merkjalýsing - samsett aðgerð - Víkursandur 3 - 24. Merkjalýsing þessi er unnið skv. gildandi deiliskipulagsbreytingu fyrir Víkursand - uppskipting lóða, dags. B.deild augl. 12.03.2025 og aðalskipulagi Sveitarfélagsins Ölfuss 2020-2036. Í merkjalýsingunni er farið yfir nýjar afmarkanir lóða við Víkursand samkvæmt gildandi deiliskipulagsbreytingu. Um er að ræða samruna og uppskiptingu landeigna ásamt skráningu landstærðar fasteigna auk staðfangabreytinga.
Afgreiðsla skipulags- og umhverfisnefndar: Samþykkt
8. 2504113 - Ályktun aðalfundar Skógfræðingafélags Íslands
Afgreiðsla skipulags- og umhverfisnefndar: Nefndin þakkar ábeninguna.
9. 2504131 - Egilsbraut 23 - Beiðni um að byggja skála yfir pall
Eigendur íbúðar 1 til hægri í fjölbýlishúsinu Egilsbraut 23 leggja fram beiðni um að byggja óupphitaðan sólskála við íbúð sína. Þegar hefur verið fengið samþykki hjá öðrum íbúum í fjölbýlishúsinu auk þess sem fengið hefur verið samþykki næsta nágranna í húsinu Háaleiti. Framkvæmdir við skálann höfðu þegar hafist en voru stöðvaðar að fyrirmælum byggingarfulltrúa þar sem byggingarleyfi lá ekki fyrir.
Afgreiðsla skipulags- og umhverfisnefndar: Hrafnhildur Hlín Hjartardóttir vék af fundi fyrir afgreiðslu máls.

Nefndin vill árétta mikilvægi þess að ekki sé ráðist í byggingarleyfisskyldar framkvæmdir nema eftir að byggingarleyfi er veitt. Ekki er heimilt að hefja framkvæmdir að nýju fyrr en byggingarfulltrúi hefur veitt til þess leyfi með sannarlegum hætti.
Tillagan krefst grenndarkynningar í samræmi við 2. mgr. 43. gr. laga nr. 123/2010 áður en umsókn um byggingarleyfi er tekin fyrir. Málsaðili hefur lagt fram undirritun frá íbúum hússins og nágranna sem mun sjá viðbygginguna frá sinni eign. Því er fallist á að tillagan teljist þegar grenndarkynnt skv. áðurnefndu ákvæði. Nefndin beinir því til málsaðila að leggja fram umsókn um byggingarleyfi til byggingarfulltrúa sem tryggir að byggingarreglugerð sé fylgt.
10. 2504133 - Hvoll í Ölfusi - nýtt deiliskipulag
Lagt er fram deiliskipulag fyrir jörðina Hvoll. Skipulagið felur í sér að landinu er skipt í tennt og á öðrum hluta þess er skipulagt íbúðarhús (Í á uppdrætti), skemma (Ú á uppdrætti) og þrjú gestahús (G á úppdrætti).
Afgreiðsla skipulags- og umhverfisnefndar: Nefndin beinir því til bæjarstjórnar að skipulagsfulltrúa verði falið að auglýsa tillöguna í samræmi við 1. málsgrein 41. greinar skipulagslaga nr. 123/2010.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 10:15 

Til bakaPrenta
X Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?