Fundargerðir

Til bakaPrenta
Skipulags- og umhverfisnefnd - 41

Haldinn í Ráðhúsi Ölfuss,
21.11.2022 og hófst hann kl. 08:15
Fundinn sátu: Geir Höskuldsson formaður,
Hjörtur S. Ragnarsson varaformaður,
Vilhjálmur Baldur Guðmundsson aðalmaður,
Hrönn Guðmundsdóttir aðalmaður,
Gunnlaugur Jónasson skipulagsfulltrúi,
Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir 1. varamaður,
Fundargerð ritaði: Gunnlaugur Jónasson, skipulagsfulltrúi


Dagskrá: 
Almenn mál
1. 2206054 - DSK Geo Salmo Fiskeldi - Básar vestan við Keflavík
VSÓ ráðgjöf leggur fram deiliskipulagtillögu fyrir hönd lóðarhafa af fiskeldisstöð Geo Salmo í Básum vestan Keflavíkur. Skilgreindur er byggingarreitur fyrir mannvirki og sýnd staðsetning útrásar og borhola og settir skilmálar fyrir uppbyggingu lóðarinnar.
Afgreiðsla: Nefndin beinir því til bæjarstjórnar að skipulagsfulltrúa verði falið að auglýsa tillöguna í samræmi við 1. málsgrein 41. greinar skipulagslaga nr 123/2010 m.s.br.
Nefndin bendir á að gera þarf nánari grein fyrir frágangi göngu og reiðstíga og gæta að fjarlægð milli þeirra og að leiðir lokist ekki á framkvæmdatíma. Leitast skal við að halda ljósmengun í lágmarki.
2. 2211022 - DSK Deiliskipulag Bakki 2 - stofnun lóðar
Sigurður Jakobsson leggur fram deiliskipulagstillögu sem skilgreinir lóð úr landinu Bakka 2 vegna fyrirhugaðra landskipta í samræmi við samþykkt nefndarinnar á 37. fundi. Þá var stofnun lóðar og nafnabreyting samþykkt með fyrirvara um deiliskipulag. Lóðin fær nafnið Bæjarbrún í samræmi við þá samþykkt.
Afgreiðsla: Nefndin beinir því til bæjarstjórnar að skipulagsfulltrúa verði falið að auglýsa tillöguna í samræmi við 1. málsgrein 41. greinar skipulagslaga nr 123/2010 m.s.br.
3. 2103042 - ASK og DSK Þórustaðanáma
Efla leggur fram deiliskipulag fyrir Þórustaðanámu. Skipulagið er í samræmi við nýtt aðalskipulag sveitarfélagsins og skipulagslýsingu sem var samþykkt til auglýsingar í nefndinni á mars á síðasta ári.
Afgreiðsla: Nefndin beinir því til bæjarstjórnar að skipulagsfulltrúa verði falið að auglýsa tillöguna í samræmi við 1. málsgrein 41. greinar skipulagslaga nr 123/2010 m.s.br.
Bent er að gera þarf grein fyrir gönguleið upp fjallið sem er innan deiliskipulagsmarka, austan megin og núverandi göngu- og reiðleiðum innan deiliskipulagssvæðis.
4. 2211023 - ASK Núpanáma breyting á aðalskipulagi
Efla leggur fram skipulagslýsingu vegna breytingar á aðalskipulagi Núpanámu. Umfangi skipulagssvæðisins er breytt og efnismagn aukið.
Til stendur að nýta efni úr námunni við næsta áfanga Suðurlandsvegar framhjá Hveragerði.
Vegagerðin hefur sent matsspurningu til Skipulagsstofnunnar vegna málsins. Í gildi er deiliskipulag fyrir námuna sem einnig stendur til að breyta til samræmis við þessa aðalskipulagsbreytingu.

Afgreiðsla: Nefndin beinir því til bæjarstjórnar að skipulagsfulltrúa verði falið að auglýsa skipulagslýsinguna í samræmi við 30 gr. skipulagslaga nr 123/2010 m.s.br.
Nefndin bendir á 16. grein sömu laga þar sem fjallað er um að efnistökusvæði skulu ekki standa ónotuð og ófrágengin lengur en þrjú ár en vísað er til þess í lýsingunni að náman hafi ekki verið notuð síðustu ár.
Sigurbjörg og Geir viku af fundi meðan á afgreiðslu málsins stóð.
5. 2211028 - Landeldi - umsókn um stöðuleyfi fyrir skemmu
Landeldi sækir um stöðuleyfi fyrir 700-1000 fermetra skemmu á óstofnaðri lóð sem fyrirtækið hefur fengið velyrði fyrir.
Ekki hefur verið unnið deiliskipulag fyrir lóðina.

Afgreiðsla: Nefndin getur ekki heimilað umbeðið leyfi til bráðabirgða enda eru ekki heimildir fyrir slíku i byggingarlögum. Nefndin bendir fyrirtækinu á að sækja um byggingarleyfi fyrir umræddri skemmu innan þeirra rúmu byggingarreita sem búið er að deiliskipuleggja fyrir á lóðum fyrirtækisins við Laxabraut 21-25.
6. 2211029 - Unubakki2 stofnun lóðar
Á ágúst fundi nefndarinnar var tekin fyrir umsókn frá fyrirtæki í bænum um lóðina Unubakka 2. Var nefndin jákvæð gagnvart erindinu en við nánari athugun kom í ljós að lóðin hefur aldrei verið stofnuð og má því segja að hún sé ekki til sem slík. Ú þessu þarf að bæta. Nú vill svo til að útiport áhaldahússins hefur verið afgirt þannig að það nær inn á umrædda lóð. Því þarf að huga að hvar lóðamörk beggja lóðanna eiga að liggja til framtíðar.
Afgreiðsla: Samþykkt að stofna lóðina og breyta lóð áhaldahússins þannig að port þess verði innan eigin lóðar. Jafnframt verði hugað að stígatengingu milli Óseyrarbrautar 15 Unubakka.
7. 2209013 - Skipun faghóps um uppbyggingu á lóðum Heidelberg Cement Pozzolinic ehf
Í tillögu Grétars Inga Erlendssonar sem var samþykkt í bæjarstjórn nýlega var skipulags- og umhverfisnefnd falið að skipa faghóp með arkitekt, verkfræðing og fl. sem tryggja skyldi að ekki verði gefinn afsláttur af útliti og eðli mannvirkja sem rísa á hafnarsvæðinu.
Var málinu frestað á októberfundi nefndarinnar þar sem ekki hafði náðst í alla mögulega nefndarmenn.

Afgreiðsla: Nefndin skipar eftirfarandi í hópinn:
-Heru Grímsdóttur, framkvæmdastýru Rannsókna og nýsköpunar hjá Orkuveitu Reykjavíkur,
-Sigurður Áss Grétarsson verkfræðing og ráðgjafa sveitarfélagsins um hafnarsvæðið og
-Páll Jakob Líndal eiganda TGJ-arkitekta og sérfræðing í sálfræðilegum áhrifum umhverfis á heilsu á vellíðan íbúa.

Skipulagsfulltrúi sveitarfélagsins Gunnlaugur Jónasson, verði starfsmaður hópsins.
8. 2211027 - Bakki 3 - Girðing umhverfis lóð Farice
Lögð er fram tillaga að girðingu umhverfis lóð Farice norðan hafnarsvæðisins þar sem nýlega var reist tengihús fyrir sæstreng sem liggur til Írlands.
Afgreiðsla: Nefndin fagnar því að Farice ætli að ganga snyrtilega frá lóð sinni með þeim metnaði sem lesa má úr gögnunum sem fylgja málinu. Bent er á að ekki má lesa hæð girðingar af gögnum.
9. 2209020 - Vesturbakki 1 - 3 -5 og 7 Girðingar- og gróðurbelti
Lögð er fram tillaga að lýsingu á girðingu sem lóðarhafar við vestanverðan Vesturbakka þurfa að gera á lóðarmörkum í samræmi við deiliskipulag. Fjallað var um málið á septemberfundi nefndarinnar og þá var eftirfarandi bókað:

Fyrri afgreiðsla nefndarinnar: Nefndin leggur áherslu á að ekki verði girt með gaddavírsgirðingu. Nefndin bendir á að tilgangurinn með þessu ákvæði í deiliskipulaginu er að hindra innsýn á athafnalóðirnar. Nefndin samþykkir engan gaddavír og ekki opnar girðingar úr vírneti eins og lagt er til heldur beinir því til lóðarhafa að girðingar verði lokaðar og amk. 1,8 metra háar. Nefndin fellur frá kröfu um gróður innan lóðar á lóðamörkum, enda verði girðingar í samræmi við óskir nefndarinnar.

Afgreiðsla: Nefndin samþykkir útfærsluna sem lögð er fram í lýsingu.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 10:30 

Til bakaPrenta
X Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?