Fundargerðir

Til bakaPrenta
Skipulags- og umhverfisnefnd - 81

Haldinn í Ráðhúsi Ölfuss,
23.10.2024 og hófst hann kl. 08:15
Fundinn sátu: Geir Höskuldsson formaður,
Hjörtur S. Ragnarsson varaformaður,
Margrét Polly Hansen Hauksdóttir aðalmaður,
Vilhjálmur Baldur Guðmundsson aðalmaður,
Hrönn Guðmundsdóttir aðalmaður,
Sigurður Steinar Ásgeirsson Skrifstofu- og verkefnastjóri, Kristina Celesova starfsmaður skipulags,-bygg.- og umhverfissviðs.
Fundargerð ritaði: Sigurður Steinar Ásgeirsson, Skrifstofu- og verkefnastjóri
Í upphafi fundar lagði formaður til að eitt mál yrði tekið á dagskrá með afbrigðum. Það eru mál nr. 17 sem lýtur að óverulegri breytingu deiliskipulags Vesturbyggðar. Samþykkt var samhljóða að málið yrði tekið fyrir á fundinum.


Dagskrá: 
Almenn mál
1. 2410041 - M2 Óseyrarbraut - breyting á aðalskipulagi
Lögð er fram skipulagslýsing vegna breytingar á aðalskipulagsreit M2 við Óseyrarbraut. Breytingin felur í sér aukningu á hámarks íbúafjölda í ljósi þess að til stendur að reisa þar allt að 5 hæða fjölbýlishús. Í dag er gert ráð fyrir allt að 60 íbúðum á þessu svæði en með breytingunni er gert ráð fyrir að hámarkið yrði allt að 220 íbúðir.
Afgreiðsla skipulags- og umhverfisnefndar: Nefndin óskar eftir að skipulagshöfundur komi fyrir næsta nefndarfund og kynni áformin þar sem sýnt væri hvernig 220 íbúða hverfi á þessum stað myndi líta út.
2. 2410048 - Laxabraut 31 DSK
Lagt er fram nýtt deiliskipulag fyrir lóðina Laxabraut 31. Lóðirnar eru hugsaðar fyrir hreinlegan iðnað sem veldur ekki hættu á grunnvatnsmengun. Þá er staðsetningin talin henta vel fyrir t.d. súrefnisframleiðslu þar sem laxeldisfyrirtækin sem eru umhverfis þurfa mikið magn súrefnis. Þegar hafa borist beiðnir um lóðir innan skipulagsins fyrir súrefnisverksmiðju. Ferli súrefnisframleiðslu felur í sér að notast þarf við háa turna þegar súrefni er aðskilið frá öðrum gastegundum. Í ljósi þess er heimilt í skipulaginu að reisa mannvirki sem geta verið allt að 55m á hæð.
Afgreiðsla skipulags- og umhverfisnefndar: Nefndin beinir því til bæjarstjórnar að skipulagsfulltrúa verði falið að ganga frá málinu í samræmi við 1. málsgrein 42. grein skipulagslaga nr. 123/2010.
3. 2306014 - DSK Akurholt ný íbúðar-, frístunda-, iðnaðar-, verslunar og þjónustusvæði
-Endurkoma eftir athugasemdaferli
Breytingar eru gerðar til að koma til móts við framkomnar athugasemdir og ábendingar umsagnaraðila og eru þær helstar:
-Heilbrigðiseftirlit suðurlands: Í stað hreinsivirkis á hverri lóð er gert ráð fyrir sameiginlegu hreinsivirki fyrir hvern áfanga íbúða- verslunar- og þjónustulóða. Einnig fyrir iðnaðarlóðir. Eftir sem áður er gert ráð fyrir hreinsivirkjum á hverri lóð frístundahúsasvæðis með heimild til samnýtingu fleiri lóða. Þá eru heimildir til uppbyggingar og reksturs á iðnaðarsvæði takmarkaðar við heimildir sem að jafnaði eiga við um athafnalóðir. Þannig er umfangsmikill og/eða mengandi iðnaður útilokaður á svæðinu.
-Vegagerðin: Skipulagsmörk færð inn fyrir veghelgunarsvæði, að undanskildum tengingum við þjóðveg.

Afgreiðsla: Nefndin beinir því til bæjarstjórnar að skipulagsfulltrúa verði falið að ganga frá málinu í samræmi við 1. málsgrein 42. grein skipulagslaga nr. 123/2010.
4. 2406050 - Laxabraut 15-29 Landeldisstöð First Water DSK
-Endurkoma eftir umsagnarferli
Heilbrigðiseftirlit og Umhverfisstofnun gerðu athugasemdir við skipulagið sem bregðast þurfti við. Skipulagið er nú lagt fram að nýju eftir breytingar ásamt viðbrögðum við athugasemdum.

Afgreiðsla skipulags- og umhverfisnefndar: Nefndin beinir því til bæjarstjórnar að skipulagsfulltrúa verði falið að ganga frá málinu í samræmi við 1. málsgrein 42. grein skipulagslaga nr. 123/2010.
5. 2407026 - Grásteinn breytt DSK
- Endurkoma eftir umsagnarferli
Skipulagið hefur lokið umsagnarferli og hefur skipulagshöfundur gert lítils háttar lagfæringar til að bregðast við athugasemdum.

Afgreiðsla skipulags- og umhverfisnefndar: Nefndin beinir því til bæjarstjórnar að skipulagsfulltrúa verði falið að ganga frá málinu í samræmi við 1. málsgrein 42. grein skipulagslaga nr. 123/2010.
6. 2407019 - Gerðarkot og Þorgrímsstaðir nýtt DSK
- Endurkoma eftir athugasemdaferli
Vegagerð samþykktu ekki vegtengingu sem getið var á skipulagi. Skipulag hefur verið uppfært þannig að tengivegir liggi að núverandi samþykktri vegtengingu.

Afgreiðsla skipulags- og umhverfisnefndar: Nefndin beinir því til bæjarstjórnar að skipulagsfulltrúa verði falið að ganga frá málinu í samræmi við 1. málsgrein 42. grein skipulagslaga nr. 123/2010.
7. 2405173 - Skíðaskálinn í Hveradölum - breytt DSK
- Endurkoma eftir athugasemdaferli
Gerðar voru athugasemdir við deiliskipulagið á umsagnartíma sem skipulagshöfundur hefur nú brugðist við. Hreinsistöð frárennslis verður stækkuð þannig að hún anni 1150 persónueiningum í stað 800 og uppdráttur hefur verið uppfærður þannig að veghelgunarsvæði sé þar merkt inn.

Afgreiðsla skipulags- og umhverfisnefndar: Nefndin beinir því til bæjarstjórnar að skipulagsfulltrúa verði falið að ganga frá málinu í samræmi við 1. málsgrein 42. grein skipulagslaga nr. 123/2010.
8. 2402083 - Reykjabraut 2 - DSK
- Endurkoma eftir athugasemdaferli
Gerð hefur verið breyting á deiliskipulagi Reykjabrautar 2 til að koma til móts við athugasemdir íbúa á svæðinu. Til að fyrirbyggja aukna umferð í gegnum Reykjabraut verður götunni lokað í syðri enda þannig að aðkoma verður aðeins að Selvogsbraut. Þá hefur neðsta húsinu verið snúið og því komið fyrir þannig að það færist 2,4 m fjær Reykjabraut 4. Þá hefur framkvæmdaraðili einnig fallist á að reisa skjólgirðingu á lóðamörkum við Reykjabraut 4 áður en framkvæmdir hefjast. Rætt hefur verið við íbúa í Reykjabraut 4 og eru þau sátt við framkvæmdina eftir þær breytingar sem gerðar voru. Þá hefur 2 bílastæðu verið bætt við í syðri hluta götunnar.

Afgreiðsla: Nefndin telur að bæta þurfi við einu stæði til viðbótar við syðsta húsið. Skipulagið er samþykkt en með þeim fyrirvara að einu stæði sé bætt við fyrir framan það hús.
Nefndin beinir því til bæjarstjórnar að skipulagsfulltrúa verði falið að ganga frá málinu í samræmi við 1. málsgrein 42. grein skipulagslaga nr. 123/2010.
9. 2410022 - Uppskipting landeignar Laxabraut 12
Lagt er fram merkjalýsing: Uppskipting landeignar - Laxabraut 12.
Afgreiðsla: Samþykkt
10. 2410035 - Akurgerði - nýtt deiliskipulag
Lagt er fram nýtt deiliskipulag á jörðinni Akurgerði. Jörðinni er skipt upp í fimm lóðir, fjórar þeirra eru hugsaðar undir íbúðarhús en sú fimmta fyrir smáhýsi til útleigu. Deiliskipulagið er í samræmi við aðalskipulagbreytingu sem er í lokayfirferð hjá Skipulagsstofnun.
Afgreiðsla skipulags- og umhverfisnefndar: Nefndin bendir á að afla þarf samþykkis stjórnar Nýbýlaveitu um afhendingu neysluvatns. Þegar slíkt samþykki liggur fyrir má auglýsa skipulagið.
Nefndin beinir því til bæjarstjórnar að skipulagsfulltrúa verði falið að auglýsa tillöguna í samræmi við 1. málsgrein 41. greinar skipulagslaga nr 123/2010.
11. 2410038 - Vegtengingar á Þorlákshafnarvegi
Vegagerðin gerir kröfu um lágmarksfjarlægð milli vegtenginga til að tryggja umferðaröryggi á veginum enda er þarna stofnvegur með 90 km hámarkshraða.

Þorlákshafnarvegur er þjóðvegur en uppfyllir þó ekki skilyrði vegagerðarinnar sem gerðar eru um fjarlægðir milli vegtenginga en samkvæmt reglum Vegagerðarinnar skulu vera 400m á milli tenginga. Vegtengingar á veginum eru of margar og of stutt á milli þeirra og því liggur fyrir að það þarf að fækka þeim.

Þetta hefur verið að koma upp í deiliskipulögum sem hafa farið í ferli þarna á svæðinu og það er farið að há okkur að ekki sé búið að fastsetja hvernig vegtengingar skuli vera skipulagðar.

Vegagerðin lögðu til að Ölfus myndi deiliskipuleggja allan veginn í heild sinni þannig að það væri komin heildstæð ákvörðun um vegtengingar á veginum. Mig langar til að leggja fyrir næsta fund skipulagslýsingu fyrir vegtengingar á veginum sem byggir á þeim drögum sem við fengum frá vegagerðinni. Þegar lýsingin hefur tekið sinn hring mætti svo leggja fram fullmótaða deiliskipulagstillögu en þá höfðum við hugsað okkur að skipuleggja einnig göngu/hjólastíg sem myndi liggja meðfram Þorlákshafnarvegi.

Lagt er til að tillögur vegagerðarinnar verði auglýstar sem skipulagslýsing og kynnt fyrir landeigendum á svæðinu.

Afgreiðsla skipulags- og umhverfisnefndar: Nefndin beinir því til bæjarstjórnar að skipulagsfulltrúa verði falið að auglýsa tillöguna í samræmi við 1. málsgrein 40. greinar skipulagslaga nr. 123/2010.
12. 2410019 - Nafnasamkeppni Vesturbyggð
Teknar verða fyrir tillögur sem bárust frá íbúum um götunöfn í Vesturbyggð áfanga 3 og 4.
Afgreiðsla skipulags- og umhverfisnefndar: Nefndin þakkar fyrir tillögurnar. Málið verður afgreitt á næsta fundi.
13. 2410039 - Laxabraut 12 - Samkomulag um úthlutun lóðar
First Water leggja fram beiðni um úthlutun lóðar Norðan við Laxabraut á móti fiskeldisstöð þeirra. Fyrirtækið hyggst nýta lóðina undir starfsmannabústaði á framkvæmdatíma sem er áætlaður til ársins 2030. Að framkvæmdum loknum mun fyrirtækið fjarlægja allar byggingar af lóðinni og skila henni auðri aftur til sveitarfélagins. Einnig er lögð fram beiðni um að hefja vinnu við gerð deiliskipulags á lóðinni.
Afgreiðsla skipulags- og umhverfisnefndar: Nefndin fellst á úthlutun lóðarinnar fyrir sitt leyti og heimild til að hefja vinnu við gerð deiliskipulags er veitt. Endanlegri afgreiðslu málsins er vísað til bæjarstjórnar.
14. 2410046 - Styrkumsókn v/ stígaviðgerða í Reykjadal
Lögð er fram beiðni frá aðila sem er í forsvari fyrir Reykjadalsfélagið. Félagið hyggst sækja um styrk í Framkvæmdasjóð ferðamannastaða til að ráðast í viðgerðir á göngustígum í Reykjadal. Óskað er eftir samþykki sveitarfélagsins fyrir styrkumsókninni og svo til að ráðast í viðgerðirnar ef styrkur fæst.
Afgreiðsla skipulags- og umhverfisnefndar: Erindið er samþykkt. Ef styrkur fæst veittur óskar nefndin eftir því að fá kynningu á fyrirhuguðum úrbótum.
15. 2410047 - Framtíðarskipulag taldsvæðis og gervigrasvallar
Lagt er fram minnisblað varðandi framtíðarskipulag á tjaldsvæði og varðandi gervigrasvöll. Með tilkomu nýs knatthúss sem fyrirhugað er á næstunni mun notkun gervigrasvallarins minnka verulega, auk þess sem gervigrasið er í raun orðið ónýtt. Í minnisblaðinu er þeirri hugmynd kastað fram að gervigrasið verði fjarlægt og í stað þess komi battavöllur og leiksvæði á helmingi, en hinn helmingurinn myndi fara í stækkun tjaldstæðisins.
Afgreiðsla skipulags- og umhverfisnefndar: Nefndin tekur vel í þessar hugmyndir og samþykkir fyrir sitt leyti. Nefndin beinir því til skipulagsfulltrúa að láta teikna framtíðarskipulag svæðisins samkvæmt þessum hugmyndum.
16. 2410052 - Vesturbyggð 3. og 4. áfangi - ný 2ja hæða raðhús - óv.br. DSK
Lögð er fram óveruleg breyting á deiliskipulagi Vesturbyggðar 3. og 4. áfanga. Breytingin felur í sér að fjölbýlishúsum syðst í hverfinu er breytt í 2ja hæða raðhús.
Afgreiðsla skipulags- og umhverfisnefndar: Nefndin beinir því til bæjarstjórnar að skipulags og byggingarfulltrúum verði heimilað að samþykkja breytinguna og ganga frá málinu í samræmi við 3. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
17. 2410044 - Kolefnisbinding með dreifingu líförvandi efna
Fyrirtækið Vaxa Technologies hyggst gera tilraunir með kolefnisbindingu með losun líförvandi efna á óbyggðum svæðum í sveitarfélaginu Ölfus. Líförvandi efnin sem um ræðir verða til sem aukaafurð við framleiðslu fyrirtækisins á Spirulinu og eru náttúruleg að öllu leyti. Lögð er fram beiðni til að framkvæma tilraunirnar á nánar tilgreindu svæði. Fyrir liggur staðfesting frá Matís um að umrædd efni hafi ekki neikvæð áhrif á umhverfi eða grunnvatn.
Afgreiðsla skipulags- og umhverfisnefndar: Nefndin leggur til svæði sem afmarkað er á meðfylgjandi mynd. Erindið er samþykkt að hálfu skipulags og umhverfisnefndar en er vísað til fjallskilanefndar til staðfestingar.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 10:15 

Til bakaPrenta
X Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?