Fundargerðir

Til bakaPrenta
Framkvæmda- og hafnarnefnd - 11

Haldinn í Ráðhúsi Ölfuss,
08.10.2020 og hófst hann kl. 08:15
Fundinn sátu: Eiríkur Vignir Pálsson formaður,
Grétar Ingi Erlendsson varaformaður,
Kristín Magnúsdóttir aðalmaður,
Sveinn Samúel Steinarsson aðalmaður,
Þrúður Sigurðardóttir aðalmaður,
Hjörtur Bergmann Jónsson hafnarstjóri, Sigmar Björgvin Árnason sviðsstjóri, Elliði Vignisson bæjarstjóri.
Fundargerð ritaði: Sigmar Árnason, Sviðsstjóri


Dagskrá: 
Almenn mál
1. 2008020 - Nýtt vaktarfyrirkomulag
Hafnarstjóri fer yfir starfsmannamál hafnar og hvaða möguleikar/breytingar sá hægt að gera til að draga úr yfirvinnutíma og álag á núverandi starfsmönnum.
Afgreiðsla: Hafnarnefnd hafði áður óskað eftir greiningu á launakostnaði miðað við núverandi vaktarfyrirkomulag og annarra mögulegar vaktarfyrirkomulaga. Þannig að hægt væri að leggja mat á það hvort hagkvæmt væri að bæta við stöðugildum samhliða auknum umsvifum hafnarinnar.

Nú hefur verið bætt við stöðugildi vélstjóra og mikilvægt er að samræma hans starf þeim starfsmönnum sem ganga vaktir svo þau viðbótarstöðugildi sem nú hefur verið bætt við nýtist sem best og hagkvæmast. Nefndin felur hafnarstjóra að vinna að útfærslu á þessu leggja fyrir nefndina
2. 2010005 - Sjóvarnir við Nesbraut 25
Í óveðri síðastliðin vetur þá urðu töluverðar skemmdir á sjóvörnum við lóð Ísþórs.
Hafnarstjóri fer yfir stöðu málsins.

Afgreiðsla: Hafnarstjóri kynnti stöðu máls. Vegagerðin hefur fengið verktaka í verkið, vinnan er hafin við lagfæringar. Efnið verður sótt í grjótnámu við gamla Þorlákshafnarveg og efnisgjald verður greitt af Vegagerðinni til Ölfus.
3. 2009036 - Beiðni um kaup á Thor lásum (dólósum)
Jens Garðar Helgason f/h Laxar fiskeldi ehf. óskar eftir að fá að kaupa 4-5 Thor lása til að verja fráveituútrás við sjógangi við eldistöð sína að Laxabraut 9.
Afgreiðsla: Framkvæmdar- og hafnarnefnd samþykkir að heimila Löxum að taka 4-5 Dólósa sem staðsettir eru í fjörunni sunnan við golfvöllinn og setja stórgrýti í staðin í samráði við Hafnarstjóra.
5. 1911008 - Verklegar framkvæmdir
Staðan á nokkrum verklegum framkvæmda kynnt.
1. Gatnagerð Hraunshverfi áfangi 2.
2. Móttöku og flokkunarstöð
3. Yfirborðsfrágangur við Sambyggð 14.
4. Viðbygging við íþróttahús/fimleikahús
5. Framkvæmdir við Egilsbraut 9.
6. Viðbygging við Bergheima.
7. Merking á sveitarfélagsmörkum

Afgreiðsla. Sviðstjór fer yfir stöðuna á verkefnunum.
6. 2007002 - Fjárhags- og framkvæmdaáætlun Sveitarfélagsins Ölfuss 2021-2024.
Sviðstjóri fer yfir 3. ára fjárfestingaráætlun
Afgreiðsla: Nefndin telur nauðsynlegt að halda sérstakan vinnufund og fara betur yfir framkvæmdir næstu ára og forgangsröðun þeirra.
Mál til kynningar
4. 1810031 - Þorlákshöfn - viðhaldsdýpkanir.
Hafnarstjóri kynnir dýptarmælingar innan hafnar.
Afgreiðsla: Hafnarstjóri kynnti málið fyrir nefndinni. Og er falið að óska eftir dýptarmælingum fyrir veturinn.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 9:45 

Til bakaPrenta
X Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?