Fundargerðir

Til bakaPrenta
Afgreiðslunefnd byggingarfulltrúa - 81

Haldinn í Ráðhúsi Ölfuss,
31.10.2025 og hófst hann kl. 11:00
Fundinn sátu: Sigmar Björgvin Árnason sviðsstjóri,
Fundargerð ritaði: Sigmar Árnason, Skipulags og byggingarfulltrúi


Dagskrá: 
Almenn mál
1. 2510049 - Umsókn um lóð - Bárugata 39
Gunnar Guðmundsson sækir um lóðina Bárugata 39.
Afgreiðsla: Samþykkt. Þar sem 2 umsækjendur er um lóðina fer fram úrdráttur Gunnar fékk lóðina.
2. 2510069 - Umsókn um lóð - Bárugata 39
Aleksander Usov sækir um lóðina Bárugata 39.
Afgreiðsla: Synjað. Þar sem 2 umsækjendur er um lóðina fer fram úrdráttur Gunnar Guðmundsson fékk lóðina.
3. 2510094 - Umsókn um lóð - Bárugata 31
BF-Verk ehf. sækir um lóðina Bárugata 31.
Afgreiðsla: Samþykkt
4. 2510059 - Umsókn um lóð - Víkursandur 7
Lúðvík Fasteignafélag ehf. sækir um lóðina Víkursandur 7.
Afgreiðsla: Samþykkt.
5. 2510093 - Suðurvör 5 - Umsókn um byggingarleyfi (Niðurrif)
Sveitarfélagið Ölfus sækir um byggingarleyfi fyrir niðurrif mhl. 01 - geymsla, stærð 63 m2. Þessu verður fargað á viðeigandi hátt. Þetta er beiðni um að afskrá mhl. 01 úr fasteignaskrá HMS. Byggingarefnið verður flokkað í gáma og fargað á viðurkennda flokkunarstöð.
Afgreiðsla: Niðurrif samþykkt.
6. 2510001 - Umsókn um byggingarheimild eða -leyfi - Gljúfurárholt 23 - Flokkur 1
Trausti Leósson f/h lóðarhafa Frumskógar ehf. sækir um byggingarleyfi til að breyta rýmum 0102 og 0103 í íbúðir, byggja geymslu, rými 0104 í viðbyggingu, steypa skjólvegi, breyta utanhússklæðningu rýma 0101 og 0102 og að gera minniháttar breytingar á gluggum og útihurðum á byggingunni skv. teikningu frá Trausti Leósson, dags. 19/09/2025.
Afgreiðsla: Frestað, breytingar á deiliskipulagi er ekki lokið.
7. 2510088 - Umsókn um byggingarheimild eða -leyfi - Suðurvör 7 - Flokkur 1
Páll Poulsen f/h lóðarhafa Kuldaboli ehf. sækir um byggingarleyfi fyrir hliðskúr skv. teikningu frá Strendingur ehf., dags. 27/10/2025.
Afgreiðsla: Byggingaráform samþykkt. Umsóknin samræmist lögum um mannvirki nr. 160/2010 og byggingarreglugerð nr. 112/2012 m/síðari breytingum. Byggingarleyfi og heimild til að hefja framkvæmdir verður gefið út þegar skilyrði 2.4.4 gr. sömu byggingarreglugerðar hafa verið uppfyllt.
8. 2510050 - Umsókn um stöðuleyfi - Hveradalir skíðaskáli (L172316)
Heklubyggð ehf. sækir um 18 mánaða stöðuleyfi fyrir klósettaðstöðu, búningsklefum (útiklefar opnir) gufubaði og sauna við Skíðaskálann í Hveradölum. Þessi aðstaða kemur í staðinn fyrir gáma sem áður hefur fengist stöðuleyfi fyrir.
Afgreiðsla: Stöðuleyfi samþykkt til 12 mánaða frá 01.11.2025 til 01.11.2026.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 12:00 

Til bakaPrenta
X Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?