Fundargerðir

Til bakaPrenta
Fjölskyldu- og fræðslunefnd - 20

Haldinn í Ráðhúsi Ölfuss,
17.04.2024 og hófst hann kl. 08:15
Fundinn sátu: Sigríður Vilhjálmsdóttir formaður,
Davíð Arnar Ágústsson varaformaður,
Hrafnhildur Lilja Harðardóttir aðalmaður,
Hlynur Logi Erlingsson aðalmaður,
Jóhanna M Hjartardóttir sviðsstjóri,
Haraldur Guðmundsson 3. varamaður,
Fundargerð ritaði: Jóhanna M. Hjartardóttir, sviðsstjóri
Formaður setti fund og óskaði eftir athugasemdum við fundarboð en engar bárust.

Gengið var til dagskrár.


Dagskrá: 
Mál til kynningar
1. 2404075 - Samstarfsyfirlýsing sveitarfélaganna á Suðurlandi
Samstarfssamningur þessi miðar að því að tryggja og þróa grundvöll fyrir afbrotaforvarnir milli lögregluyfirvalda og samstarfsaðila, með sameiginlegum áherslusviðum og markmiðum þróuðum út frá svæðisbundnum aðstæðum.
Leitast verður við að efla samvinnu við úrlausn mála og treysta grundvöll samvinnu m.a. samkvæmt lögum um samþættingu þjónustu í þágu farsældar barna nr. 86/2021.


Nefndin þakkar kynninguna.
2. 2303039 - Íþrótta- og lýðheilsustefna
Vinna við endurskoðun á íþrótta og tómstundastefnu hófst í byrjun árs 2023. Fyrstu drög voru unnin af íþrótta og tómstundafulltrúa og sviðsstjóra fjölskyldu og fræðslusviðs. Drögin voru lögð fram til kynningar í fjölskyldu og fræðslunefnd 29. mars 2023 og til umsagnar og kynningar í íþrótta og tómstundanefnd 26. apríl 2023.

Íþrótta og tómstundafulltrúi leitaði eftir athugasemdum frá hagsmunahópum og voru drögin send til Umf. Þórs, Knattspyrnufélagsins Ægis, Golfklúbbs Þorlákshafnar, Hestamannafélagsins Háfeta, Hestamannafélagsins Ljúfs og Félags eldri borgara. Engar athugasemdir bárust frá þessum félögum.

Í vinnuferlinu var ákveðið að breyta heiti stefnunnar í íþrótta og lýðheilsustefnu. Stefnan er hér með lögð fram til kynningar.

Nefndin þakkar kynninguna.
3. 2404089 - Farsæld barna - skrefin okkar í Ölfusi
Sviðsstjóri kynnti gang mála varðandi innleiðingu samþættrar farsældarþjónustu í Ölfusi. Þjónustan hefur það að markmiði að stuðla að farsæld barna og er veitt af þeim þjónustuveitendum sem eru best til þess fallnir að mæta þörfum barnsins hverju sinni. Til þjónustuveitenda teljast t.d. leikskólar, grunnskólar, frístundaheimili, félagsmiðstöðvar, framhaldsskólar, heilsugæsla, sérhæfð heilbrigðisþjónusta, lögregla, félagsþjónusta og barnavernd.
Nefndin þakkar sviðsstjóra fyrir kynninguna og lýsir ánægju með framganginn í sameiginlegri mótun verkferla í farsældarþjónustunni.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 09:15 

Til bakaPrenta
X Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?