Fundargerðir

Til bakaPrenta
Bæjarráð Ölfuss - 439

Haldinn í fjarfundi,
06.03.2025 og hófst hann kl. 12:15
Fundinn sátu: Grétar Ingi Erlendsson formaður,
Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir aðalmaður,
Vilhjálmur Baldur Guðmundsson 1. varamaður,
Berglind Friðriksdóttir áheyrnarfulltrúi,
Elliði Vignisson bæjarstjóri,
Sandra Dís Hafþórsdóttir sviðsstjóri,
Fundargerð ritaði: Sandra Dís Hafþórsdóttir, sviðsstjóri
Í upphafi fundar leitaði formaður eftir athugasemdum við fundarboð en engar bárust.


Dagskrá: 
Almenn mál
1. 2502043 - Úthlutun byggðakvóta til byggðarlaga 20242025
Tilkynning frá Matvælaráðuneytinu um úthlutun byggðakvóta til byggðarlaga á fiskveiðiárinu 2024/2025. Úthlutun til Þorlákshafnar fer úr 101 tonni á síðasta fiskveiðiári í 0 tonn. Um 15 tonn eru eftir af kvóta síðasta árs.
Bæjarráð felur starfsmönnum sínum að óska eftir því við Matvælaráðuneytið að úthlutun byggðakvóta frá fyrra ári verði með sama hætti og verið hefur undanfarin ár.

Samþykkt samhljóða.
2. 2502044 - Samfélagsspor Ölfuss
Verkefnistillaga frá KPMG vegna útreiknings á samfélagsspori sveitarfélagins. Vakin er athygli á því að tillagan er merkt sem trúnaðarmál að svo stöddu. Markmið verkefnisins er að draga fram efnahagsleg og samfélagsleg áhrif þeirrar starfsemi sem er staðsett í Sveitarfélaginu Ölfusi og leggja þar með grunn að stefnumörkun og aðgerðum sveitarfélagsins, Alþingis og ríkisstjórnar við uppbyggingu nauðsynlegra innviða.

Bæjarráð samþykkir verkefnatillöguna fyrir sitt leyti og felur starfsmönnum sínum að hefja vinnu við útreikninga á samfélagsspori sveitarfélagsins.

Samþykkt samhljóða.
3. 2502046 - Verkefnastjóri viðburða sumarið 2025 - Hamingjan við hafið
Auglýst var eftir verkefnastjóra á menningarsviði við stjórnun og umsjón menningarviðburða sumarið 2025 með sérstakri áherslu á undirbúning og rekstur bæjarhátíðarinnar Hamingjunnar við hafið sem verður haldin dagana 5. - 10. ágúst næstkomandi.

Tvær umsóknir bárust.

Bæjarráð þakkar kynninguna og felur starfsmönnum sínum að ganga frá ráðningu verkefnastjóra. Bæjarráð minnir ennfremur á mikilvægi þess að unnið verði eftir fjárhagsáætlun við undirbúning og framkvæmd menningarviðburða.

Samþykkt samhljóða.
4. 2001042 - Ljósleiðaravæðing í dreifbýli Ölfuss.
Lögð er fyrir beiðni um viðauka uppá 3.720.000.- til að ljúka við ljósleiðaravæðingu í þær fasteignir í Selvogi sem eru með skráð lögheimili.

Bæjarráð samþykkir viðaukann og lítur sem svo á að þar með ljúki aðkomu sveitarfélagsins að ljósleiðaravæðingu. Þar eftir verði það á ábyrgð húsbyggjanda í dreifbýli að tryggja aðgengi að ljósleiðara rétt eins og öðrum innviðum.

Samþykkt samhljóða.
5. 2502032 - Tilkynning um undirskriftasöfnun vegna verndunar útivistarsvæðis við Hafnarnesvita
Áður á dagskrá bæjarráðs 20.febrúar sl.
Skv. tölvupósti frá forsvarsmönnum undirskriftarsöfnunarinnar hyggjast þeir ekki aðhafast frekar í bili.


Bæjarráð þakkar upplýsingarnar og lítur sem svo á að forsvarsmenn undirskriftasöfnunar hafi fallið frá kröfu um íbúakosningu vegna tilgreindrar framkvæmdar.

Samþykkt samhljóða.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 12:40 

Til bakaPrenta
X Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?