Fundargerðir

Til bakaPrenta
Skipulags- og umhverfisnefnd - 89

Haldinn í Ráðhúsi Ölfuss,
05.03.2025 og hófst hann kl. 08:15
Fundinn sátu: Björn Kjartansson 2. varamaður,
Hjörtur S. Ragnarsson formaður,
Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir varaformaður,
Vilhjálmur Baldur Guðmundsson aðalmaður,
Hrafnhildur Hlín Hjartardóttir 1. varamaður,
Guðmundur Oddgeirsson áheyrnarfulltrúi,
Sigurður Steinar Ásgeirsson skipulagsfulltrúi,
Kristina Celesova embættismaður,
Fundargerð ritaði: Sigurður Steinar Ásgeirsson, Skrifstofu- og verkefnastjóri


Dagskrá: 
Almenn mál
1. 2502050 - Stækkun varmastöðvar á Hellisheiði - Kynning á fundi
Til stendur að fara í næsta áfanga í stækkun varmastöðvar á Hellisheið, áfanga 2a. Áður höfðu áfangar 1a (2010) og 1b (2019) verið framkvæmdir og er framleiðslugeta varmastöðvarinnar í dag um 950 l/s af 84°C vatni sem veitt erum Hellisheiðaræð til höfuðborgarinnar. Áfangi 2a er 600 l/s viðbót við núverandi framleiðslu og verður reist í varmastöðvarsal 2 Hellisheiðarvirkjunar þar sem í dag er lager og rótorverkstæði.
Til stendur að auka afköst varmastöðvar Hellisheiðarvirkjunar um allt að 50%. Helstu verkþættir framkvæmdarinnar eru:
· Stækkun kaldavatnsveitu
· Breytingar á skiljuvatnsveitu svo nota megi fullheitt skiljuvatn til upphitunar á forhituðu vatni
· Setja upp lagnir og búnað í nýjum varmaskiptasal sem er við hliðina á núverandi varmaskiptasal.
· lagnaleið nýrrar pípu.

Fulltrúar ON munu koma á fundinn og kynna fyrirætlanirnar.

Afgreiðsla skipulags- og umhverfisnefndar: Kynnt á fundinum.
2. 2211010 - Hjólastígar í dreifbýli - stýrihópur
Lögð er fram skýrsla sem útbúin var fyrir stýrihóp um hjólastíga í dreifbýli Ölfus. Til stendur að skipuleggja hjólastíg meðfram Þorlákshafnarvegi á næstunni og mun skýrslan nýtast inn í þá hönnun.
Afgreiðsla skipulags- og umhverfisnefndar: Lagt fram.
3. 2502042 - Vatnsverksmiðja Hlíðarenda - stækkun byggingarreits - óv. DSKbr.
Lögð er fram óveruleg breyting á deiliskipulagi Hlíðarenda. Breytingin felst í stækkun byggingarreits svo áætluð mannvirki rúmist þar innan. Þau mannvirki sem lentu utan byggingarreits snúa að upplifunarþætti verksmiðjunnar þar sem finna má gestastofu og stóra manngerða á.
Afgreiðsla skipulags- og umhverfisnefndar: Nefndin beinir því til bæjarstjórnar að skipulags og byggingarfulltrúum verði heimilað að samþykkja breytinguna og ganga frá málinu í samræmi við 3. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
4. 2502045 - Merkjalýsing - Sameining - Sleggjubeinsdalur (L172326) við Kolviðarhól (L171751)
Lagt er fram merkjalýsing - sameining - Sleggjubeinsdalur (L172326) við Kolviðarhól (L171751). Merkjalýsing þessi er unnið skv. gildandi deiliskipulagi fyrir Orkuvinnslusvæði á Hellisheiði samþykkt í sveitastjórn 24.06.2004, ásamt síðari breytingum og gildandi aðalskipulagi Sveitarfélagsins Ölfuss 2020-2036. Sleggjubeinsdalur (L172326) er ekki staðsett í landeignaskrá en er með skráða stærð 700 m2 í fasteignaskrá HMS. Á lóðinni var skíðaskáli sem búið er að rífa. Kolviðarhóll (L171751) er með skráða stærð í fasteignaskrá HMS 442,4 ha. Misræmi er í skráðri stærð miðað við mælda stærð. Stærð jarðarinnar er því uppfærð skv. merkjalýsingu þessari og verður 443,3 ha.
Afgreiðsla skipulags- og umhverfisnefndar: Samþykkt.
5. 2502052 - Vöktunarholur á Hafnarsandi - Umsókn um framkvæmdaleyfi
Félagið Hydros sækir um framkvæmdaleyfi til að bora rannsóknar og vöktunarholur á Hafnarsandi.
Afgreiðsla skipulags- og umhverfisnefndar: Niðurstaða nefndar staðfest.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 10:15 

Til bakaPrenta
X Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?