Fundargerðir

Til bakaPrenta
Framkvæmda- og hafnarnefnd - 53

Haldinn í Ráðhúsi Ölfuss,
15.05.2024 og hófst hann kl. 08:15
Fundinn sátu: Guðbergur Kristjánsson formaður,
Grétar Ingi Erlendsson varaformaður,
Erla Sif Markúsdóttir aðalmaður,
Gunnsteinn R. Ómarsson aðalmaður,
Ása Berglind Hjálmarsdóttir aðalmaður,
Sigmar Björgvin Árnason sviðsstjóri,
Benjamín Þorvaldsson hafnarstjóri,
Fundargerð ritaði: Sigmar B Árnason, Sviðstjóri og byggingarfulltrúi


Dagskrá: 
Almenn mál
1. 2405152 - Lagfæringar á þekju Skarfaskersbryggju
Lagt er fyrir nefndina minnisblað unnið af Portum verkfræðistofu. Þar er lagt til að farið verði í ástandsskoðun stálþils og þekju-bryggjunnar í heild sinni.
Afgreiðsla: Nefndin samþykkir að farið verði í ástandskoðun og mat á þili og þekju.
2. 2307020 - Suðurvararbryggja endurbygging stálþils
Á fundinn mætti eftirlitsmaður verksins og fór yfir stöðu framkvæmda. Verkfundagerð 11 lögð fram.
Verkstaða:
Verktaki er búinn að steypa kantbita færu 2, járnabinda færu 3 og setja upp stagbita að plötu 50 og búinn að reka niður að plötu 38. Búið að reka niður 81 plötu, stagbiti er kominn að plötu 50. Komnir upp 4 pollar. Byrjað að vinna í kanttré. Fullreka hefur þurft nokkrar plötur með lofthamri.
Næstu 2 vikur:
Stefnt verður að reka niður 20 plötur ef veður leyfir. Komast að plötu 20. Steypa færu 3 og byrjað að járnabinda færu 4. Fylla þarf framhaldið til að geta haldið kantbitanum áfram þ.e. færu 4. Óskað er eftir að verktaki skili inn nýrri verkáætlun.

Afgreiðsla: Lagt fram, nefndin þakkar upplýsingarnar.
3. 2109002 - Stækkun hafnarinnar Áfangi 1. Suðurvarargarður og Suðurvararbryggja
Á fundinn mætti eftirlitsmaður verksins og fór yfir stöðu framkvæmda við stækkun hafnar áfanga 1. Verkfundargerð 54 lögð fram.
Verkstaða:
Unnið er við bryggjurif og er verið sprengja annan til fjórða hvern dag. Búið er að sprengja 10 raðir og búið að taka upp 3 raðir en búið er að taka það mesta með minni gröfu en skessan mun svo koma yfir þegar hún er búinn á Austurgarði. Tvær gröfur og trukkur eru við bryggjurif og stundum 1 grafa að taka á móti. Unnið er við Austurgarð og skessan er þar að taka upp allt grjóti sem er í botni. Þar eru 3 gröfur auk 2 trukka. Unnið er við grjótröðun garðs.
Búið er að mala um 12 þús. rúmmetrar en mala átti um 20 þús. rúmmetrar.
Næsti 2 vikur:
Unnið verður við Austurgarð og rífa Suðurvararbryggju. Stefnt er að klára Austurgarð innan 2ja vikna. Stefnt er að klára að dýpka með skessu innan 2ja vikna og fer hún í framhaldinu yfir. Ekki er gert ráð fyrir að vinna í mölun. Gert er ráð fyrir að sprengingar klárist að mestu í lok maí.
Ný verkáætlun vantar.

Afgreiðsla: Lagt fram, nefndin þakkar upplýsingarnar.
4. 2212030 - Gatnalýsing - Laxabraut-Nesbraut
Sviðstjóri leggur fyrir nefndina útboðsgögn fyrir verkið
Afgreiðsla: Nefndin samþykkir að bjóða framkvæmdina út.
5. 2204028 - Íþróttamiðstöð- endurnýjun rennibrautar
Sviðstjóri leggur uppfærða útboðsskilmála fyrir nefndina
Afgreiðsla: Nefndin felur sviðstjóra að leggja uppfærða tilboðslýsingu fyrir á næsta fundi.
6. 2401019 - Framkvæmdaráætlun 2023-24
Sviðsstjóri fór yfir stöðu helstu verklegar framkvæmdir sem eru á áætlun 2024.
Afgreiðsla: Lagt fram


1. Grunnskóli, framtíðar uppbyggingaráætlun.
Sviðstjóri fór ásamt Jóni Stefáni Einarssyni, arkitekt, Jónínu Magnúsdóttir, aðstoðarskólastjóri og Ólínu Þorleifsdóttir, skólastjóri í heimsóknir í nokkra skóla. Áður höfðu sömu aðilar hist á tveimur fundum til að ræða hugmyndir um stækkun. 4 Skólarnir voru valdir út frá þeim hugmyndum sem komu fram á fundunum og voru: Stekkjaskóli á Selfossi, Dalskóli í Reykjavík, Krikaskóli í Mosfellsbæ og Grunnskólinn í Borgarnesi. Skoðað voru nokkrar útfærslur sem hönnuður mun nýta í frekari greiningarvinnu. Hönnuður er að vinna þarfagreiningu.
2. Breytingar Hafnarbergi 1.
Vinna er hafin við nýja stoðveggi og breytingar á lögnum raf- og loftræstingu
3. Gatnagerð iðnaðar og hafnarsvæðis áfangi 1.
Verkstaða:
Norðurbakki:
Hitaveitulögn er lokið og er búið að tengja hana við núverandi stofnlögn við Óseyrarbraut. Búið að sjóða dælulögn og þrýstiprófa að tengibrunni í Hafnarvegi. Búið að reisa ljósastaura, nema einn, og leggja ljósastreng. Búið að leggja fjarskiptalagnir og verið að vinna við rafstrengi sem klárast að leggja í dag, verða þá lagnir sandaðar og byrjað að fylla í skurði. Byrjað er að fylla í götu.
Hafnarvegur:
Búið að sjóða hitaveitustofn frá Óseyrarbraut og að heimæðum neðstu lóða, sem verið er að sjóða. Eftir er að ganga frá tengingu við núverandi stofnlögn vegna vandræða við áborunarloka sem tókst ekki að klára. Verður klárað þegar Veitur loka fyrir lögnina sem þær áforma að verði 5. júní nk., skv. verktaka. Búið að leggja allar þverunarlagnir í gegnum Óseyrarbraut. Búið að reisa ljósastaura og leggja ljósastreng að hluta og búið að leggja hann að tengistöðum við eldri stólpa við Hafnarskeið og Boðaskeið. Búið að sjóða dælulögn að tengibrunni og þrýstiprófa.
Hafnarbakki:
Búið að tengja skólplögn við núverandi lögn hjá dælustöð. Eftir að klára að loka skurði við tengistað. Eftir að klára fyllingu götu og reisa ljósastaura og leggja ljósastreng og veitulagnir. Háð því að teikningar vegna breytingar götu liggi fyrir.

4. Gatnagerð iðnaðar og hafnarsvæðis áfangi 2.
Verið er að vinna að hönnun.

5. Gatnagerð Vestan við Bergin áfangi 2.
Verkstaða:
Bárugata:
Búið að gera fráveituskurð á miðkafla götunnar á milli Gyðugötu og Fríðugötu.
Verið er að vinna við fráveitulagnir, götuniðurföll og heimæðar.
Elsugata:
Búið að leggja allar lagnir í götu, reisa ljósastaura og fylla í götu í grófhæð. Eftir að
setja upp lampa á ljósastaura og tengja, að öðru leyti er öllu lokið í götunni.
Fríðugata:
Búið að leggja allar lagnir í götu, reisa ljósastaura og fylla í götu í grófhæð. Eftir að
setja upp lampa á ljósastaura og tengja, að öðru leyti er öllu lokið í götunni.
Gyðugata:
Búið að leggja allar fráveitulagnir og vatnslagnir. Búið að fylla í skurði og gróffylla
í götu. Eftir er að leggja hitaveitulagnir, raf- og fjarskiptalagnir.
6. Gatnahönnun vestan við Hraunin áfangi 3-4.
Forhönnun er lokið á áfanga 3, 4 og Unnið er í hæðarsetningum lóða ásamt hönnun veitna.
7. Endurnýjun gólfs Egilsbraut 9, opið rými málsnr. 2311016
Múrþjónusta Helga hefur lokið við flotun og lökkun gólfs. Sviðstjóri gerir athugasemdir við lokafrágang.
8. Flutningur á Lat
Fyrir liggur hönnun frá Landmótun ásamt magnskrá og verklýsingu. Gert er ráð fyrir að leggja hönnun fyrir skipulags- og umhverfisnefnd til samþykktar á næsta fundi og verðkönnun og framkvæmd fást það samþykkt þar.

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 09:45 

Til bakaPrenta
X Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?