|  | |  | 
| | 1. 1602017 - Fjármál Fjárhagsupplýsingar Sveitarfélagið Ölfus 2020. |  |
 | Fyrir liggur að útsvarsgreiðslur hafa hækkað um 2% á milli ára 0g fara úr 905.330.780 kr. í 925.955.937 kr., fyrstu 9 mánuði ársins. Tekjur vegna fasteignaskatts hækka um 17% og lóðarleiga um 26%. Í heildina aukast skatttekjur um 5% og fara úr 1.575.922.826 kr. í 1.652.980.259 kr. 
 Útgjöld milli ára vaxa nokkuð. Þannig vaxa útgjöld vegna félagsþjónustu um 15%, fræðslu- og uppeldismál um 11% og æskulýðs- og íþróttamál um 5%.
 
 Yfirlit fjárfestinga sýnir að alls er búið að framkvæma fyrir 378.722.862 kr á árinu. Þar af hefur 126.947.900 verið varið til framkvæmda við hið nýja fimleikahús, 59.811.991 í gatnagerð, 88.200.000 til kaupa á dráttarbátnum Herdísi og 62.775.910 í fjölgun íbúða fyrir aldraða.
 
 Bæjarráð þakkar upplýsingarnar
 
 |  |  |  |  | 
 | 
| | 2. 2009012 - ASK og DSK Vesturberg |  |
 | Bæjarráð þakkar upplýsingarnar. |  |  |  |  | 
 | 
| | 3. 2011004 - Viljayfirlýsing |  |
 | Bæjarráð þakkar upplýsingarnar og felur bæjarstjóra að undirrita samkomulagið. Frekari gögn munu liggja fyrir á næsta fundi bæjarstjórnar. 
 Þrúður Sigurðardóttir fulltrúi O-lista lagði fram eftirfarandi bókun:
 
 Ég vil byrja á að þakka bæjarstjóra fyrir að hafa brugðist hratt og vel við beiðni minni um kynningu á málinu og að öll bæjarstjórn hefði aðgang að þeirri kynningu. Það er ljóst að þessi drög þörfnuðust betri yfirferðar og samtals.
 
 En um leið fagna ég áhuga þessara aðila á að vilja byggja upp hér í okkar sveitarfélagi og það er vilji okkar að veita þeim brautargengi en þetta þarf einnig að falla að hagsmunum heildarinnar og í sátt við umhverfið.
 
 Ég samþykki málið með þeim fyrirvara að frekari gögn um starfsemina liggi fyrir næsta bæjarstjórnarfundi.
 
 
 
 |  |  |  |  | 
 | 
| | 4. 2010018 - Endurnýjun girðingar í Selvogi |  |
 | Bæjarráð vísar erindinu til umfjöllunar í framkvæmda- og hafnarnefnd. 
 
 |  |  |  |  | 
 | 
| | 5. 2010019 - Ósk um viðbótar kennslukvóta skólaárið 2020-2021 |  |
 | Bæjarráð fagnar auknum áhuga á tónlistarnámi meðal barna í sveitarfélaginu og felur starfsmönnum að undirbúa viðauka vegna þess kostnaðar sem fellur til á árinu 2020 en vísar kostnaði vegna 2021 til gerðar fjárhagsáætlunar fyrir komandi ár. 
 
 |  |  |  |  | 
 | 
| | 6. 2010036 - Ósk um styrk-Blái herinn |  |
 | Bæjarráð þakkar Bláa hernum fyrir mikilvægt framlag þeirra til umhverfismála í sveitarfélaginu. Bæjarráð hefur því miður ekki svigrúm til að styrkja verkefnið að þessu sinni en útilokar ekki aðkomu að málinu síðar. |  |  |  |  | 
 | 
| | 7. 2001009 - Endurnýjun samstarfssamninga við íþróttafélög í Ölfusi. |  |
 | Bæjarráð þakkar fyrir upplýsingarnar og vísar þeim hluta þess sem snýr að fjárhagslegum málefnum til gerðar fjárhagsáætlunar fyrir komandi ár. |  |  |  |  | 
 | 
| | 8. 1810058 - Tilkynning um niðurfellingu af vegaskrá. |  | Enn sem fyrr gerir bæjarráð athugasemdir við þá ákvörðun Vegagerðarinnar að fella mikið notaða vegi af vegaskrá og hvetur til þess að ákvörðunin verði dregin til baka. Búseta á jörðum í Ölfusi hefur verið í þróun á síðastliðnum árum. Sveitarfélagið hefur fundið fyrir vaxandi áhuga ungs fólks að taka upp búsetu í dreifbýlinu og stunda þar blöndu af búskap og annarri atvinnu. Í slíkri gerjun gerist það oft tímabundið að ekki verði um fasta búsetu að ræða á jörðum. Ákvarðanir Vegagerðarinnar og annarra ríkisstofnana mega ekki verða til þess að slíkt tímabundið ástand sé nýtt til að skerða möguleika fólks til að setjast þar að. |  |  |  |  | 
 | 
| | 9. 2010031 - Ágóðahlutagreiðsla 2020. |  |
 | Bæjarráð þakkar upplýsingarnar. |  |  |  |  | 
 | 
| | 10. 2010037 - Móttökusveitarfélög - beiðni félagsmálaráðuneytisins um þátttöku í tilraunaverkefni |  |
 | Bæjarráð þakkar upplýsingarnar. |  |  |  |  | 
 | 
| | 11. 1704002 - Lagafrumvörp Beiðni Alþingis um umsögn. |  |
 | Lagt fram |  |  |  |  | 
 |