Fundargerðir

Til bakaPrenta
Framkvæmda- og hafnarnefnd - 15

Haldinn í Ráðhúsi Ölfuss,
11.02.2021 og hófst hann kl. 08:15
Fundinn sátu: Eiríkur Vignir Pálsson formaður,
Grétar Ingi Erlendsson varaformaður,
Kristín Magnúsdóttir aðalmaður,
Sveinn Samúel Steinarsson aðalmaður,
Þrúður Sigurðardóttir aðalmaður,
Sigmar Björgvin Árnason skipulags- og byggingarfulltrúi, Elliði Vignisson bæjarstjóri, Davíð Halldórsson umhverfisstjóri.
Fundargerð ritaði: Sigmar Árnason, Sviðstjóri og byggingarfulltrúi


Dagskrá: 
Almenn mál
2. 2102015 - Framkvæmdir opinna svæða
Framkvæmda- og hafnarnefnd ræddi fyrirhugaðar framkvæmdir opinna svæða 2021. Fyrir liggur að aðkoma að Sveitarfélaginu hefur breyst mikið á stuttum tíma. Tilkoma tollaplansins er nú áberandi í aðkomu auk þess sem nýtt íbúðahverfi norðan við núverandi byggð, tilkoma nýrrar flokkunar og móttökustöðvar og uppbygging á hafnarsvæðinu og fl. hefur veruleg áhrif.
Afgreiðsla:
Nefndin telur ástæðu til að leggja ríka áherslu á umhverfisframkvæmdir við aðkomu að þéttbýli Þorlákshafar sunnan og austan hringtorgsins. Vill nefndin í því samhengi ma. líta til þess að gangstéttir verði lagðar frá Selvogsbraut út fyrir hið nýja hverfi og samhliða verði tré gróðursett á því svæði og umhverfið mótað af með mönum og fl. Þá vill nefndin að drög verði lögð að afmörkun flokkunar- og móttökustöðvar, umhverfi við gatnamót Hafnarvegar og Óseyrarbrautar verði bætt, gróður sunnan og norðan hafnarvegar verði aukin og þar fram eftir götunum.

Nefndin telur að besti fari á því að um verði að ræða samstarfsverkefni Framkvæmda- og hafnarnefndar og Skipulags- og umhverfisnefndar.

Nefndin felur sviðsstjóra að kynna málið fyrir Skipulags- og umhverfisnefnd. Í framhaldi af þeirri kynningu og með hliðsjón af áherslum Skipulags- og umhverfisnefndar verði lagt fram minnisblað frá landslagsráðgjafa með útfærðum og kostnaðarmetnum tillögum að framkvæmdum á svæðinu.

Mál til kynningar
1. 2012013 - Stækkun hafnarinnar í Þorlákshöfn
Fundargerðir samráðshóps lagðar fram til kynningar. Verkefnastjóri verksins Sigurður Grétarsson fer yfir stöðu verksins.
Afgreiðsla:
Framkvæmda- og hafnarnefnd þakkar upplýsingarnar og felur starfsmönnum áframhaldandi framgang verkefnisins.
 
Gestir
Sigurður Grétarsson - 08:30
3. 2101012 - Framkvæmdaráætlun 2021
Sviðstjóri fór yfir stöðu á nokkrum verkefnum sem eru á áætlun 2021.

1. Móttöku og flokkunarstöð
2. Framkvæmdir við Egilsbraut 9.
3. Viðbygging við Bergheima.

Afgreiðsla:
Sviðstjóri fór yfir verkefnalista og stöðu á nokkrum verkefnum sem eru á áætlun 2021.
1. Móttöku og flokkunarstöð.
Flytja þarf núverandi móttöku og flokkunarstöð til bráðabyrgðar á planið vestan við staðsetningu nýrrar stöðvar.
2. Framkvæmdir við Egilsbraut 9.
Framkvæmdir ganga vel vinna við innréttingar í íbúðum er á lokametrum, flísalögn baðherbergja er lokið, uppsetning hreinlætistækja er komin af stað. Afhendingartími íbúða er 1. mars. sem helst óbreyttur. Eftir verður vinna við lokafrágang á sameign og utanhúss t.d. lóðarfrágangur.
3. Viðbygging við Bergheima.
Búið er að halda fund með starfsmönnum í leikskóla. Sá fundur var mjög jákvæður og góður. Unnið er úr þeim athugasemdum/ábendingum sem þar komu fram. Næstu skref eru að kynna endanlegar útfærslur og í kjölfarið að bjóða út heildarhönnun á verkinu.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 9:15 

Til bakaPrenta
X Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?