| |
1. 2409001 - Fjárhags- og framkvæmdaáætlun Sveitarfélagsins Ölfuss 2025-2028. | |
Bæjarráð vísar fjárhags- og framkvæmdaáætlun Sveitarfélagsins Ölfuss 2025-2028 til fyrri umræðu í bæjarstjórn.
Samþykkt samhljóða.
| | |
|
2. 2403018 - Framtíðarfyrirkomulag sorpmála í Ölfus | |
Bæjarráð þakkar kynninguna. | | |
|
3. 2410037 - Rekstur á líkamsræktarstöðinni í Þorlákshöfn | |
Bæjarráð þakkar innsend gögn sem sýna einlægan vilja og ríkan metnað.
Bæjarráð er jákvætt fyrir því að skoða áfram forsendur fyrir samningum enda hefur Samkeppniseftirlitið ítrekað kveðið á um að líkamsræktarsalir sveitarfélaga skuli ekki reknir í niðurgreiddri samkeppni við einkaaðila. Vísast þar m.a. til 16. gr. samkeppnislaga sem kveður á um heimild Samkeppniseftirlitsins til að grípa til aðgerða gegn athöfnum opinberra aðila að því marki sem þær kunna að hafa skaðleg áhrif á samkeppni.
Í samræmi við 7.gr. innkaupareglna felur bæjarráð starfsmönnum sínum að undirbúa útboðsgögn og leggja fyrir ráðið til samþykktar.
Samþykkt samhljóða.
| | |
|
4. 2409029 - Beiðni um forgang að leikskóladvöl | |
Málinu frestað til næsta fundar.
Samþykkt samhljóða.
| | |
|
5. 2411018 - Ályktanir frá Kennarafél.Suðurlands og Vestmannaeyja, Skólastj.fél.Suðurlands og 8.svæðadeild Fél.leikskólakennara | |
Bæjarráð harmar þá stöðu sem upp er komin og áhrif verkfallanna á börn og foreldra þeirra um land allt. Samhliða ítrekar bæjarráð einlægan samningsvilja og vonast eftir að aðilar nái saman um lausn kjaradeilunnar.
Að lokum er minnt á að samninganefnd Sambandsins fer með samningsumboðið fyrir hönd sveitarfélaga í yfirstandandi kjaraviðræðum við Kennarasamband Íslands og aðra viðsemjendur er tengjast þeim kjarasamningum sem félagið á aðild að. Umboðið er alveg skýrt og afdráttarlaust.
| | |
|
6. 2411028 - Menning umsókn í lista og menningarsjóð | |
Í samræmi við markmið lista- og menningarsjóðs Ölfuss samþykkir bæjarráð að styrkja LÞ um kr. 600.000 vegna jólatónleika lúðrasveitarinnar og Stefaníu Svavars. Einnig samþykkir bæjarráð styrkveitingu til Karls Guðmundssonar vgna útgáfu bókarinnar Kalli á Hrauni, saga ættar og jarðar í rúma öld um kr. 730.000
Samþykkt samhljóða.
| | |
|
7. 2409021 - Erindi frá Brynju leigufélagi ses um íbúðir í Ölfusi | Bæjarráð vísar erindinu til gerðar fjárhagsáætlunar.
Samþykkt samhljóða.
| | |
|
8. 1704002 - Lagafrumvörp Beiðni Alþingis um umsögn. | |
Lagt fram til kynningar.
| | |
|